25. september 2015

Heklað hjarta

Hér kemur eitt sem ég heklaði í janúar en var loksins að stífa það um leið og ég gerði snjókornið :) Reyndar á ég tvö svona og ég hafði ákveðið að hengja þau í gluggann í stofunni og hengja kristal í þau... en ég er aðeins að melta þetta... en ég er þó amk búin að stífa þau ;) Stærðin er ca. 28,5 x 28 cm.

Heklað hjarta

Ég reyndar heklaði fleiri en tvö... það fyrsta var úr DMC Babylo nr. 10 og notaði ég 1,75 mm heklunál en mér þótti það vera of lítið... næsta sem ég heklaði var eins og þessi nema ég ákvað að prófa að stífa það með útþynntu trélími... auðvitað tímdi ég ekki að nota títuprjónana mína í límið og fór og keypti nýja en gat ekki séð á umbúðunum hvort að þeir væru ryðfríir eða ekki... óþolinmóða ég gat auðvitað ekki gert prufu og auðvitað voru þeir ekki ryðfríir... það hjarta fór því í ruslið reyndar ekki fyrr en ég stífaði þessi og var það orðið tölvuvert gulnað... ætla sko ekki að nota lím aftur því að mér finnst það vera svo subbulegt ;)

Garn: Satúrnus
Heklunál: 2,0 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/whimsical-heart-doily

3 comments:

Unknown sagði...

er einhver með þessa á íslensku

Hafrún sagði...

Langar svo að gera þetta, en er alls ekki að skilja uppskriftina a ensku. Ekki áttu þetta a íslensku ?
Mailið mitt er hafrunbra@gmail.com, þ.e.a.s ef þú att þetta 😊 kærar þakkir
Hafrún Brá

THE KNITORIOUS MRS. B sagði...

would love to have this pattern in english please!

Skrifa ummæli