18. maí 2012

Heklaðir smekkir

Litlum frænda mínum vantaði smekki og þar sem hann er átta mánaða þá fannst mér Tinnu-smekkurinn vera of lítill.

Ég prófaði því að hekla hringsmekk. Þegar ég var búin að gera hann samkvæmt uppskriftinni þá fannst mér hann alltof stuttur þannig að ég stækkaði hann. Mér finnst hann ekki vera nógu praktískur þar sem frændi er nú farinn að fá að borða þannig að ég gerði annan...

Heklaður hringsmekkur

... ég tel að hann sé mun stærri og praktískari... ef systur minni líkar vel við hann þá á ég örugglega eftir að hekla fleiri handa sæta frænda :)

Sætur heklaður smekkur

Hringsmekkur:
Garn: Trysil Garn Tuva Helårsgarn
Heklunál: 3,5 mm
Uppskrift: http://www.simnet.is/flytisida/pattar/smekkur-hekl.txt (uppskrift ekki lengur aðgengileg)

Röndótti smekkurinn:
Garn: Sandnes Garn Mandarin Petit
Heklunál: 3,0 mm.
Uppskrift: engin

1 comments:

Elín sagði...

Seinni smekkurinn er MJÖG svo svalur. Finnst kannturinn utan um hann gera svakalega mikið fyrir hann.

Skrifa ummæli