Mér finnst alveg svakalega gaman að geta endurnýtt hluti... s.s. eins og að hekla utan um krukkur. Ég ákvað að hekla poka utan um risa sjampó- og hárnæringarbrúsa til að hengja upp í útisturtunni og þá kviknaði hugmynd...
... ég var búin nefnilega að þræða blómabúðirnar að leita að blómapottum til að hengja utan á skjólvegginn hjá mér en hafði ekki fundið neitt nema að ég sá eina bastkörfu sem kostaði 7 þúsund kall og ég hefði þurft nokkrar... þess vegna er ég alsæl með þessa brilljant hugmynd mína en ég ákvað að hekla utan um skyrdósir.... slæ margar flugur í einu höggi... spara pening, næ að endurnýta hluti og skreyti í leiðinni fyrir Sumar á Selfossi sem verður í ágúst :)
Ég ákvað að hafa heklið mjög einfalt og fljótlegt því að ég ætla að hengja amk 10 svona blómapotta á skjólveginn hjá mér... þannig að ég þarf að borða mikið skyr á næstunni ;) Ég spreyja dósirnar hvítar því að heklið er svo gisið og hengi þá upp á króka :) Takið líka eftir flotta húsnúmerinu sem ég föndraði eitt sinn ;)
Garn: Mandarin petit
Heklunál: 3,5 mm
1 comments:
Tær snilld.
Skrifa ummæli