28. desember 2012

Föt á Barbie

Loksins get ég sýnt það sem ég sat stíft við og heklaði eftir prófin... það voru hekluð föt á Barbie sem ég laumaði í pakkana hjá þremur frænkum mínum... ég var auðvitað á síðustu stundu að gera þetta þar sem þetta var skyndihugdetta... en þetta hafðist þó í tæka tíð en ég saumaði smellur á síðasta kjólinn á Þorláksmessu :)

Það er svolítil vinna í kjólunum enda eru þeir bara eins og litlir dúkar... en hér koma myndir af þeim

Heklaðir Barbie kjólar

Heklaðir Barbí kjólar

Heklaður Barbie kjóll

Heklaður Barbie kjóll bak

Fjólublár Barbie kjóll

Fjólublár Barbie kjóll bak

Heklaður Barbie jólakjóll

Heklaður Barbie jólakjóll bak

Ég óttaðist það að frænkum mínum þættu kjólarnir of gegnsæir þannig að ég ákvað að hekla nærbuxur sem enduðu svo sem bikiní en ég gerði þau bara upp úr mér:)

Heklað Barbie bikiní

Heklað Barbie bikiní bak

Heklað Barbie bikiní

Hekluð Barbie föt

Heklað Barbie bikiní bak

Heklað Barbie bikiní

Uppskriftina af kjólunum má finna inn á Ravelry:
http://www.ravelry.com/patterns/library/morning-glory-fashion-doll-dress

Ég notaði heklunál 1,75 mm en svo er garnið mismunandi:
Bleika garnið: Coats Puppets Eldorado 10
Fjólubláa garnið: Sandnes Garn Mandarin Heklegarn
Rauða garnið: Marks & Kattens Merc. Bomullsgarn 12/3

25. desember 2012

Jólasokkar ofl.

Hér koma myndir af jólasokkum sem ég saumaði... ég reyndar gerði einn annan sem ég gaf í jólagjöf eitt árið og hef því miður ekki mynd af :)

Bucilla jólasokkur
Bucilla jólasokkur

Fyrsti jólasokkurinn
Fyrsti jólasokkurinn sem ég saumaði

Hér eru þeir hangandi á arninum
Hér eru þeir hangandi á arninum

Ákvað svo að leyfa einni að fljóta með af tréföndri sem ég gerði fyrir ansi mörgum árum... ég gerði nokkur svona og gaf í jólagjöf eitt árið... mér finnst þetta alltaf jafn sætt :)

Jóla tréföndur
Jóla tréföndur

24. desember 2012

Ömmuföndur

Amma mín er mikill föndrari og ég veit alveg hvaðan ég erfði mína föndurbakteríu :) Ég var búin að segjast ætla að birta myndir af einhverju af föndrinu hennar í gær  en því miður komst ég ekki til þess í gær sökum anna. Þetta er nú samt bara brot af því sem ég á... ég kemst ekki yfir að taka myndir af hverju einu og einasta... en hér koma nokkrar myndir af föndrinu hennar :)


Jólapóstpokinn minn
Jólapóstpokinn minn

Jólatrésdúkurinn minn
Flotti jólatrésdúkurinn

Svo fallegur
Verð bara að setja inn nokkrar myndir af honum

Gleðileg jól :)
Gleðileg jól

Jólaveggplatti
Jólasveinn - veggplatti
Jólaseglar á ískápinn
Jólaseglar á ískápinn

Snjókarlapar
Snjókarlapar

Par á bekk
Par á bekk

Par á lurk
Par á lurk

Þessi er mjög hjálpsamur :)
Þessi er mjög hjálpsamur :)

Kella á lurk
Kella á lurk

Par á lurk og jólasveinn á sleða
Par á lurk og jólasveinn á sleða

Kella í gylltum stól
Kella í gylltum stól

Pör á sleða
Pör á sleða - þessi eru með þeim elstu

Jólasveinn
Jólasveinn

Jólasveinn með fullt af pökkum
Jólasveinn með fullt af pökkum

Fullt af öðru dóti :)
Fullt af öðru dóti :)
Ég elska allt jólaskrautið hennar... ég held að ég muni aldrei ná að afkasta eins miklu og hún hefur gert... hún seldi mikið og svo eiga allir í fjölskyldunni svo mikið eftir hana :) Ef sjónin hennar væri betri í dag þá væri hún örugglega enn á fullu :)

22. desember 2012

Heklaður ömmudúkur

Þá er ég komin í jólafrí... og fékk fínar einkunnir úr prófunum :) Jólafríið hófst reyndar fyrir viku síðan en er búin að vera á fullu að græja allt fyrir jólin og líka að hekla nokkrar gjafir... sem ég get auðvitað ekki bloggað um strax ;)

Ég rakst áðan á þennan dúk sem ég heklaði þegar ég var nýbúin að læra að hekla... að ég held bara strax á eftir að ég var búin að hekla jólabjöllurnar :)

