Ég er aðeins byrjuð að skreyta fyrir jólin... ég vil vera búin að setja upp ljósin svolítið snemma til að njóta lengur... jólatréð kemur samt ekki upp fyrr en á Þorláksmessu eða nokkrum dögum fyrr ;)
Ég keypti lítið sætt jólatré í IKEA sem ég ætlaði að setja á arininn en ég er búin að vandræðast með í hvernig pott ég gæti sett það. Ég keypti blómapott í IKEA en mér finnst þetta ekki alveg vera að gera sig.
Ég ætla að vera með hvítt heklþema aftur í ár... já vel á minnst ég þarf að fara að drífa mig í að hekla fleiri bjöllur til að setja á seríur til að setja í glugga og á jólatréð... en það er vonandi nægur tími til stefnu.. en já þar sem ég er með hvítt heklþema þá ákvað ég að hekla poka utan um jólatrésfótinn eða pottinn.
Ég er bara nokkuð sátt... kannski er hann aðeins of stór en það er þó betra en að hann væri aðeins of lítill... finnst þetta amk mun flottara en venjulegur blómapottur :)
Garn: King Cole Cottonsoft
Heklunál: 4,0 mm
Uppskrift: engin