19. janúar 2015

Heklaðar gardínur

*hóst* þetta verkefni hófst 17. maí 2013 (allt Ravelry að þakka að ég get nefnt nákvæma dagsetningu) og átti þetta fyrst að verða dúkur á borðstofuborðið... svo fannst mér garnið vera fullgróft til að vera dúkur og þá datt mér hug að þetta yrði flott sem rúmteppi... en svo leið og beið og ég fékk leið á þessu verkefni og greip ansi sjaldan í það... þá datt mér í hug að klippa stykkið í sundur (með tilheyrandi frágangsvinnu að ég held að ég hefði verið fljótari að hekla bara nýtt) og nota sem gardínur á baðið :)

Heklaðar gardínur á baðið


Hekluð gardína

Ég á svo slatta af dúllum til viðbótar sem ég veit ekki hvað ég geri við... amk er ég mjög glöð með að vera komin með fínar baðgardínur og þá er bara að koma sér í að byrja einhvern tímann á því að hekla gardínur í eldhúsið sem ég hélt að yrði mitt fyrsta verk eftir að ég væri flutt... en það er bara alltaf eitthvað annað sem glepur :)

Garn: Satúrnus
Heklunál: 2,5 mm
Uppskrift: Prjónablaðið Ýr nr. 43