22. febrúar 2014

Trölladeig

Þegar maður er að pakka niður búslóðinni þá rekst maður á ýmislegt gamalt mis eigulegt dót. Í kassa sem ég opnaði ekki í þegar ég flutti síðast fann ég gamalt föndur sem ég hef líklegast verið að gera fljótlega upp úr aldarmótunum :) Góð vinkona mín var algjör trölladeigssnillingur og kenndi mér réttu handtökin :) 

Trölladeig - engill

Trölladeig - kokkapar

Mér finnst mjög gaman að þessu þó að ég muni sennilega ekki setja þetta upp á vegg hjá mér... en ég hef lært það í gegnum tíðina að maður á aldrei að segja aldrei... en það er samt gaman að eiga gamalt föndur og pakkaði ég þessu því mun betur inn núna en það hafði verið gert síðast :)