10. apríl 2012

Fleiri skreytt kerti

Ég gat ekki hætt að föndra í gær og föndraði því fleiri kerti... þetta er afraksturinn:

Kerti sem verður eins og lugt þegar það brennur

Föndrað kerti

Skreytt kerti

Þetta síðasta er minna en hin kertin... hins vegar þurfti ég að eyða heilu blaði í það þar sem hálft A4 dugði ekki utan um það... því að ég læt samskeytin fara vel yfir svo að það mun ekki leka með þeim. Er samt að spá í að láta myndirnar ekki ná uppfyrir brúnina á kertinu en ég hélt kannski að það væri betra... amk er flottara að hafa ekki brúnina uppfyrir á meðan kertin eru ónotuð.

Ég hafði kveikt á fyrsta kertinu sem ég gerði í marga klukkutíma í gær og það var ekki komið niður neitt að ráði... ég mun smella inn mynd þegar það fer að brenna niður til að sýna hvernig kertið verður eins og lugt :) Aldrei þessu vant þá fannst mér kertið ekki brenna nógu hratt ;)  

Viðbót 29.11.2012:
Vegna fjölda fyrirspurna sem ég hef fengið þá ætla ég að skella bara svarinu hingað inn. Spurt hefur sem sagt hvar ég hafi fundið myndir til að setja á kertin. Svarið við því er að ég bara gúgglaði og gúgglaði. Yfirleitt þá myndaleitaði ég með orðinu vintage t.d. vintage postcards og vintage child :)

1 comments:

Nafnlaus sagði...

Mjög falleg kerti hjá þér :)

Skrifa ummæli