Þannig að ég ákvað að föndra eitt svoleiðis og á örugglega eftir að gera fleiri. Þetta er nú auðvelt en kannski svolítið tímafrekt að finna myndir :) Ég fann vintage mynd á netinu, prentaði hana út á frekar þykkan pappír, klippti til, penslaði bakhliðina með Candle & soap og setti á kertið... og þá var það tilbúið... ekki mikið mál... nú þarf ég bara að láta það loga svolítið ;)
Efni: pappír, Candle & Soap, kerti
Viðbót 29.11.2012:
Vegna fjölda fyrirspurna sem ég hef fengið þá ætla ég að skella bara svarinu hingað inn. Spurt hefur sem sagt hvar ég hafi fundið myndir til að setja á kertin. Svarið við því er að ég bara gúgglaði og gúgglaði. Yfirleitt þá myndaleitaði ég með orðinu vintage t.d. vintage postcards og vintage child :)
2 comments:
Sæl!!
Virkilega flott hjá þér.
Getur þú sagt mér hvar þú getur prentað út þessar stærðir af myndum af netinu???
Sent mér kannski linkinn *=)
Kveðja Helga Bryndís
Flott hjá þér.
Getur þú sagt mér hvar þú finnur myndirnar, er sjálf að dútla með þette en á í erfiðleikum með að finna myndir
Kveðja Nina Borg
Skrifa ummæli