Ég greip því þessa hálfkláruðu peysu sem ég byrjaði á fyrir rétt tæpu ári síðan en þar sem hún varð alltof stór (sjá þessa færslu) þá henti ég henni frá mér... núna var fínt að klára hana bara svona til að hafa eitthvað að gera yfir sjónvarpinu... hún passaði á sex ára frænku mína sem er alsæl með peysuna þó að ég þykist vita að hún hefði nú frekar viljað hafa hana fjólubláa... ég prjóna bara aðra handa henni í sumar úr léttlopa þar sem þessi hefði ekki mátt vera mikið minni :)
Garn: Plötulopi
Prjónar: 3,5 og 4,5 mm
Heklunál: 5,0 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/loki-20 (