24. september 2013
Hekluð peysa á mig
Ég var bara áðan að klára heklaða peysu á mig... er ekki einu sinni búin að þvo hana ;) Ég var ekkert mjög lengi að hekla hana en uppskriftin vafðist mjög mikið fyrir mér þegar kom að því að setja hana saman þ.e. þar sem sjalkraginn mætir bakstykkinu. Uppskriftin er bara ekki nægilega góð að mínu mati... frekar en aðrar uppskriftir sem ætlast bara til að fólk finni sjálft út úr hlutunum.... en að öðru leyti er uppskriftin fín ;)
Ég ákvað að nota einfaldan plötulopa því að ég er mjög hrifin af plötulopa og hann er ódýr. Ég var ekki tilbúin að nota eitthvað dýrt garn því að garnmagnið yrði svo mikið og svo var ég heldur ekki viss um hvernig peysan færi mér ;)
Peysan er vel stór og er ég búin að vera að velta vöngum yfir því hvort að ég eigi að skella henni í smá stund í þurrkarann þegar ég þvæ hana eða ekki... annars held ég samt að peysan sé flottari ef hún er vel stór... þannig að ætli ég láti ekki bara þvott duga amk að sinni ;)
Þið verðið bara afsaka að ég hafi ekki málað mig né greitt mér sértstaklega fyrir myndatökuna en ég held nú að þið séuð líka meira að spá í hvernig peysan líti út en ég... eða það vona ég allavegana ;)
Garn: plötulopi
Heklunál: 5,0 mm
Uppskrift: http://www.garnstudio.com/lang/is/pattern.php?id=6259&lang=is
20. september 2013
Heklaðir barnavettlingar
Ég ákvað að klára að hekla hinn vettlinginn sem ég gerði í prufuheklinu. Á eftir að sjá hvort að þeir passi á 6 ára frænda minn :)
Ég er ekki sérlega hrifin af Létt-lopa... mér finnst plötulopinn miklu skemmtilegri því að hann er meira "flöffí" og mýkri... er að spá í hvort að ég eigi ekki að hekla mér eina en uppskrift af fullorðins vettlingum má finna í Þóru - heklbók en ætli ég þurfi ekki að aðlaga hana svolítið :)
Garn: Létt-lopi
Heklunál: 4,5 mm
Uppskrift: Þumalína - barnavettlingar úr Maríu - heklbók
Ég er ekki sérlega hrifin af Létt-lopa... mér finnst plötulopinn miklu skemmtilegri því að hann er meira "flöffí" og mýkri... er að spá í hvort að ég eigi ekki að hekla mér eina en uppskrift af fullorðins vettlingum má finna í Þóru - heklbók en ætli ég þurfi ekki að aðlaga hana svolítið :)
Garn: Létt-lopi
Heklunál: 4,5 mm
Uppskrift: Þumalína - barnavettlingar úr Maríu - heklbók
11. september 2013
Prjónaðar tuskur
... já þið lásuð rétt... prjónaðar ;) Ég sem sagt ákvað að tékka á því hvort að ég kynni ekki örugglega að prjóna ennþá eftir allt heklið ;) Ég vissi reyndar að ég prjónaði alltaf brugnu lykkjuna öfugt og fann mér því myndband sem sýnir hvernig hún er prjónuð rétt og það er auðvitað mikið þægilegra þegar lykkjan snýr rétt í næstu umferð :)
Annars er nú ástæðan fyrir prjóneríinu núna sú að ég sá að Prjónasmiðja Tínu er með ráðgátuprjón í gangi. Það er prjónaður pottaleppur/tuska en ekki er vitað hvernig mynstrið er. Í dag eru búnir 10 dagar en þetta eru oft bara tvær umf. á dag þannig að ef ykkur langar til að vera með þá eruð þið enga stund að ná okkur :)
Hér má fara inn á ráðgátuprjónið: http://goo.gl/HbTAHn
En þar sem ég get verið stundum óþolinmóð sérstaklega gagnvart handavinnunni þá bara gat ég ekki hugsað mér að stoppa að prjóna bara eftir þessar fimm fyrstu umferðir... þetta var nú bara svo gaman ;) Þannig að ég ákvað að hita upp á milli þess sem ég beið eftir umferðum næstu daga og prjónaði tvær tuskur. Uppskriftirnar eru fínar en það fylgir þeim mynsturteikning... en þar sem ég er nú ekki svo vanur prjónari þá áttaði ég mig ekki á því að það var mismunandi hvað táknin þýddu á réttunni og röngunni... þannig að þegar ég var hálfnuð með að prjóna fyrri tuskuna og skoðaði aðeins betur skýringuna með teikningunni þá kveiknaði á perunni og ég auðvitað rakti upp og byrjaði að nýju.
