Sýnir færslur með efnisorðinu Verslað erlendis. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Verslað erlendis. Sýna allar færslur

23. mars 2013

Yndislegt garn frá Knit Picks

Ég er sjalaóð... og núna finnst mér ekkert fallegra en lace sjöl... eftir að ég heklaði Miðnætursumarsjalið mitt :) Garnið í því var samt tæpt enda hef ég þurft að laga það tvisvar :/ En ég er búin að birgja mig upp af garni en maðurinn minn var að koma frá Ameríku og ég pantaði garn og lét senda það á hótelið sem hann gisti á (finnst ég vera rosalega sniðug) ;)

Hér er svo mynd af þessari dásemd:

Yndislegt garn frá Knit Picks

Ég hefði auðveldlega getað fyllt töskuna hans en ég varð bara að velja mína uppáhaldsliti... þetta eru þrjár tegundir og tveir litir úr hverri tegund en í sumum tegundum var ekkert rosalega mikið úrval... hefði t.d. alveg viljað meira af bleikum því að það er minn litur ;) Þetta er garn í sjö sjöl... en mamma pantaði bleikt sjal og þess vegna er tvöfaldur skammtur af bleika garninu ;)

Svo er bara spurning hvenær ég hef tíma til að hekla úr þessu... en það verður amk ekki fyrr en eftir próf! Þó að það sé freistandi að byrja að hekla núna um páskana ;) En þangað til get ég klappað því (eða eftir tvo daga þegar það kemur úr frystinum... vil vera viss um að það komi engir ferðafélagar með hehehe) og spáð í hverju þeirra ég eigi að byrja á :)

Ef þið eruð að spá í hvaða týpur og litir þetta eru þá er þetta það sem ég keypti:

Gloss Lace - litir: Lilac & Marina (lengst til hægri á myndinni)
http://www.knitpicks.com/yarns/Gloss_Lace_Yarn__D5420172.html

Shadow Tonal - litir: Springtime & Summer Blooms (fyrir miðju á myndinni)
http://www.knitpicks.com/yarns/Shadow_Tonal_Lace_Yarn__D5420166.html

Shimmer - litir: Elderberry & Shallows  (lengst til vinstri á myndinni)
http://www.knitpicks.com/yarns/Shimmer_Hand_Dyed_Lace_Yarn__D5420112.html

18. maí 2011

Verslað í London

Skrapp á tónleika í London og kíkti auðvitað í leikhús og í búðir í leiðinni :) Aldrei þessu vant þá fór ég inn í allar bókarbúðir sem ég fann og leitaði líka að föndurbúðum... verslaði svolítið en hefði alveg verið til í að kaupa allan heiminn :)


Ég ákvað að skella inn einni færslu þar sem ég fann nú ekki mikið þegar ég var að googla prjónabúðir og föndurbúðir í London.

All the Fun of the Fair er pínkuponsu búð sem selur garn og smáhluti og er nálægt Regent Street við Oxford Street. Ég ætlaði aldrei að finna búðina... en næsta gata á bakvið Hamley´s við Regent Street heitir Kingly Street en búðin stendur við Kingly Court sem er eiginlega á bak við Kingly Street.... maður kemur inn í svona port með veitingahúsum og búðum og svo eru svalir með búðum og búðin er uppi á þriðju hæð :)

John Lewis á Oxford Street selur fullt fullt af garni, prjónum, tölum, perlum, tvinna og ég veit ekki hvað og hvað :)

Loops í Islington sýndist mér vera lítil búð... ég tók metróið þangað en kom að luktum dyrum... búðin er lokuð á mánudögum *sniffsniff*... mun pottþétt kíkja þangað þegar ég fer næst til Lundúna. Lestarstöðin heitir Angel og tilheyrir Northern line (svarta leiðin).

Þetta er það sem ég fann af föndurbúðum í þessari ferð minni til Lundúna... ef einhver veit um fleiri sem eru í hjarta Lundúna þá megið þið endilega láta mig vita :)