Ég átti svo mikinn afgang af lopa eftir að ég prjónaði lopapeysuna Valdísi að ég mátti til með að skella í húfu og vettlinga... enda sumarið búið að vera fremur svalt að undanförnu... þetta á eftir að koma sér þrusuvel í útilegunum í sumar :) Reyndar hefði ég viljað setja stjörnuna úr mynstrinu af Valdísi á vettlingana en þá hefðu þeir verið of stórir :) En litirnir passa við svo að þetta gengur vel við peysuna :)
Garn: Tvöfaldur plötulopi
Prjónar: vettlingar: 4,0 mm og 5,0 mm - húfa: 5,5 mm.
Uppskrift: Fleiri prjónaperlur
0 comments:
Skrifa ummæli