18. mars 2013

Hekluð krókódílataska

Ég held að ég hafi ekki erft saumagenin hennar móður minnar... mér finnst ég vera miklu flínkari að hekla en að sauma og reyndar finnst mér það líka miklu skemmtilegra... þannig að það er ástæðan fyrir því að ég er fyrst núna að klára þessa tösku :)

Ég var sem sagt að sauma fóður inn í hana í dag og setja rennilás... ætlaði að hafa þetta mjög einfalt en ég náði samt að flækja þetta fyrir mér og þurfti að rekja upp tvisvar þar sem ég var t.d. allt í einu komin með saum inn í töskuna... jæja ég þarf bara að æfa mig meira enda komin önnur taska á nálina sem ég mun þurfa líka að fóðra síðar ;)

Hekluð krókódílataska

Saumaði fóður inn í hana

Hekluð taska


Taskan er mjög fljóthekluð ef þið kunnið krókódílahekl (ef ekki þá getið þið séð hvernig á að gera það undir leiðbeiningar) og mér finnst hún bara mjög sæt :)

Garn: Marks & Kattens Big Trend
Heklunál: 5,0 mm
Uppskrift: byggt á http://www.ravelry.com/patterns/library/mermaid-tears-purse

2 comments:

Tora´s Vintage Dream sagði...

mér finnst hún æðislega sæt og á nú sennilega eftir að drífa mig í að prófa svona flott hekl :)

Gunnlaug sagði...

Mjög flott.

Skrifa ummæli