10. ágúst 2013

Skreyting fyrir bæjarhátíðina

Sumar á Selfossi er núna í fullum gangi og ég auðvitað heklaði bleikt skraut þar sem ég bý í bleika hverfinu. Ég ákvað núna að nota akrýlgarn þar sem lopinn varð ansi fljótt ljótur. Þetta sem ég setti upp í fyrra fékk ekki að vera í friði fyrir krökkunum í götunni þannig að ég ætla ég að taka þetta bara niður og því festi ég graffið bara með hekluðum böndum og batt slaufu :)

Sumar á Selfossi - heklaðir blómapottar

Hekluðu blómapottarnir voru gerðir í fyrra en ég notaði þá aftur í sumar... garnið sem var dökkbleikt er eiginlega orðið ljósbleikt.

Sumar á Selfossi - hekluð krukka

Heklaði utan um stóra krukku þar síðasta sumar... vonandi verður ekki rigning í kvöld svo að ég geti haft kveikt á kertinu :)

Sumar á Selfossi - heklaðar veifur

Ég eyddi ansi mörgum tímum í að hekla þessar veifur. Uppskriftin af þríhyrningunum heitir Motif 70 og má finna í bókinni Beyond the Square Crochet Motifs eftir Edie Eckman. Mjög eiguleg bók með skemmtilegum dúllum sem eru alls konar í laginu. Ég reyndar heklaði allt nýja skrautið í ár úr bókinni :)

Sumar á Selfossi - heklaðar veifur
 
Heklaðar veifur - Motif 70

Ég heklaði bara loftlykkur og svo fastalykkur á þríhyrningana og svo saumað ég þrjár perlur neðst til að þyngja veifurnar.

Sumar á Selfossi - hekluð stjarna á ljósastaur

Hekluð stjarna á ljósastaur. Ég gerði nokkrar svona enda ferlega skotin í þessari dúllu :)

 
Enn ein stjarnan... orðin aðeins blaut og skítug eftir rigninguna :( 
 
Sumar á Selfossi - graff á ljósastaur
 
Þessi dúlla var fallegri áður en hún kom upp á staurinn enda sést hún ekki alveg nógu vel svona :)


Sumar á Selfossi - graff á ljósastaur
 

Þessi dúlla var nú ekki mjög falleg þegar ég var búin að festa hana á staurinn en hún var mjög sæt fyrir... gleymdi að taka mynd af henni áður en ég festi böndin í hana.

Sumar á Selfossi - hekluð veifa á ljósastaur

Ein afgangsveifa fékk að fara upp á einn ljósastaur.

Garnið sem ég notaði í skrautið í ár var annars vegar Kartopu Basak og hins vegar Julia frá Steinbach Wolle og svo notaði ég 4,0 mm hekunál.