2. mars 2018

Röndóttir vettlingar handa frænda


Sex ára frændi minn kom í heimsókn til mín um síðustu helgi og pantaði hjá mér vettlinga og þeir áttu að vera röndóttir bláir og svartir... og auðvitað prjónaði frænka svoleiðis vettlinga handa honum :)


Ég notaði uppskrift sem heitir Fluguvettlingar fyrir 4-10 ára en breytti aðeins því að ég notaði tvöfaldan plötulopa og gerði því stærstu stærðina... þeir smellpössuðu en hefðu mátt kannski vera örlítið stærri ef eitthvað er... þannig að ætli ég prjóni ekki fleiri vettlinga handa honum og svo pantaði systir mín ullarsokka á hann... þannig að ég sé alveg fram á smá dund á næstunni :)


Garn: tvöfaldur plötulopi
Prjónar: 4,0 mm og 5,0 mm
Uppskrift: Fluguvettlingar fyrir 4-10 ára við bókina Vettlingar og fleira

0 comments:

Skrifa ummæli