22. maí 2012

Lopagalli og spíralsokkar

Loksins er ég búin að ganga frá gallanum sem ég byrjaði á um páskana... en jú það var auðvitað svo mikið að gera í skólanum að ég hafði ekki tíma. Er alveg viss um að frændi verði svo sætur í þessum galla í útilegunum í sumar :)

Lopagalli 

Barnagalli úr lopa

Lopagalli bakhlið

Kinda mynstur

Kindamynstur bakhlið

Eins og sjá má á myndunum þá notaði ég ekki lamba tölurnar sem ég bjó til úr fimo leirnum. Þar sem frændi minn er orðinn ansi vel tenntur þó að hann sé ekki nema átta mánaða þá þorði ég ekki að setja þær á. Ég nefnilega prófaði að bíta í eina og hún brotnaði auðveldlega... þær verða því bara að bíða í eitthvað annað á stálpaða krakka :)

Ég prófaði núna að ganga ekki frá endunum í mynstrinu heldur draga þá í gegnum miðjuna og sauma svo... þannig að ég varð að klippa, sauma og hekla fyrir þvott... það heppnaðist bara fínt :) Mjög fínt að spara sér að ganga frá öllum endunum ;)

Ég fékk fína æfingu í að lykkja saman í þessum galla... auðvitað þurfti að lykkja saman undir höndum en við bættist að lykkja saman á hettu og í klofi :) Ef einhver er að leita að aðferð til að lykkja saman þá mæli ég með þessu myndbandi:
http://www.knittinghelp.com/video/play/kitchener-stitch

Ég prjónaði svo ullarsokka handa frænda í stíl við gallann en gerði þá hælalausa. Þá endast sokkarnir honum lengur því að ég hafði þá vel langa :)

Spíralsokkar - hælalausir ullarsokkar 

Gallinn:
Garn: Tvöfaldur plötulopi
Prjónar: 4,5 og 5,5 mm
Heklunál: 5,0  mm
Uppskrift: https://www.facebook.com/Buffaloasa

Sokkarnir:
Garn: Tvöfaldur plötulopi
Prjónar: 5,5 mm
Uppskrift: Sokkar og fleira

1 comments:

Ása Hildur sagði...

Frábær hjá þér takk takk

Skrifa ummæli