11. október 2015

Pinterest

Ég er búin að vera með í þónokkurn tíma borð sem heitir Föndrari af lífi og sál á Pinterest... þar hef ég reynt að setja alltaf inn þegar ég hef föndrað eitthvað nýtt og sett á bloggið. Eins og gefur að skilja þá er þetta borð orðið svolítið stórt og erfitt að finna nokkuð þarna. Þetta kaos fór pínu í taugarnar á skipulagsfríkinni og því dreif ég loksins í því að stofna sér aðgang fyrir bloggið. Nú er ég búin að sitja svolítið stíft við og búa til nokkur borð og setja slatta þarna inn.


Endilega fylgist með með mér þarna með því að ýta á "follow" (getið líka fylgst með einstökum borðum). Ég mun svo loka hinu borðinu því að ég vil ekki að vera setja inn sömu færslunar á tveimur stöðum :)