11. febrúar 2011

Hekluð motta

Þá er ég loksins búin með mottuna... reyndar tók hún nú ekkert svakalegan tíma en ég var bara búin að hugsa svo lengi um að hekla mottu :)

Hér er afraksturinn... kanturinn í kringum var aðalhöfuðverkurinn því mér fannst vanta eitthvað smá punt án þess að vera með of mikið... þar sem þetta er jú bara gólfmotta :)
Ég þyrfti að reyna að taka myndir þegar það er bjartara úti svo að mynstrið sjáist betur :)

Viðbót 17. febrúar 2011:
Uppskrift af mottunni er til sölu:

Búin að taka betri myndir:

Ótrúlegur munur á myndunum... gott að hafa sólina ;) Á þessum myndum er ekki hægt að sjá mynstrið en það sést mjög vel á nýju myndunum :)
 
Viðbót 23.01.2013:
Ákvað að taka uppskriftina úr sölu og hafa hana ókeypis amk um tíma :)

3 comments:

Nafnlaus sagði...

Mjög flott motta, úr hverju er hún hekluð? Heklaði kanturinn setur flottan punt svip. :)
Nína Margrét.

Ólöf Lilja sagði...

Ég gerði hana úr Bulky lopa... en hefði alveg viljað gera hana úr einhverju enn grófara og stífara

Nafnlaus sagði...

En flott!

Kv. Íris

Skrifa ummæli