28. júní 2011

Skorradalssjal

Var í útilegu í Skorradalnum og prjónaði mér sjal... elska að prjóna eða hekla í útilegum :) Þetta er fyrsta sjalið sem ég geri eftir útlenskri uppskrift (hafði nú reyndar byrjað á Haruni sjali en ég er í fýlu út í garnið... þarf samt að fara að klára það) en þetta sjal er mjög einfalt og mjög gott til að byrja á :)

Garnið sem ég notaði var sokkagarn sem ég keypti í London í maí... elska litinn en ég keypti nú tvær dokkur af þessu en það fór rétt tæp ein dokka (100 g) af garninu í sjalið... kannski maður prjóni sér sokka í stíl hahaha




Prjónar: 4,0 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/holden-shawlette

15. júní 2011

Lopahúfa og vettlingar með áttblaðarósinni

Ég átti svo mikinn afgang af lopa eftir að ég prjónaði lopapeysuna Valdísi að ég mátti til með að skella í húfu og vettlinga... enda sumarið búið að vera fremur svalt að undanförnu... þetta á eftir að koma sér þrusuvel í útilegunum í sumar :) Reyndar hefði ég viljað setja stjörnuna úr mynstrinu af Valdísi á vettlingana en þá hefðu þeir verið of stórir :) En litirnir passa við svo að þetta gengur vel við peysuna :)





Garn: Tvöfaldur plötulopi
Prjónar: vettlingar: 4,0 mm og 5,0 mm - húfa: 5,5 mm.
Uppskrift: Fleiri prjónaperlur

9. júní 2011

Fljúga hvítu fiðrildin...

... fannst vera kominn tími á að taka niður hekluðu snjókornin sem hanga í stofuglugganum... kannski kemur þá sumarið þegar þau fara niður og þessi hvítu fiðrildi fá að sveima fyrir innan gluggann :)




Garn:  Sandnes Garn Mandarin Petit
Heklunál: 3,0 mm og 2,5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/clouded-yellow-butterfly