27. nóvember 2012

Hekluð stjörnuljós

Ég elska að hekla og ég elska ljósaseríur... þar af leiðandi þá hannaði ég þessa ljósaseríu. Ég er dálítið hrifin af fjólubláu þannig að litavalið var ekki erfitt en ég gerði nokkrar tilraunir áður en ég endaði á stjörnunum :)

Ég nota einband í stjörnunar en ég er svolítið hrifin af ull utan um ljósaseríur þar sem það kveiknar ekki í ullinni heldur sviðnar hún (samt spurning hvort að það sé eins þegar kominn sykur á). Samt sem áður þá tek ég alltaf ljósaseríur úr sambandi þegar ég fer að sofa eða er ekki heima :) En nánar um stjörnuljósin hér eru nokkrar myndir af þeim...

Hekluð stjörnuljós
 
Heklaðar stjörnur á ljósaseríu
 
Hekluð stjarna
 
Heklaðar stjörnur
 
Ég elska skuggana sem koma af stjörnunum... finnst ykkur þeir ekki flottir? :)

Ég stífði stjörnunar úr sykurvatni en ég er dálítið bráðlát því að stjörnurnar eru ekki enn orðar fullstífar... reyndar verður einbandið ekki glerhart en þó mun stífari en þær eru núna :) Ljósaserían er með 10 ljósum og er ég bara búin að setja 5 stjörnur á seríuna en hinar sem upp á vantar eru enn blautar. Ég reyndar vil setja þær upp á seríuna áður en stjörnunar fullharðna svo að ég verði ekki í erfiðleikum með að koma þeim upp á perustæðið. Svo læt ég seríuna hanga á standlampa þannig að stjörunar beyglist ekki :)

Skelli hérna inn myndum af stjörnunum í stífingu líka... ég hefði kannski mátt títa stjörnurnar meira niður til að fá þær jafnari en ég lenti í títuprjónahallæri... enda þarf þetta ekki að vera svo fullkomið ;)

Heklaðar stjörnur í stífingu


Ég mun örugglega bæta við fleiri myndum þegar serían er orðin tilbúin... þannig að ég mun kannski skipta þessum út  :)

Garn: Einband
Heklunál: 3,5 mm
Uppskrift: upp úr mér

24. nóvember 2012

Hekluð jólahjörtu

Nú er akkúrat mánuður til jóla... og þá þýðir það að það styttist í prófin hjá mér :/ En það þýðir líka að maður er aðeins farinn að hugsa til jólanna...

Heklað jólahjarta

Þar sem ég er með nokkur ókláruð verk m.a. teppi þá leyfi ég mér ekki að byrja á einhverjum stórum verkefnum fyrr en ég klára amk eitthvað af þessum sem ég er með ólokið. Það er t.d. alveg tilvalið að hekla nokkur jólahjörtu. Það eru til margar uppskriftir af hekluðum hjörtum en þetta fannst mér einstaklega fallegt... já bara fallegasta hjarta sem ég hef séð :)

Ég fann í garnskápnum mínum (ég eins og svo margir forfallnir heklarar og/eða prjónarar eigum til að sanka svolítið að okkur garni) fallegt rautt heklugarn (man ekki einu sinni hvað ég ætlaði að gera úr því þegar ég keypti það... kannski voru það jólabjöllur?) þannig að ég gat bara byrjað að hekla um leið og ég rakst á hjartað. Þar sem garnið er fínt og heklunálin líka þá voru hjörtun frekar lítil og sæt enda finnst mér ekki gróft garn ekki henta eins vel í svona dúllerí. Ég er núna búin með fimm hjörtu og bíð þess að þau fullstífni en ég stífaði þau upp úr sykurvatni.

Garn: Marks & Kattens Merc. Bomullsgarn 12/3
Heklunál: 1,75 mm
Uppskrift: http://yarnroundhook.blogspot.com.au/2012/02/swedish-hearts-pattern-revisited.html

30.10.2013 - uppfært
Það virðist sem uppskriftin sé ekki fáanleg lengur en ég notaði wayback machine til að ná afriti af upprunalegu uppskriftinni:
http://web.archive.org/web/20130607134341/http://www.slojdmagasinet.nu/gratis_monster_virkathjarta.htm

18. nóvember 2012

Heklaðir ungbarna Converse strigaskór

Heklaði þessa ungbarna Converse strigaskó handa litilli rúsínu sem var að skírast í dag :) Skelli hérna inn nokkrum myndum af þeim þar sem ég átti í erfiðleikum með að velja úr þeim :)

Heklaðir ungbarna Converse strigaskór

Heklaðir ungbarna Converse strigaskór

Converse strigaskór

Fannst eiginlega liturinn koma betur út þegar ég tók myndir með símanum mínum :)

Heklaðir ungbarna Converse strigaskór

Heklaðir ungbarna Converse strigaskór


Þeir eru svakalega krúttlegir en þar sem ég er haldin nettri fullkomnunaráráttu þá var ég ekki alveg 100% sátt við uppskriftina :)

Garn: Kambgarn
Heklunálar: 3,0 mm. og 4,0 mm.
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/crochet-baby-converse

9. nóvember 2012

Föndrari af lífi og sál á Pinterest

Ég eins og svo margir aðrir eru húkkt á Pinterest... ó hvað maður getur gleymt sér þarna inni í margar klukkustundir að skoða eitthvað flott og sniðugt. Pinterest er eins og myndræn korktafla á netinu fyrir þá sem ekki þekkja. Maður sér eitthvað flott eða sniðugt og getur sett það sem þú sást á þína korktöflu og svo margt annað sniðugt... endilega skoðið þetta :)

En ég sem sagt eyddi alltof löngum tíma þar inni núna áðan... ég ákvað að setja inn myndir af flest öllu sem ég hef gert og linka yfir á bloggfærslunar. Ástæðan fyrir því er að mér finnst alltaf betra þegar maður smellir á "pinnana" að maður lendi á réttum stað þ.e.a.s. þegar þú smellir á myndina að þá er linkur yfir á rétta bloggfærslu. Því miður er alltof mikið um það á Pinterest að maður þarf að leita á bloggunum að réttri færslu því að sumt fólk kann ekki eða fattar ekki hvernig á að setja inn nýja pinna :)

Föndrari af lífi og sál á Pinterest

Ef ykkur langar til að fylgjast með Föndrara af lífi og sál korktöflunni þá getið þið smellt á þessa mynd:
 
Fylgstu með... Föndrara af lífi og sál á Pinterest

(Einnig getið þið fylgst með öllum korktöflunum mínum hérna: http://pinterest.com/oloflilja/)