Mig langar helst bara til að sleppa því að læra og prjóna og hekla út í eitt... er búin að vera að taka ansi mikinn tíma frá lærdómnum að undanförnu... en svona er ástríðan mikil hehehe
Ég var mjög fljót að prjóna þessa húfu en fannst hún vera heldur stór... ég bara nennti ekki að gera prjónafestuprufu fyrir svona lítið stykki ;) Þannig að þegar ég þvoði hana fannst mér hún stækka enn meira þannig að hún fór bara í þurrkarann og passar hún núna betur en áferðin á henni er ekki eins falleg eins og áður en hún fór í þurrkarann... en hún er örugglega miklu hlýrri ;)
Uppskriftin var mjög auðveld en ég var smá tíma að ná berjunum þar sem ég prjóna brugðið öfugt (maður er svo miklu fljótari að prjóna brugðið þannig) og það var ógjörningur að prjóna brugðið öfugt þar sem maður þurfti að prjóna þrjár saman og ég nennti ekki að snúa öllum lykkjunum við... þannig að ég þurfti að kíkja á myndband hvernig maður prjónar brugðið rétt... þannig að núna kann ég að prjóna brugðið bæði rétt og öfugt ;)
Garn: Trysil Garn Iglo soft
Prjónar: 7,0 og
9,0 mm
Uppskrift: http://www.garnstudio.com/lang/en/pattern.php?id=2600&lang=en
Hér er svo hægt að sjá myndband sem sýnir hvernig berin eru gerð.
Sýnir færslur með efnisorðinu Þæfing. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Þæfing. Sýna allar færslur
16. febrúar 2012
18. apríl 2011
Gleðilega páska
Þá er ég búin að föndra páskaungana... þeir eru nálarþæfðir og auðvitað verða smáslys... maður stingur sig nokkrum sinnum og svo náði ég enn einu sinni að brjóta nálina... ég veit ekki hvort að þetta gerist oft hjá öðrum... en þetta er amk í annað sinn sem ég brýt þæfingarnál :) Þannig að ekki urðu þeir fleiri en tveir að sinni :)
Vonandi hafið þið það gott um páskana... ég ætla amk að hafa það mjög gott og prjóna og hekla alla páskana... mmmm ekki slæmt :)
Efni: Kemba
Uppskrift: Spennandi þæfing
Vonandi hafið þið það gott um páskana... ég ætla amk að hafa það mjög gott og prjóna og hekla alla páskana... mmmm ekki slæmt :)
Efni: Kemba
Uppskrift: Spennandi þæfing
29. janúar 2011
Hálsmen og eyrnalokkar
Ég fór á námskeið til að læra að þæfa utan um trékúlur til að gera hálsmen... það er svakalega skemmtilegt en svolítil handavinna og sull. Ég reyndar gerði eyrnalokkana seinna og notaði þá þæfingarnál til að gera kúlurnar í eyrnalokkunum því að ég vil hafa þær sem léttastar svo að það togni nú ekki á eyrunum :)
Ég ákvað svo í framhaldinu að gera flottari og setja eitthvað meira en þæfðar kúlur... eitthvað svona smá bling bling :) Ég gerði þetta græna sett fyrst og allir eru alltaf að dásama það hvar sem ég kem... þannig að mamma pantaði eitt í afmælisgjöf... bara ekki grænt :) Hún fékk því þetta bleika.
Efni: Silkiblönduð merino ull
Ég ákvað svo í framhaldinu að gera flottari og setja eitthvað meira en þæfðar kúlur... eitthvað svona smá bling bling :) Ég gerði þetta græna sett fyrst og allir eru alltaf að dásama það hvar sem ég kem... þannig að mamma pantaði eitt í afmælisgjöf... bara ekki grænt :) Hún fékk því þetta bleika.
