31. desember 2014

Gleðilegt ár! - uppskrift að snjókorni

Mig langar til að gefa lesendum bloggsins míns smá gjöf sem er snjókornauppskrift eftir mig :) Ég vona að ykkur líki við hana en þetta er frumraun mín í að hanna heklað snjókorn. Ég er búin að hekla svo mörg falleg snjókorn eftir Deborah Atkinson að mig langaði til að prófa að hanna eitt sjálf. Ég perlaði snjókorn um daginn með frændsystkinum mínum sem ég var mjög ánægð með og var það fyrirmynd mín að þessu snjókorni :)

Heklað snjókorn - Nýárs snjókorn
Nýárs snjókorn 

Efni og áhöld:
1,5 mm heklunál
heklugarn nr. 10

Stærð: tæplega 12 cm frá armi til arms

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
st = stuðull,
L = lykkja,
umf = umferð,
( ) x = hversu oft á að gera innihald svigans,
þrí-hnútur = 2 ll, (2 ll, kl. í 2. L frá nálinni) x 3, kl í næstu 2 ll.

Aðferð:
1. umf: 6 ll, tengja í hring með kl í 1. ll.

2. umf: 3 ll (telur sem st), * 1 ll, þrí-hnútur, 1 ll, st í hringinn, endurtaka frá * 5 sinnum til viðbótar en sleppið síðasta st í síðustu endurtekningunni og gerið kl í 3. ll í upphafi umf (samtals 6 þrí-hnútar).

3. umf: 3 ll (telur sem st), * stór armur gerður: 4 ll, kl í 2. L frá nálinni, 5 ll, kl í 2. L frá nálinni, 6 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 2 ll, þrí-hnútur, (unnið niður arminn aftur) 4 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 2 ll, kl í næstu ll fyrir neðan, 2 ll, kl í 2. L frá nálinni, 1 ll, kl í 2. ll af 3 ll sem eru á milli hnútanna tveggja í fyrri helmingi armsins (efri tígullinn gerður), 3 ll, kl í 2. L frá nálinni, 2 ll, kl í toppinn á st sem var gerður (neðri tígullinn gerður), minni armur gerður: 4 ll, þrí-hnútur, 4 ll, st í næsta st úr fyrri umf, endurtaka frá * 5 sinnum til viðbótar en sleppið síðasta st í síðustu endurtekningunni og gerið kl í 3. ll í upphafi umf sem er þar sem fyrsti armurinn byrjar (samtals 6 stórir armar og 6 minni armar). Klippið og gangið frá endum.

Stífið svo snjókornið eftir myndinni með þeim hætti sem ykkur líkar, en ég nota sykurvatn til þess (leysi upp í jöfnum hlutföllum strásykur og sjóðandi vatn). Skapalón eru nauðsynleg að mínu mati til að hjálpa við að hafa snjókornin bein. Í þessu tilfelli notaði ég 6 arma skapalón og ég vinn mig út frá miðjunni en mér fannst gott að móta stjörnuna áður en ég fór að strekkja á örmunum.

 © Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta án míns samþykkis.

Hér er svo linkur á uppskriftina á Ravlery fyrir þau ykkar sem eru þar:
http://www.ravelry.com/patterns/library/new-year-snowflake

Happy new year! - Snowflake pattern

I wanted to give the readers of my blog a little present... a snowflake pattern made by me :) I hope you like it but it's my first attempt to design a crochet snowflake pattern. I have been crocheting so many of Deborah Atkinson beautiful snowflakes that I wanted to try for myself. I was inspired by a one I made with Hama beads a while ago when I was beading with my nieces :)

Crochet snowflake - free pattern

A new year snowflake
Materials:
1,5 mm hook,
size 10 crochet yarn

size: approximately 12 cm from point to point.

Abbreviations (US terms):
ch = chain,
sl st = slip stitch,
sc = single crochet,
dc = double crochet,
rnd = round,
( ) x = how many times you do what parentheses contains,
tri-picot = ch 2, (ch 2, sl st in 2nd ch from hook) x 3, sl st in next 2 ch.

Instructions:
Round 1: ch 6, sl st into 1st ch.

Round 2: ch 3 (counts as dc), * ch 1, tri-picot, dc into ring, repeat from * 5 times more, omitting last dc of final repeat, sl st in 3rd ch of starting ch 3 (total 6 tri-picots).

