22. apríl 2012

Lambatölur úr Fimo leir

Smá sunnudagsföndur hjá mér í dag en ég er að prjóna lopagalla með kindum á lítinn frænda og datt í hug að föndra tölurnar sjálf... fannst því við hæfi að gera lambatölur (eða kindatölur). Mér finnst tölur vera svakalega dýrar og oft ekki mikið úrval... þá bara reddar maður sér ;)

Einhvern tímann hafði ég ætlað að föndra skartgripi úr fimo leir þannig að ég átti til leir en hvíti var reyndar með glimmeri en ég lét hann samt duga :)

Þetta er smá þolinmæðisvinna enda dálítið smátt... ég flatti út hvíta leirinn og skar út tölurnar, svo mótaði ég haus, augu, eyru og fætur... erfitt að fá þær eins... en það má nú líka alveg sjást að þetta sé heimagert ;) Svo þurfti auðvitað að baka tölurnar í ofninum... ég er bara nokkuð sátt með útkomuna :)

Kindatölur úr fimo leir


Efni: Fimo leir

2 comments:

Nafnlaus sagði...

Sæl, alltaf gaman að sjá nýjar færslur frá þér. Tölurnar eru æðislega flottar, og gallinn örugglega flottur líka;)Kv. Ragnhildur

Harpa Jónsdóttir sagði...

Vá! En sætar tölur!

Skrifa ummæli