Mér finnst fyrri tuskan (dökkbleika) fallegri en það mynstur er líka einfaldara... oft er það bara fallegast :) Einnig sá ég þegar ég var að verða búin með seinni tuskuna að ég hefði óvart gert eina umf. brugna í öðrum kantinum í stað slétta og þar sem þetta er bara tuska þá nennti ég ekki að rekja upp... þó að ég hafi pínu átt erfitt með það... ef þetta hefði verið heklað stykki þá hefði ég pottþétt gert það ;)
Garn: Tuva Helårsgarn
Prjónar: 3,0 mm
Uppskrift dökkbleika: http://www.ravelry.com/patterns/library/juniper-einer
Uppskrift ljósbleika: http://www.ravelry.com/patterns/library/the-grand-finale
Annars er nú ástæðan fyrir prjóneríinu núna sú að ég sá að Prjónasmiðja Tínu er með ráðgátuprjón í gangi. Það er prjónaður pottaleppur/tuska en ekki er vitað hvernig mynstrið er. Í dag eru búnir 10 dagar en þetta eru oft bara tvær umf. á dag þannig að ef ykkur langar til að vera með þá eruð þið enga stund að ná okkur :)
Hér má fara inn á ráðgátuprjónið: http://goo.gl/HbTAHn
En þar sem ég get verið stundum óþolinmóð sérstaklega gagnvart handavinnunni þá bara gat ég ekki hugsað mér að stoppa að prjóna bara eftir þessar fimm fyrstu umferðir... þetta var nú bara svo gaman ;) Þannig að ég ákvað að hita upp á milli þess sem ég beið eftir umferðum næstu daga og prjónaði tvær tuskur. Uppskriftirnar eru fínar en það fylgir þeim mynsturteikning... en þar sem ég er nú ekki svo vanur prjónari þá áttaði ég mig ekki á því að það var mismunandi hvað táknin þýddu á réttunni og röngunni... þannig að þegar ég var hálfnuð með að prjóna fyrri tuskuna og skoðaði aðeins betur skýringuna með teikningunni þá kveiknaði á perunni og ég auðvitað rakti upp og byrjaði að nýju.
Mér finnst fyrri tuskan (dökkbleika) fallegri en það mynstur er líka einfaldara... oft er það bara fallegast :) Einnig sá ég þegar ég var að verða búin með seinni tuskuna að ég hefði óvart gert eina umf. brugna í öðrum kantinum í stað slétta og þar sem þetta er bara tuska þá nennti ég ekki að rekja upp... þó að ég hafi pínu átt erfitt með það... ef þetta hefði verið heklað stykki þá hefði ég pottþétt gert það ;)
Garn: Tuva Helårsgarn
Prjónar: 3,0 mm
Uppskrift dökkbleika: http://www.ravelry.com/patterns/library/juniper-einer
Uppskrift ljósbleika: http://www.ravelry.com/patterns/library/the-grand-finale
8. september 2013
Heklaðar jólakúlur
María-heklbók er loksins komin út en margir hafa beðið með óþreyju eftir annari heklbók á íslensku. Mér finnst þessi bók mjög falleg og alls ekki síðri en Þóra-heklbók sem er fyrri bókin. Fullt af skemmtilegum uppskriftum en ég tók að mér að prufuhekla fyrir bókina en komst reyndar ekki yfir að hekla allt svo að ég á örugglega eftir að hekla margt upp úr bókinni.
