Ég hóf sem sagt strax handa við að byrja á eldhúsgardínum eftir að ég kláraði baðgardínurnar sem var það síðasta sem ég bloggaði um sem var í janúar! Ég er eiginlega búin með neðri kappann en er aðeins að hugsa hvort að ég vilji hafa þær alveg beinar eða smá rykkingu... og svo er stóra spurninginn hvort að ég fíli nokkuð að hafa tvo kappa :) Þannig að það verkefni er komið í smá bið. Ég á *hóst* ansi mörg verkefni sem eru á bið... hálfkláruð sjöl, hálkláruð teppi osfrv... ég ætla samt ekki að láta gardínuna fara í þann pakka... ég lofa ;)
Ég er svo líka búin að vera að hekla utan um krukkur annað slagið. Ég því miður hef ekki alltaf skrifað hjá mér hvaða heklunál ég notaði og hvar ég fann mynstrið en ég er að spá í að reyna að grafa þetta upp og skella inn bloggfærslum með krukkunum.
Best að byrja þá að skella inn þessari sem ég heklaði utan um í gær. Ég var ekki nógu ánægð með myndirnar en þær verða bara að duga að sinni. Mér finnst mér vanta einhvern fallegan bakgrunn svo að krukkurnar njóti sín... en þetta þarf ekkert að vera fullkomið er það nokkuð?
Þegar ég var að hekla mynstrið þá fannst mér það eitthvað kunnulegt og jú viti menn ég hafði heklað þetta áður þegar ég var að prufuhekla uppskrift... sem sagt ég á krukku með þessu mynstri en hún kom reyndar öðruvísi út vegna þess að ég notaði stærri heklunál og annað garn... og jú svo var auðvitað botninn og toppurinn öðruvísi.
Garn: Solberg Garn 12/4 Mercerisert
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: engin en mynstrið er #203 í The Complete Book of Crochet Stitch Designs
Læt eina aðra krukku fylgja sem ég heklaði um daginn sem fór í hjólhýsið en það er allt appelsínugullt í því þannig að hún var auðvitað í stíl við það ;)
Garn: Mandarin Petit
Heklunál: 2,5 mm
Uppskrift: http://fondrari.blogspot.com/2013/11/heklu-krukka-uppskrift.html
0 comments:
Skrifa ummæli