14. desember 2013

Enn fleiri hekluð snjókorn

Þá er það restin af snjókornunum sem ég heklaði... eða seinni parturinn af þeim sem voru í samheklinu inni á Handóðum heklurum og eitt sem var fyrir utan það sem fær að fljóta með :) Þeir sem hafa fylgst með Facebooksíðu bloggsins hafa auðvitað fengið þau beint í æð jafnóðum... en ég vildi safna þeim saman í bloggfærslu :)


Snjókorn # 6 - Third Red Mug Snowflake
Eitt af mínum uppáhalds snjókornum... fannst reyndar ekki alveg eins gaman að hekla það og alls ekki að stífa það... en bjútí is pein :)

Third Red Mug Snowflake

Third Red Mug Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 16 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2010/05/snowflake-monday_31.html
Íslensk þýðing: http://fondrari.blogspot.com/p/heklu-snjokorn.html


Snjókorn # 7 - Crystal Peak Snowflake
Það var fínt að hekla þetta snjókorn en ég stífði það svolítið öðruvísi en höfundurinn og þá er það svolítið í stíl við fyrsta snjókornið í samheklinu.

Crystal Peak Snowflake

Crystal Peak Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 14 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2011/10/snowflake-monday_10.html
Íslensk þýðing: http://fondrari.blogspot.com/p/blog-page.html


Snjókorn # 8 - Columbia Point Snowflake
Ég heklaði tvö af þessu snjókorni með mismunandi stórri heklunál... ég held að mér líki betur við það minna :)

Columbia Point Snowflake

Columbia Point Snowflake - mismunandi heklunálastærðir

Columbia Point Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 11,9 cm og 13,5 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm og 1,75 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2012/07/snowflake-monday_30.html
Íslensk þýðing: http://fondrari.blogspot.com/p/columbia-point-snowflake-hofundur-af.html


Snjókorn # 9 - Golden Anniversary Snowflake
Stórt fallegt snjókorn... en þau eru auðvitað öll falleg :)

Golden Anniversary Snowflake

Golden Anniversary Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 17,5 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,75 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2010/02/snowflake-monday_15.html
Íslensk þýðing: http://fondrari.blogspot.com/p/blog-page_6.html


Snjókorn # 10 - Spindrift I
Mér finnst þetta vera mjög fallegt snjókorn... er pottþétt í topp 5 ;)

Spindrift I

Spindrift I í stífingu

Lengd frá armi til arms: 16 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2011/04/snowflake-monday_25.html
Íslensk þýðing: http://fondrari.blogspot.com/p/blog-page_3.html


Snjókorn # 11 - 12.12.12 Snowflake
Ég var ekki viss um hvort að ég ætti að hafa þetta með því að mér fannst það svolítið lítið... en samt var eitthvað svo fallegt við það :)

12.12.12 Snowflake

12.12.12 Snowflake í stífingu


Lengd frá armi til arms: 11 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2012/12/snowflake-monday_24.html
Íslensk þýðing: http://fondrari.blogspot.com/p/blog-page_46.html


Snjókorn # 12 - Ravalanche Snowflake
Mér finnst þetta vera mjög fallegt snjókorn... þið eruð kannski búin að fatta það að ég er vog og á mjög erfitt með að velja á milli hluta ;) Þetta er jafnfram snjókorn vikunnar og það síðasta sem tekið verður fyrir í samheklinu.

Ravalanche Snowflake

Ravalanche Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 16,2 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/discuss/crochet-snowflakes/2748614/1-25#3
Íslensk þýðing: http://fondrari.blogspot.com/p/ravalanche-snowflake-hofundur-af-essari.html

Snjókornin hennar Deborah Atkinson eru svo falleg og hún hefur hannað svo mörg snjókorn að það var af nógu að taka og erfitt að velja úr þeim... mæli með því að þið kíkið á síðunna hennar en hún hefur verið að setja inn nýtt snjókorn á hverjum mánudegi og er það orðinn fastur liður hjá mér að kíkja vikulega á síðunna hennar :) Þið finnið síðuna hennar hér -> http://www.snowcatcher.net/


Leyfi svo einu snjókorni að fylgja með sem ég heklaði fyrir utan samheklið en ég varð auðvitað að hekla nokkur fyrir utan það :) Ég heklaði alls 24 snjókorn fyrir þessi jól en ég gerði tvö stykki af sumum sem voru í samheklinu :)

Crystal Fantasy Snowflake
Mjög fallegt snjókorn en það var pein að fara í gegnum uppskriftina því að ég gat ekki betur séð en að hún stemmdi ekki... en eftir nokkrar hártoganir og nokkrar upprakningar þá tókst þetta á endanum :) Það var líka erfitt að stífa þetta snjókorn og eiginlega alltof þröngt á þingi til að lykkjurnar lægju fallega... mér finnst þetta vera pínu hönnunargalli á snjókorninu... en engu að síður finnst mér það fallegt :)

Crystal Fantasy Snowflake

Crystal Fantasy Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 12 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/crystal-fantasy-snowflake


Ég mátti til með að smella mynd af frumraun minni í snjókornahekli... en ég hafði samt bara heklað þau áður en ég byrjaði á snjókornunum fyrir þessi jól... en þau heklaði ég árið 2010 en ég hafði lært að hekla fyrr á því ári... mér finnst þau mjög flott þó að þau séu ekkert í líkingu við snjókornin sem ég var að hekla núna fyrir þessi jól :)

Frumraun mín í snjókornahekli árið 2010

Ég man ekkert hvaða heklunálastærð en mjög líklega 1,75 mm eins og segir í uppskriftinni. Ég notaði heklugarn nr. 10 og uppskriftina má finna hér -> http://prjoniprjon.blogspot.com/2008/12/snjkorn.html


** VIÐBÓT 14.12.2013 **
Ég er að steingleyma einu snjókorni sem ég heklaði sem komst ekki með í samheklið... en ég gat ekki betur séð en það væri villa í uppskriftinni og ég vildi því ekki hafa hana með í samheklinu.

July 26 Snowflake

July 26 Snowflake

July 26 Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 16,5 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,75 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2010/07/snowflake-monday_26.html

1 comments:

Áslaug sagði...

Hvert ödru fallegra og ekki nokkur leid ad velja á milli.

Skrifa ummæli