Ég elska að hekla utan um krukkur og þar sem
Skeljakrukku uppskriftin mín er búin að vera svo vinsæl þá ákvað ég að henda í aðra uppskrift handa ykkur :)
Ekki afrita og dreifa uppskriftinni sjálfri en þið megið að sjálfsögðu deila linknum á uppskriftina að vild.
Hekluð krukka #2
Það getur þurft að aðlaga svolítið uppskriftirnar eftir því hvernig krukku og/eða garn er verið að nota. Í þessa krukku notaði ég Satúrnus garnið (100% bómull - 200 g - ca 680 m) og 2,0 mm heklunál og krukku undan rauðbeðum eða rauðkáli (hún er ca 15 cm á hæðina og 28 cm að ummáli).
Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
fl = fastalykkja,
st = stuðull,
tbst = tvöfaldur stuðull,
llb = loftlykkjubogi,
L = lykkja,
umf = umferð,
[...]x2 = gera innihaldið tvisvar sinnum.
Botn:
Gerið galdralykkju (magic ring).
1. umf. 3 ll (telur sem st), 11 st utan um hringinn, tengja með kl í 3. ll. Dragið galdralykkjuna saman (samtals 12 st).
2. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í sömu L, *2 st í hverja L* endurtaka út umf það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 24 st).
3. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í sömu L, 1 st, *2 st í sömu L, 1 st* endurtaka út umf það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 36 st).
4. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í sömu L, 2 st, *2 st í sömu L, 2 st* endurtaka út umf það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 48 st).
5. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í sömu L, 3 st, *2 st í sömu L, 3 st* endurtaka út umf það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 60 st).
Núna þekur stykkið nánast botn krukkunar en ef þið eruð með stærri krukku þá getið þið fjölgað umf með sama sniði þ.e. st á milli fjölgar um 1 í hverri umf þannig að næst yrði gert 2 st í sömu L, 4 st en athugið að enda á því að hafa fjölda lykkja þannig að 10 gangi upp í fjöldann.
Krukkan:
Mynstrið sjálft er margfeldi af 10.
6. umf. 1 ll, fl í sömu L, 4 ll, hoppa yfir 3 L, fl í hverja af næstu 3 L, *4 ll, hoppa yfir 3 L, fl í næstu L, 4 ll, hoppa yfir 3 L, fl í hverja af næstu 3 L*, endurtaka út umf það sem er á milli * *, endið á að gera 2 ll og 1 st í fl í upphafi umf til að mynda síðasta llb (12 llb).
7. umf. fl utan um llb sem endað var á að mynda í síðustu umf, 4 ll, fl í næsta llb, 4 ll, hoppa yfir fl, fl í næstu fl (miðju fl af þremur í umf. á undan), *[4 ll, fl í næsta llb]x2, 4 ll, hoppa yfir fl, fl í næstu fl (miðju fl af þremur í umf. á undan)*, endurtaka út umf það sem er á milli * *, endið á 2 ll og 1 st í fl í upphafi umf (18 llb).
8. umf. fl utan um llb sem endað var á að mynda í síðustu umf, 9 tbst í næsta llb, fl í næsta llb, *4 ll, fl í næsta llb, 9 tbst í næsta llb, fl í næsta llb*, endurtaka út umf það sem er á milli * *, endið á að gera 2 ll og 1 st í fl í upphafi umf (samtals 6 skeljar og 6 llb).
9. umf. fl utan um llb sem endað var á að mynda í síðustu umf, 4 ll, hoppa yfir 3 tbst, fl í hvern af næstu 3 tbst (ég geri alltaf fl í þá sjálfa svo að þetta sé akkúrat í miðjunni), *4 ll, fl í næsta llb, 4 ll, hoppa yfir 3 tbst, fl í hvern af næstu 3 tbst,*, endurtaka út umf það sem er á milli * *, endið á að gera 2 ll og st. í fl í upphafi umf (12 llb).
Endurtakið umf. 7-9 þar til stykkið nær upp að háls krukkunar með því að toga það svolítið upp. Endið endurtekninguna á 8. umf.
Gangið frá upphafsenda og smeygið krukkunni í stykkið og gerið því næst 9. umf en hafið þó aðeins 3 ll á milli í stað 4 ll og endið á 3 ll og kl í upphafs fl.
Þá er komið að hálsinum sjálfum. Mér finnst fallegra að hekla yfir skrúfganginn á krukkunni en ef þið viljið frekar þá getið þið stoppað hér.
Háls:
1. umf. 1 ll, *2 hst í næsta llb, hst í hverja af næstu 3 fl, 2 hst í næsta llb, hst í næstu fl*, endurtaka út umf það sem er á milli * *.
2. umf. hst í hverja L (heklað í spíral).
Endurtakið 2. umf. þar til búið er hekla utan um hálsinn, endið svo á kl í L frá fyrri umf. Klippið og gangið frá enda.
© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta án míns samþykkis.
Hér er svo linkur á uppskriftina á Ravlery fyrir þau ykkar sem eru þar:
http://www.ravelry.com/patterns/library/crochet-jar-cover-2