9. apríl 2012

Kerti með vintage mynd

Ég var búin að sjá myndir af kertum sem voru þannig að þegar þau brunnu niður þá varð eftir hólkur þannig að kertið varð eins og lampi... mér finnst það voðalega flott.

Þannig að ég ákvað að föndra eitt svoleiðis og á örugglega eftir að gera fleiri. Þetta er nú auðvelt en kannski svolítið tímafrekt að finna myndir :) Ég fann vintage mynd á netinu, prentaði hana út á frekar þykkan pappír, klippti til, penslaði bakhliðina með Candle & soap og setti á kertið... og þá var það tilbúið... ekki mikið mál... nú þarf ég bara að láta það loga svolítið ;)

Skreytt kerti - vintage

Efni: pappír, Candle & Soap, kerti
 
 
Viðbót 29.11.2012:
Vegna fjölda fyrirspurna sem ég hef fengið þá ætla ég að skella bara svarinu hingað inn. Spurt hefur sem sagt hvar ég hafi fundið myndir til að setja á kertin. Svarið við því er að ég bara gúgglaði og gúgglaði. Yfirleitt þá myndaleitaði ég með orðinu vintage t.d. vintage postcards og vintage child :)

2 comments:

Nafnlaus sagði...

Sæl!!
Virkilega flott hjá þér.
Getur þú sagt mér hvar þú getur prentað út þessar stærðir af myndum af netinu???
Sent mér kannski linkinn *=)

Kveðja Helga Bryndís

Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér.
Getur þú sagt mér hvar þú finnur myndirnar, er sjálf að dútla með þette en á í erfiðleikum með að finna myndir

Kveðja Nina Borg

Skrifa ummæli