Round 3: ch 3 (counts as dc), * bigger arm made: ch 4, sl st in 2nd ch from hook, ch 6, sl st in 2nd ch from hook and in next 2 ch, tri-picot, (worked back down arm) ch 4, sl st in 2nd ch from hook, ch 4, sl st in 2nd ch from hook and in next 2 ch,  sl st in next ch below, ch 2, sl st in 2nd ch from hook, ch 1, sl st in 2nd ch (of 3) between the two picots (upper diamond made), ch 3, sl st in 2nd ch from hook, ch 2, sl st in top of dc made (lower diamond made), smaller arm made: ch 4, tri-picot, ch 4, dc into next dc from previous rnd, repeat from * 5 times more, omitting last dc of final repeat, sl st in 3rd ch of starting ch 3 which is where the first arm begins (total 6 bigger arms and 6 smaller ones). Bind off and weave in ends.

Stiff and block your snowflake, I used sugar water (50/50 sugar and boiling water). I think templates are necessary so your snowflake will be straight. I used a 6 arm template and I think it’s best to start in the middle and work from there. I think it's good to pin the star before starting on the bigger arms.

© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - you may not copy this pattern in any way (for example translating) without my permission.

Here is a link to the pattern for those who are using Ravelry:
http://www.ravelry.com/patterns/library/new-year-snowflake

14. desember 2014

Föndrað í desember

Heklað utan um krukkur

Ég tók í dag myndir af nýjustu krukkunni sem ég var að hekla utan um og setti inn á Facebooksíðuna en svo langaði mig að bæta við einni mynd af henni í myrkri því að mér finnst skugginn af henni vera geðveikur... þannig að ég endaði bara á að taka fullt af myndum og skella í einn bloggpóst enda er ég búin að vera frekar löt að blogga :)

Hekluð krukka og heklaðar bjöllur

Flottur skuggi af heklinu

Ég sem sagt datt í heklgírinn í desember og var sko ekkert að hekla jólagjafir handa neinum heldur bara kósídót handa mér :) Mér datt í hug að hafa heklaðar hvítar krukkur á bakka og langaði að hekla úr fínna garni en ég hafði gert. Þrjár þeirra sem sjást hérna eru úr Satúrnus garninu og sú nýjasta er úr Solberg garni.

Heklaðar krukkur á bakka

Hér er svo mynd af bakkanum en núna langar mig bara í hvítar krukkur þannig að ég á örugglega eftir að hekla fleiri úr Solberg garninu ;) Hinar krukkurnar heklaði ég úr Satúrnus garninu en mér fannst það ekki nógu fínlegt.

Í fyrra var ég með fullt af hekluðum snjókornum í gluggunum og svo hafði ég heklað utan um nokkrar jólakúlur sem héngu á trénu ásamt nokkrum hekluðum stjörnum sem ég keypti í IKEA. Þannig að þegar ég byrjaði að tína fram smá skraut þá langaði mig svolítið til að halda í hvítt heklþema um jólin. Ég dró því fram hekluðu jólabjöllurnar sem voru það fyrsta sem ég heklaði eftir að ég lærði að hekla fyrir tæpum fimm árum (og var ástæðan fyrir að ég skellti mér á heklnámskeið eins og ég hef nú áður skrifað um) og skellti ofan á grenilengju. Ég varð auðvitað að draga fram uppskriftina og hekla nýjar bjöllur í hinn gluggann svo að þetta gæti verið í stíl. Ég þurfti reyndar að skipta um seríu þar sem hin var með hvítri snúru en þá var svo svakalega stutt á milli peranna í 10 ljósa seríunum þannig að ég keypti 20 ljósa en setti þá bara bjöllur á aðra hverja peru. Þá fannst mér þessar gömlu vera ekki nógu hvítar eins og nýju bjöllurnar þannig að þá bara varð maður að hekla fleiri bjöllur en ég tók bara Game of Thrones maraþon á meðan :)

Heklaðar bjöllur og greni

Hekluðu bjöllurnar skreyta svo mikið að mér fannst eiginlega ekki pláss fyrir mikið meira en nokkra köngla og pínku pons skraut :)

Glugginn minn

Jól 2014 - báðir gluggarnir

Skellti einni mynd af gluggunum mínum svo að þið sjáið afhverju ég gat ekki verið með "gular" bjöllur öðrum megin en það sást þó meira í dagsbirtunni ;)

Bjöllur:
Garn: Solberg 12/4
Heklunál: 1,75 mm
Uppskrift: https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advtype=59&advid=16385444

Krukkur:
Garn: Satúrnus og Solberg 12/4
Heklunál: 2,5 mm og 1,75 mm
Uppskrift: engin