2. ágúst 2020
Prjónað vesti
Þetta vesti var ég að gefa bara í gær en önnur frænka mín bað mig að prjóna á sig vesti sem átti ekki að vera með v-hálsmáli og átti að vera stutt. Þar sem frænka mín býr ekki á landinu þá gat ég ekki fengið hana til að máta. Ég byrjaði á að finna uppskrift til að styðjast við en ég valdi fíngerðara garn þar sem hún er bara 12 ára og vestið þurfti því að vera ca í stærð XS😊
Ég studdist því við uppskriftina og miðaði lykkjufjöldann í stærð S en svo þurfti ég að breyta nánast öllu öðru... en það varð að vera styttra og því þurfti ég líka að finna bara út úr ca hvenær ég átti að byrja á handveginum og hálsmálinu og svo varð ég líka að hafa axlirnar aðeins mjórri. Þegar hún kom svo til landsins þá kom í ljós að vestið var of stutt og handvegurinn að mínu mati pínu of þröngur þannig að ég rakti upp og bætti við 6 umferðum og þá passaði það fínt.
Eina sem ég er ekki sátt við að mér finnst allt önnur áferð á þegar ég prjóna fram og til baka eða í hring... þarf kannski að æfa mig meira í því 😎
Garn: King Cole Anti-Tickle Merino Blend DK
Prjónar: 4,5 og 5,0 mm
Uppskrift: College Days
0 comments:
Skrifa ummæli