Heklaður ömmudúkur

Þetta var árið 2010 og þá var ég ekki komin með aðgang á Ravelry og því hef ég ekki hugmynd um hvaða garn ég notaði eða stærðina á heklunálinni... sem mér sýnist hafa verið ansi smá :) Ég fékk uppskriftina hjá góðri konu sem ég var að vinna með og ég held að hún hafi verið úr Nýtt til heimlisins. Hvað um það þá bara varð ég að smella mynd af þessum sæta dúk og leyfa ykkur að sjá :) Ef þið kannist við uppskriftina þá væri ég alveg til í að fá að vita hvaðan hún kom :)

Er núna í óða önn að taka upp jólaskrautið og reikna með að taka myndir af föndrinu hennar ömmu og blogga um það á morgun :)

15. desember 2012

Heklað pallíettusjal

Ég elska sjöl og reyndar ljósaseríur eins og klárlega má sjá á hlutum sem ég geri handa sjálfri mér :) Ég var búin að vera í strembnum prófalestri þar til á laugardagskvöldið og þá átti ég smá pásu og auðvitað valdi ég að hekla eitthvað. Ég er nú þegar með tvö sjöl sem ég er ekki búin að klára en ég ákvað að byrja á einhverju nýju... afhverju er alltaf svo gaman að gera eitthvað nýtt?

Ég elska líka allt sem glitrar og það vildi til að ég átti fjórar dokkur af þessu pallíetugarni... þannig að ég þurfti bara að fara að finna einhverja uppskrift sem hentaði nokkurn veginn þessu garni. Fyrir valinu var þessi uppskrift en ég skoðaði bara myndir af því en ekki uppskriftina sjálfa... fannst kanturinn vera svo sætur þannig að ég bara ákvað að þetta sjal skyldi ég gera. Þar sem ég er nú stór kona þá vildi ég líka hafa sjalið stórt en ehemm það er nú reyndar full stórt... það var svo gaman að hekla og ég bara vanreiknaði hvað það færi mikið í kantinn að ég þurfti að kaupa fimmtu dokkuna en ég notaði þó lítið af henni.

Heklað pallíettusjal

Heklað pallíettusjal útbreitt

Heklað pallíettusjal nærmynd

Stórt sjal
Uppskriftin reyndist mjög auðveld þannig að þetta var mjög fljótheklað... þannig að ég stalst nú til að hekla á meðan ég var að læra fyrir síðasta prófið... og meira segja þvoði það og strekkti kvöldið fyrir prófið ;)

Garn: King Cole Galaxy
Heklunál: 6,0 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/cheche-a-la-sauce-bidules-chouettes

9. desember 2012

Saumað jóladagatal

Ég var að taka myndir af Bucilla jóladagatali sem ég saumaði fyrir nokkrum árum... ég hafði áður gert nokkra jólasokka sem ég mun draga fram þegar nær líður jólum og skella inn myndum af þeim.

Bucilla jóladagatal

 Svona lítur dagatalið út þegar búið er að hengja yfir dagana.... væri þá kominn jóladagur núna ;)

Saumað pallíettu jóladagatal

Svona lítur það út í dag 9. desember :) Núna sést að þetta sé dagatal... en mér finnst það samt sætara með öllum fígúrúnum yfir dögunum :)

Merry Christmas
  
Bucilla jóladagatal

Það liggur rosaleg vinna að baki þessu... svo mikið af litlum smáhlutum enda tók þetta sinn tíma :) Það var smá höfuðverkur hvernig maður ætti að setja seríuna inn í en það stóð bara ekkert um það í leiðbeiningunum... veit um að sumir hefðu bara sleppt því að setja hana í en mér finnst hún einmitt gera svo mikið :)

Bucilla jóladagatal
  
Ég var alveg komin með ógeð af því að sauma allar þessar litlu fígúrur sem maður hengir yfir dagana... ég bara þurfti að setja mér markmið og sauma eina fígúru á dag til að klára dagatalið ;)

Fullt af litlum fígúrum

Amma mín saumaði mikið af svona pallíettu jólaskrauti og er þetta að mínu mati fallegasta jólaskrautið en hún gerir ekki mikið af þessu í dag þar sem sjónin er farin að daprast. Ég á svolítið frá henni en hún saumaði og saumaði og gaf fjölskyldunni, bæði börnum og barnabörnum... og svo smitaði hún mig af þessari bakteríu... enda elska ég allt sem glitrar ;) Kannski ég skelli líka fljótlega inn mynd af jólapóstpokanum sem hún gerði... hann er svo hrikalega fallegur.

Ef ykkur langar til að prófa að sauma svona út þá mæli ég með því að byrja ekki á svona stóru stykki... fínt að byrja á jólasokk sem er með frekar stórum hlutum... ég amk fékk alveg nóg af því að sauma allar litlu fígúrurnar sem maður hengir yfir dagana... svo mikið nóg að ég hef ekki getað hugsað mér að taka upp saumanálina og fara að sauma fleiri jólasokka sem ég á þó nokkrar pakkningar af ;)