12.12.12 Snowflake - Íslensk þýðing

Heklað snjókorn - uppskrift

12.12.12 Snowflake

Höfundur af þessari uppskrift er Deborah Atkinsson (http://www.snowcatcher.net/). Uppskriftin er þýdd og birt hér með leyfi höfundar. Það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta nema með leyfi höfundar.

Upprunaleg uppskrift:
http://www.snowcatcher.net/2012/12/snowflake-monday_24.html
Uppskriftin á Ravlery:
http://www.ravelry.com/patterns/library/121212-snowflake

Mælt með: heklugarn nr. 10 og 1,25 mm heklunál (1,5 mm á Ravlery).

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja, 
fl = fastalykkja, 
hst = hálfstuðull,
st = stuðull,
tbst = tvöfaldur stuðull,
llb = loftlykkjubogi,
sl = sleppa

ATHUGIÐ! Þegar höfundurinn talar um að endurtaka frá * X sinnum þá þýðir það í raun að þið gerið þetta einu sinni og svo eigið þið að endurtaka það sem þið voruð að gera X sinnum til viðbótar. Dæmi: endurtakið frá * 4 sinnum þýðir að þið gerið hlutinn 5 sinnum.

Aðferð:
Gerið galdralykkju.

1. umf: 2 ll (telur sem 1 st), 2 st í hringinn, *1 ll, 3 st í hringinn; endurtaka frá * 4 sinnum; 1 hst í 2. ll af byrjunar 2 ll til að mynda síðasta 1 ll llb umferðarinnar. Ekki þrengja galdralykkjuna of mikið.

2. umf: 2 ll (telur sem 1 st), 1 st í sama bil, *2 st í næsta 1 ll llb, 3 ll, 2 st í sama bil; endurtaka frá * 4 sinnum; 2 st í sama bil og byrjunar st, 1 ll, 1 st í 2. ll af byrjunar 2 ll til að mynda síðasta 3 ll llb umferðarinnar.

3. umf: 5 ll (telur sem 1 st og 3 ll), 1 fl í 2. lykkju frá nálinni, 1 ll, *3 st-hópur (bregða bandinu upp á og draga upp lykkju, bregða bandinu upp á og draga í gegnum 2 lykkjur á nálinni 3 sinnum, bregða bandinu upp á og draga í gegnum allar 4 lykkjurnar á nálinni) í gatið á milli næstu tveggja 2 st-hópa, 3 ll, 1 fl í 2. lykkju frá nálinni, 1 ll, 1 st í næsta 3 ll llb, 6 ll, 1 st í sama bil, 3 ll, 1 fl í 2. lykkju frá nálinni, 1 ll; endurtaka frá * 4 sinnum; 3 st-hópur í gatið á milli næstu tveggja 2 st-hópanna, 3 ll, 1 fl í 2. lykkju frá nálinni, 1 ll, 1 st í næsta 3 ll llb, 2 ll, 1 tbst í 2. ll af byrjunar 5 ll til að mynda síðasta 6 ll llb umferðarinnar.

4. umf: 2 ll (telur sem 1 st), 2 st í sama bil, *2 hst í sama bil, 1 fl í sama bil, 7 ll, kl í 2. lykkju frá nálinni, 1 fl í næstu ll, 1 hst í næstu ll, 1 st í næstu ll, 3 ll, 1 fl í næsta 6 ll llb, 2 hst í sama bil, 5 st í sama bil; endurtaka frá * 5 sinnum, en sleppa síðustu 3 st í síðustu endurtekningunni; kl í 2. ll af byrjunar 2 ll.

5. umf: 3 ll (telur sem 1 st), 2 st í sömu lykkju og kl, *4 ll, 1 fl í 2. lykkju frá nálinni, 5 ll, 1 st í 3. lykkju frá nálinni, 4 ll, 1 fl í 2. lykkju frá nálinni, 2 ll, 3 st í miðju (þriðja) st af næsta 5 st-hóp, 5 ll, 1 fl í 5. lykkju frá nálinni, 6 ll, kl í fl, 4 ll, kl í fl, 3 st í sama st; endurtaka frá * 5 sinnum, en sleppa síðstu 3 st í síðustu endurtekningunni, kl í 2. ll af byrjunar 2 ll; klippa. Ganga frá endum.

Þýðing: Ólöf Lilja Eyþórsdóttir

0 comments:

Skrifa ummæli