Ég er haldin pínu fullkomnunaráráttu og mér finnst einhvern veginn finnst garnið ekki koma alveg nógu vel út í þessu og mér finnst táin ekki vera flott á sokkunum. Ég notaði einmitt þetta sama garn í Skorradalssjalið mitt og hefði betur bara gert annað sjal úr garninu ;) Ég kannski geri einhvern tímann aftur svona sokka og þá myndi ég hafa þá einlita ;)
Uppskriftin er ágæt nema að þar sem þetta voru fyrstu hekluðu sokkarnir mínir þá var ég í vandræðum með að skilja hvernig hællinn var gerður... kannski var þetta ég eða þá að uppskriftin hefði mátt vera ítarlegri sem ég reyndar hallast frekar að ;) Mér persónulega finnst að uppskriftir eigi að vera skrifaðar þannig að þær eigi að gera ráð fyrir að það hafi ekki allir heklað/prjónað slíkan hlut áður. Ég þurfti því að rekja nokkrum sinnum upp og skoða myndir af öðrum verkum inni á Ravelry þar til ég náði þessu og þá var þetta auðvitað hlægilega auðvelt... er það ekki alltaf svoleiðis? ;)
Garn: Schoeller+Stahl Fortissima Shadow Color
Heklunál: 3,0 mm og 3,5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/twisting-lace-socks