Frænka mín sem verður 6 ára eftir nokkra daga óskaði eftir að ég heklaði handa henni fjólublátt sjal :) Ég var ekkert smá ánægð með þá ósk en ég hef mjöööög gaman af því að hekla sjöl :) Vandinn var bara að gera eitthvað sem væri ekki alltof stórt handa lítilli skvísu og því fannst mér þessi klassíska sjalalögun ekki passa.
Ég var búin að setja þessa uppskrift í favorites hjá mér á Ravelry og reyndar slatta af öðrum fallegum uppskriftum af sjölum og var því ekki lengi að velja uppskriftina. Garnið var bara valið út af því að þessi fjólublái litur er svo bjartur og fallegur... reyndar skilar hann sér ekki alveg nógu vel út á myndunum enda var síminn brúkaður og kvöldsólin aðeins að skemma fyrir birtunni en ég hafði ekki þolinmæði til að bíða lengur enda þarf ég að fara að gefa sjalið ;)
Uppskriftin er fín en hún er bæði skrifuð og með teikningum. Mér fannst mjög skemmtilegt að hekla þetta sjal en ég hef ekki heklað sjöl með þessum hætti áður en maður byrjaði á kantinum og svo var það heklað allt í einu og því fáir endar til að ganga frá :) Ég á örugglega eftir að hekla annað mun stærra handa mér sjálfri og örugglega eftir að hekla fleiri sjöl frá þessum hönnuði enda sjölin hennar gullfalleg :)
Garn: Heritage Silk frá Cascade Yarns
Heklunál: 3,5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/piquant