13. mars 2012

Lopapeysa úr einföldum plötulopa

Það er brjálað að gera hjá mér í skólanum þessa dagana sem er agalegt því að þá hef ég svo lítinn tíma til hannyrða... er samt búin að prjóna Unni sem er úr einföldum plötulopa en mig er búið að langa til að prófa að prjóna úr einföldum plötulopa lengi. Ég byrjaði á ermunum til að tékka á prjónafestunni og fékk ég hana rétta þar... en svo þegar ég er komin með stærra stykki þ.e. búkinn þá fer ég að prjóna lausar... þannig að stærðin 4-5 ára varð eiginlega 5-6 ára ... þannig að frændi minn sem verður 5 ára í ágúst fær að eiga peysuna :)

Lopapeysa úr einföldum plötulopa - Unnur


Það kom á óvart hvað lopinn er í rauninni sterkur einfaldur en mér fannst hann samt vera svolítið þunnur í mynstrinu... og svo ákvað ég að hekla meðfram uppfitinu og affellingunni til að styrktar. Liturinn á peysunni er túrkis en kemur út á myndinni eins og strumpablár :)

Garn: Plötulopi
Prjónar: 3,5 og 4,5 mm
Uppskrift: Fleiri Prjónaperlur

0 comments:

Skrifa ummæli