Efni: Silkiblönduð merino ull
Túlípana ljósaseríur
Ég fór eitt sinn á námskeið til að læra að gera hálsmen úr þæfðum kúlum. Þar var notuð merino ull sem þæfð var utan um trékúlur. (Hér getið þið séð skartgripina)
Ég rakst á netinu að það var verið að þæfa utan um golfkúlur og sett svo á ljósaseríur. Ég sá að flestir voru að gera þetta í þvottavél en ég var ekki til í að fórna minni... reyndar sá ég líka að sumir voru að nota frauðkúlur og prófaði það en mér fannst útkoman ekki nógu jöfn og falleg... það sannast að ekkert jafnast á við handgert :)
Þetta er auvitað mikil handavinna... en mér finnst þetta vera mjög skemmtilegt... svolítið minna samt í sniðum að gera í skartgripi. Mér fannst smartast að vera með hvítan grunnlit og setja svo annan yfir. Minn smekkur er að hafa þetta frekar þunnt en samt að hylja alveg yfir grunnlitinn. Ég notaði svo þynntan uppþvottalög til að þæfa úr. Mér fannst líka flott að stífa þær þannig að þær séu vel opnar og notaði ég stífelsi úr Föndru til verksins sem mig grunar nú að sé bara útþynnt trélím... amk var lyktin eins :) Þegar ég klára þetta stífelsi þá held ég að ég muni bara kaupa næst trélím og þynna það með vatni. Svo notaði ég límbyssuna til að tylla blómunum á seríuna því annars voru þau alltaf að detta af.
Efni: Íslensk kemba
Ég rakst á netinu að það var verið að þæfa utan um golfkúlur og sett svo á ljósaseríur. Ég sá að flestir voru að gera þetta í þvottavél en ég var ekki til í að fórna minni... reyndar sá ég líka að sumir voru að nota frauðkúlur og prófaði það en mér fannst útkoman ekki nógu jöfn og falleg... það sannast að ekkert jafnast á við handgert :)
Þetta er auvitað mikil handavinna... en mér finnst þetta vera mjög skemmtilegt... svolítið minna samt í sniðum að gera í skartgripi. Mér fannst smartast að vera með hvítan grunnlit og setja svo annan yfir. Minn smekkur er að hafa þetta frekar þunnt en samt að hylja alveg yfir grunnlitinn. Ég notaði svo þynntan uppþvottalög til að þæfa úr. Mér fannst líka flott að stífa þær þannig að þær séu vel opnar og notaði ég stífelsi úr Föndru til verksins sem mig grunar nú að sé bara útþynnt trélím... amk var lyktin eins :) Þegar ég klára þetta stífelsi þá held ég að ég muni bara kaupa næst trélím og þynna það með vatni. Svo notaði ég límbyssuna til að tylla blómunum á seríuna því annars voru þau alltaf að detta af.
Efni: Íslensk kemba
Þæfðir músaskór
Ég ákvað að fjöldaframleiða músaskó á systkinabörnin mín... ég hafði séð músaskó á handverksmarkaði fyrir norðan og fannst þeir svo sætir. Svo datt mér í hug að prófa að gera svona til að hafa með í jólapakkana handa systkinabörnunum. Það var svolítið snúið að finna rétta stærð... en já þetta hafðist allt á endanum :)
Ég fann á netinu uppskrift af þæfðum inniskóm en þurfti auðvitað að aðlaga stærðirnar. Ég hafði þá alla slétta og svo prjónaði ég eyru með þvík að fitja upp á 3-5 lykkjur (eftir stærð) og prjónaði nokkrar umf. sl og br. og svo þræddi ég böndin upp og niður til að rykkja í boga og saumaði á skóna. Svo var þessu skellt í þvottavélina á 40°C. Augun og nefið voru svo saumuð í eftir á. Ég keypti "Sock stop" efni í Föndru sem ég málaði undir skóna svo að enginn myndi fljúga á hausinn. Ég elska þessa skó í ræmur enda á ég eina slíka sjálf sem ég fer varla úr :)
Garn: Álafosslopi
Prjónar: 6,0
Ég fann á netinu uppskrift af þæfðum inniskóm en þurfti auðvitað að aðlaga stærðirnar. Ég hafði þá alla slétta og svo prjónaði ég eyru með þvík að fitja upp á 3-5 lykkjur (eftir stærð) og prjónaði nokkrar umf. sl og br. og svo þræddi ég böndin upp og niður til að rykkja í boga og saumaði á skóna. Svo var þessu skellt í þvottavélina á 40°C. Augun og nefið voru svo saumuð í eftir á. Ég keypti "Sock stop" efni í Föndru sem ég málaði undir skóna svo að enginn myndi fljúga á hausinn. Ég elska þessa skó í ræmur enda á ég eina slíka sjálf sem ég fer varla úr :)
Garn: Álafosslopi
Prjónar: 6,0