1. apríl 2011

Lopapeysa handa Sylvíu

Annar Loki tilbúinn. Mér finnst æði að prjóna peysurnar svona ofan frá og niður. Ekkert mál að síkka ermarnar ef þær passa ekki alveg :)
Ég ætlaði upphaflega að prófa að prjóna peysuna úr tvöföldum plötulopa þar sem mér fannst bleiki plötulopinn mun fallegri... ég hafði einhvers staðar séð að einhverjar voru að fá sömu prjónafestu og með léttlopanum... well... það er nú ekki þannig hjá mér. Ég gerði prjónafestuprufu og var að fá 15 L á prjóna 4,5 mm. Ég ákvað samt að prófa og sjá hversu of stór hún yrði... ó mæ... hún hefði örugglega passað á sex ára :)

Garn: Léttlopi
Prjónar: 3,5 og 4,5 mm 
Heklunál: 4,0 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/loki-20 (http://knittingiceland.is/2010/12/14/loki-a-free-pattern/?lang=is)

0 comments:

Skrifa ummæli