Svo má einnig geta þess að það er önnur íslensk heklbók að koma út á næstu dögum en hún heitir Heklað fyrir smáfólkið... vonandi er þetta bara vísir að því að það muni koma fleiri heklbækur út á íslensku á komandi árum :)
Ég heklaði Skrepp og Lepp úr Maríu-heklbók en ekki alveg í hinum týpísku jólalitum... ég var rosalega ánægð með uppskriftina að jólakúlunum þar til ég sá myndirnar af jólakúlunum í bókinni... en ég gat ekki annað en hlegið því að ég hafði sett kúlurnar vitlaust í... ég verð að viðurkenna það að þær eru nú flottari eins og þær áttu að vera en mér fannst þær reyndar alveg líka flottar hinsegin :) Skelli inn mynd af þeim þannig líka til gamans ;)
Garn: Løve Garn Bomuld 8/4 Merceriseret
Heklunál: 2,0 mm
Uppskrift: Skreppur og Leppur úr Maríu-heklbók
Svo má einnig geta þess að það er önnur íslensk heklbók að koma út á næstu dögum en hún heitir Heklað fyrir smáfólkið... vonandi er þetta bara vísir að því að það muni koma fleiri heklbækur út á íslensku á komandi árum :)
Ég heklaði Skrepp og Lepp úr Maríu-heklbók en ekki alveg í hinum týpísku jólalitum... ég var rosalega ánægð með uppskriftina að jólakúlunum þar til ég sá myndirnar af jólakúlunum í bókinni... en ég gat ekki annað en hlegið því að ég hafði sett kúlurnar vitlaust í... ég verð að viðurkenna það að þær eru nú flottari eins og þær áttu að vera en mér fannst þær reyndar alveg líka flottar hinsegin :) Skelli inn mynd af þeim þannig líka til gamans ;)
Garn: Løve Garn Bomuld 8/4 Merceriseret
Heklunál: 2,0 mm
Uppskrift: Skreppur og Leppur úr Maríu-heklbók
2. september 2013
Litskrúðugt krukkuhekl
Eins og þeir sem líka við Facebooksíðu bloggsins hafa tekið eftir þá hef ég verið óstöðvandi í að hekla utan um krukkur undanfarna daga. Mér finnst þetta akkúrat vera tíminn til að sitja inni og hafa kósý meðan veðrið dynur á gluggunum. Ég var ekki búin að hekla í nokkra daga en ég var komin með pínu hekl-leiða á stóru verkefnunum sem ég er með í gangi þá var kjörið að finna einhver lítil verkefni til að upphefja andann :)
Ég ætla bara að skella inn fullt af myndum af þessum dásemdum... mér finnst þetta vera svo kósý :)
Garn: í allar krukkurnar nema gulu: Løve Garn Bomuld 8/4 Merceriseret, gula krukkan: Marks & Kattens Bianca.
Heklunál: 2,5 mm
Uppskrift: engar en ég skoðaði mörg mynstur í mynsturbók sem ég á en svo vafraði ég bara um netið og skoðaði Pinterest og fann nokkur mynstur þannig.
Úpps... ég var að gleyma þessum sem ég byrjaði á að gera... amk gleymdi ég þeim þegar ég tók hópmyndina ;)
Garn: Trysil Tuva
Heklunál: 3,0 mm
Uppskrift: engin
Ég ætla bara að skella inn fullt af myndum af þessum dásemdum... mér finnst þetta vera svo kósý :)
Ég er ánægðust með þessar tvær krukkur þ.e. appelsínugula og lillabláa þó að auðvitað eru þær allar sætar :)
Garn: í allar krukkurnar nema gulu: Løve Garn Bomuld 8/4 Merceriseret, gula krukkan: Marks & Kattens Bianca.
Heklunál: 2,5 mm
Uppskrift: engar en ég skoðaði mörg mynstur í mynsturbók sem ég á en svo vafraði ég bara um netið og skoðaði Pinterest og fann nokkur mynstur þannig.
Úpps... ég var að gleyma þessum sem ég byrjaði á að gera... amk gleymdi ég þeim þegar ég tók hópmyndina ;)
Garn: Trysil Tuva
Heklunál: 3,0 mm
Uppskrift: engin
Labels:
endurvinnsla,
Heklað,
Krukkur,
Rómantík