19. júlí 2013

Heklaðir sumarbústaðarsokkar

Ég er búin að vera í viku í sumarbústað í grenjandi rigningu þannig að ég hafði alveg smá tíma til að hekla og náði ég að hekla þessa sokka þar. Mig hafði lengi langað til að hekla fullorðinssokka en ég átti einmitt ágætt sokkagarn í garnhrúgunni minni sem ég hélt að væri kjörið í þetta.

Ég er haldin pínu fullkomnunaráráttu og mér finnst einhvern veginn finnst garnið ekki koma alveg nógu vel út í þessu og mér finnst táin ekki vera flott á sokkunum. Ég notaði einmitt þetta sama garn í Skorradalssjalið mitt og hefði betur bara gert annað sjal úr garninu ;) Ég kannski geri einhvern tímann aftur svona sokka og þá myndi ég hafa þá einlita ;)

Heklaðir sokkar


Uppskriftin er ágæt nema að þar sem þetta voru fyrstu hekluðu sokkarnir mínir þá var ég í vandræðum með að skilja hvernig hællinn var gerður... kannski var þetta ég eða þá að uppskriftin hefði mátt vera ítarlegri sem ég reyndar hallast frekar að ;) Mér persónulega finnst að uppskriftir eigi að vera skrifaðar þannig að þær eigi að gera ráð fyrir að það hafi ekki allir heklað/prjónað slíkan hlut áður. Ég þurfti því að rekja nokkrum sinnum upp og skoða myndir af öðrum verkum inni á Ravelry þar til ég náði þessu og þá var þetta auðvitað hlægilega auðvelt... er það ekki alltaf svoleiðis? ;)

Garn: Schoeller+Stahl Fortissima Shadow Color
Heklunál: 3,0 mm og 3,5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/twisting-lace-socks

18. júlí 2013

Er ekki kertaljósatíminn að renna upp?

Það er eitthvað svo dimmt þegar það rignir og rignir að ég held að kertaljósatíminn sé runninn upp eitthvað fyrr en vanalega þetta árið. Ég elska kertaljós og stóðst ekki mátið að bjóða fram krafta mína þegar það var verið að leita að einhverjum til að prufuhekla þessa uppskrift... enda eru krukkurnar hennar Elínar svo flottar :)

Heklað utan um krukku


Ég á örugglega eftir að gera fleiri svona krukkur enda sætt mynstur en ég myndi þá nota fínna garn og/eða minni nál til að fá þær þéttari. Ég teygði þessa svolítið til að hafa hana þétta á krukkunni og fyrir vikið var hún svolítið gisin... en samt svaka flott :)

Garn: ONline Filetta
Heklunál: 1,75 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/crocheted-jar-cover-3

9. júlí 2013

Umfjöllun í Húsfreyjunni

Í Húsfreyjunni sem var að koma út er umfjöllun og uppskriftir af hekluðu skyrdósunum mínum og hekluðu hitaplöttunum úr gömlum stuttermabolum.

Umfjöllun í Húsfreyjunni

7. júlí 2013

Viltu eignast prjónamerki?

Ég ákvað að gefa einhverjum heppnum sem líkar við Facebooksíðuna prjónamerki að eigin vali... ef þig langar að eiga möguleika á því þá þarftu að líka við Facebooksíðuna og skrifa svo komment undir færsluna og þá ertu með í pottinum :)

Hér kemstu beint á færsluna á Facebooksíðunni:
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=471349002958763&set=a.247474798679519.56219.247463768680622&type=1

Það virkar sem sagt ekki að kommenta við þessa bloggfærslu ;)

6. júlí 2013

Prjónamerki til sölu

Ég var að bæta við lagerinn minn af prjónamerkjum þar sem sumir litir voru búnir. Ég ákvað í kjölfarið að bjóða líka upp á mismunandi liti saman í pakka. En það gæti verið sniðugt að kaupa svona pakka með hinum ef þið viljið t.d. merkja upphafslykkju með öðrum lit eða bara fyrir þá litaglöðu:)

Marglituð prjónamerki til sölu # 11

Marglituð prjónamerki til sölu # 10

Þið getið séð öll prjónamerkin hér undir til sölu eða á Facebook síðunni.