Ég prófaði núna að ganga ekki frá endunum í mynstrinu heldur draga þá í gegnum miðjuna og sauma svo... þannig að ég varð að klippa, sauma og hekla fyrir þvott... það heppnaðist bara fínt :) Mjög fínt að spara sér að ganga frá öllum endunum ;)
Ég fékk fína æfingu í að lykkja saman í þessum galla... auðvitað þurfti að lykkja saman undir höndum en við bættist að lykkja saman á hettu og í klofi :) Ef einhver er að leita að aðferð til að lykkja saman þá mæli ég með þessu myndbandi:
http://www.knittinghelp.com/video/play/kitchener-stitch
Ég prjónaði svo ullarsokka handa frænda í stíl við gallann en gerði þá hælalausa. Þá endast sokkarnir honum lengur því að ég hafði þá vel langa :)
Gallinn:
Garn: Tvöfaldur plötulopi
Prjónar: 4,5 og 5,5 mm
Heklunál: 5,0 mm
Uppskrift: https://www.facebook.com/Buffaloasa
Sokkarnir:
Garn: Tvöfaldur plötulopi
Prjónar: 5,5 mm
1 comments:
Frábær hjá þér takk takk
Skrifa ummæli