24. september 2017

Ljósmóðurteppið #2

Vá þetta er fyrsta bloggfærsla ársins. Ég hef lítið verið í að föndra á árinu enda komin með nýtt áhugamál sem er búið að eiga hug minn allan... en það er ég sjálf en ég ákvað í byrjun þessa árs að breyta um lífstíl :) Hvað um það þá er ég samt ekkert hætt í handavinnunni heldur bara afkasta ég mun minna en ég hef gert áður.

Mér finnst nauðsynlegt að hafa eitthvað í höndunum þegar ég horfi á sjónvarpið og því ákvað ég að skella í eitt ljósmóðursteppi en ég hafði áður gert eitt slíkt. Ég hafði séð teppi þar sem búið var að þræða silkiborða í slíkt og ákvað ég því að gera eitt slíkt.


Það er ótrúlega fljótlegt að hekla þetta teppi og ætli ég bara endi ekki með lager ef ég finn mér ekki eitthvað annað til að hekla... en það er ótrúlegt hvað silkiborðinn setur mikinn svip á teppið að mér finnst ;)


Kantinn ætlaði ég að gera úr bókinni Around the Corner - Crochet Borders eftir Edie Eckman en hætti svo við að halda áfram þegar ég var búin með fyrstu umferðina því að mér fannst þetta bara vera nóg :)


Garn: King Cole Big Value Baby DK
Heklunál: 4,0 mm
Uppskrift: http://littlemonkeyscrochet.com/call-the-midwife-inspired-baby-blanket-free-pattern/