2. september 2015

Heklað ungbarnateppi


Heklað ungbarnateppi

Þetta teppi var gjöf handa fallegri prinsessu sem fæddist í síðasta mánuði og þar sem ég búin að gefa það þá get ég loksins bloggað um það. Það lá við að ég hætti við í miðju kafi út af öllum endunum sem ég þurfti að ganga  frá en mér fannst það svo fallegt að það var alveg fyrirhafnarinnar virði :)

Heklað teppi

Ég hef áður heklað teppi með þessu mynstri eða eiginlega tvö... en þau voru annars vegar úr einföldum plötulopa og hins vegar úr tvöföldum. Þannig að þetta var mun fíngerðara en hin :) Ég prufaði líka að hafa mismunandi gróft garn og mér fannst það alls ekki koma illa út :) Ég elska hvað þetta er fallega bleikt og sætt.

Teppið útbreitt

Það er rosalega erfitt að taka flotta mynd með fínum bakgrunni af teppum... en læt þessa samt fylgja til að sýna teppið í heild sinni. Stærðin var ríflega 70 x 90 cm.

Garn: Kartopu Basak og Kartopu Junior Soft
Heklunál: 4,0 mm
Uppskrift: Ég kunni mynstrið en þegar ég var að spá í kantinum þá fann ég hér svipaða uppskrift: http://www.petalstopicots.com/2014/10/v-stitch-crochet-ripple-afghan-pattern/

0 comments:

Skrifa ummæli