Ég veit að ég á að vera að læra um Gauss-Jordan eyðingu og margt fleira en það er bara miklu skemmtilegra að hekla ;)
Mig langaði bara til að hafa eitthvað svona til að grípa í yfir sjónvarpinu og ákvað að hekla tuskur eða þvottapoka... keypti gróft bómullargarn í A4, fann uppskrift og byrjaði strax að hekla... hvað annað?
Uppskriftin er mjög einföld (eins og mottan mín) en ég breytti henni pínulítið því að ég ákvað að hekla kant í kringum með krabbahekli þar sem mér fannst vanta pínu punt :)
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með hvíta garnið þar sem í báðum dokkunum voru skærbleikir blettir á því. Ég lét mig samt hafa það að klára að hekla úr skárri dokkunni sem hafði hnút í bónus að auki... en ég elska grófleikann á bandinu :)
Garn: Marks & Kattens Victoria
Heklunál: 4,0 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/nubbie-scrubbies
25. janúar 2013
23. janúar 2013
Hekluð motta - ókeypis uppskrift
Ákvað að taka uppskriftina af hekluðu mottunni úr sölu og hafa hana ókeypis amk um tíma. Mikið væri nú gott ef allt í heiminum væri ókeypis :)
Væri gaman að fá að sjá myndir af ykkar mottum ef þið skellið í eina :)
Uppskriftina má nálgast hérna:
22. janúar 2013
Hekluð mús
Fékk þessa sætu bók í jólagjöf... en ég hafði bara einu sinni áður gert amigurumi... en það var skjaldbaka sem ég nota sem nálapúða.
Ég settist fyrir framan sjónvarpið í kvöld og bara varð að hekla eitthvað upp úr henni... fyrir valinu var þessi krúttlega mús...
Þegar ég fletti bókinni þá fannst mér á mörgum myndunum glitta ansi mikið í tróðið (stöffið inn í fígúrunum) hjá höfundi bókarinnar. Ég ákvað því að velja grófara garn en hélt mér við sömu heklunálastærð en valdi létt-lopa... músin er því þétthekluð en mér finnst það fallegra þegar verið er að hekla amigurumi fígúrur. Uppskriftin er mjög auðveld og vel skrifuð... og er afar fljótlegt að hekla músina. Sennilega fór mestur tíminn í að finna einhver augu :)
Garn: léttlopi
Heklunál: 4,0 mm
Uppskrift: Sugar mice úr Super-Cute Crochet: Over 35 Adorable Animals and Friends to Make
Þegar ég fletti bókinni þá fannst mér á mörgum myndunum glitta ansi mikið í tróðið (stöffið inn í fígúrunum) hjá höfundi bókarinnar. Ég ákvað því að velja grófara garn en hélt mér við sömu heklunálastærð en valdi létt-lopa... músin er því þétthekluð en mér finnst það fallegra þegar verið er að hekla amigurumi fígúrur. Uppskriftin er mjög auðveld og vel skrifuð... og er afar fljótlegt að hekla músina. Sennilega fór mestur tíminn í að finna einhver augu :)
Garn: léttlopi
Heklunál: 4,0 mm
Uppskrift: Sugar mice úr Super-Cute Crochet: Over 35 Adorable Animals and Friends to Make
13. janúar 2013
Heklað vintage teppi
Það var samhekl (CAL) inni á grúbbunni Handóðir heklarar á Facebook á svakalega fallegu teppi... ég var auðvitað alveg sjúk en ég gat bara ekki leyft mér að byrja á öðru teppi þar sem ég er með annað í vinnslu og svo var brjálað að gera í skólanum og stutt í prófin... þannig að ég hét á mig að ef mér myndi ganga vel í prófunum þá gæti ég heklað þetta teppi í jólafríinu :) Það gekk eftir og ég byrjaði að hekla á Þorláksmessu.
Það er verið að selja uppskrift af svona teppi og er ég með link á uppskriftina hér fyrir neðan. Ég veit auðvitað ekki alveg hvort að þetta sé eins þar sem ég fór ekki eftir neinni uppskrift heldur sá þetta bara út með því að skoða myndir af teppum inni á Ravelry.
Teppið er mjög skemmtilegt að hekla og fljótheklað ef þið notið ekki mjög fínlegt garn. Ég notaði einfaldan plötulopa en ég sá að nokkrar voru að nota hann í samheklinu og ég var mjög spennt... sérstaklega þar sem ég elska lopann og svo skemmir ekki verðið á honum heldur fyrir enda mjög dýrt að kaupa gæðagarn í teppi :) Ég notaði sjö liti og raðaði þeim á handahófskenndan hátt en þó ekki þannig að ljósu litirnir röðuðust saman. Ég notaði fjóra brúntóna liti, hvítan, fjólubláan og mosagrænan og finnst þetta koma mjög vel út.
Teppið er mjög létt og lipurt og ég mæli með plötulopanum... eina spurningin er hvernig endingin verður... en þá bara hekla ég bara fleiri enda sakna ég þess pínu að vera búin með það þar sem mér finnst þetta afar skemmtilegt mynstur. Teppið mitt er ca. 135 x 190 cm að stærð.
Garn: einfaldur plötulopi
Heklunál: 5,0 mm
Uppskrift: Ég fór ekki eftir neinni uppskrift en teppið er í líkingu við þetta teppi
http://www.ravelry.com/patterns/library/vintage-crocheted-throw--afghan
Viðbót 28.01.2013
Ég var að skoða teppi á Ravlery (já ég veit ég er teppasjúk) og sá þar uppskrift sem er ókeypis... en hún er ekki eins en samt svolítið svipuð:
http://www.ravelry.com/patterns/library/express-v-stitch-ripple-afghan
Það er verið að selja uppskrift af svona teppi og er ég með link á uppskriftina hér fyrir neðan. Ég veit auðvitað ekki alveg hvort að þetta sé eins þar sem ég fór ekki eftir neinni uppskrift heldur sá þetta bara út með því að skoða myndir af teppum inni á Ravelry.
Teppið er mjög létt og lipurt og ég mæli með plötulopanum... eina spurningin er hvernig endingin verður... en þá bara hekla ég bara fleiri enda sakna ég þess pínu að vera búin með það þar sem mér finnst þetta afar skemmtilegt mynstur. Teppið mitt er ca. 135 x 190 cm að stærð.
Garn: einfaldur plötulopi
Heklunál: 5,0 mm
Uppskrift: Ég fór ekki eftir neinni uppskrift en teppið er í líkingu við þetta teppi
http://www.ravelry.com/patterns/library/vintage-crocheted-throw--afghan
Viðbót 28.01.2013
Ég var að skoða teppi á Ravlery (já ég veit ég er teppasjúk) og sá þar uppskrift sem er ókeypis... en hún er ekki eins en samt svolítið svipuð:
http://www.ravelry.com/patterns/library/express-v-stitch-ripple-afghan