Nýárs snjókorn
Efni og áhöld:
1,5 mm heklunál
heklugarn nr. 10
Stærð: tæplega 12 cm frá armi til arms
Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
st = stuðull,
L = lykkja,
umf = umferð,
( ) x = hversu oft á að gera innihald svigans,
þrí-hnútur = 2 ll, (2 ll, kl. í 2. L frá nálinni) x 3, kl í næstu 2 ll.
Aðferð:
1. umf: 6 ll, tengja í hring með kl í 1. ll.
2. umf: 3 ll (telur sem st), * 1 ll, þrí-hnútur, 1 ll, st í hringinn, endurtaka frá * 5 sinnum til viðbótar en sleppið síðasta st í síðustu endurtekningunni og gerið kl í 3. ll í upphafi umf (samtals 6 þrí-hnútar).
3. umf: 3 ll (telur sem st), * stór armur gerður: 4 ll, kl í 2. L frá nálinni, 5 ll, kl í 2. L frá nálinni, 6 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 2 ll, þrí-hnútur, (unnið niður arminn aftur) 4 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 2 ll, kl í næstu ll fyrir neðan, 2 ll, kl í 2. L frá nálinni, 1 ll, kl í 2. ll af 3 ll sem eru á milli hnútanna tveggja í fyrri helmingi armsins (efri tígullinn gerður), 3 ll, kl í 2. L frá nálinni, 2 ll, kl í toppinn á st sem var gerður (neðri tígullinn gerður), minni armur gerður: 4 ll, þrí-hnútur, 4 ll, st í næsta st úr fyrri umf, endurtaka frá * 5 sinnum til viðbótar en sleppið síðasta st í síðustu endurtekningunni og gerið kl í 3. ll í upphafi umf sem er þar sem fyrsti armurinn byrjar (samtals 6 stórir armar og 6 minni armar). Klippið og gangið frá endum.
Stífið svo snjókornið eftir myndinni með þeim hætti sem ykkur líkar, en ég nota sykurvatn til þess (leysi upp í jöfnum hlutföllum strásykur og sjóðandi vatn). Skapalón eru nauðsynleg að mínu mati til að hjálpa við að hafa snjókornin bein. Í þessu tilfelli notaði ég 6 arma skapalón og ég vinn mig út frá miðjunni en mér fannst gott að móta stjörnuna áður en ég fór að strekkja á örmunum.
© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta án míns samþykkis.
Hér er svo linkur á uppskriftina á Ravlery fyrir þau ykkar sem eru þar:
http://www.ravelry.com/patterns/library/new-year-snowflake