31. desember 2014

Gleðilegt ár! - uppskrift að snjókorni

Mig langar til að gefa lesendum bloggsins míns smá gjöf sem er snjókornauppskrift eftir mig :) Ég vona að ykkur líki við hana en þetta er frumraun mín í að hanna heklað snjókorn. Ég er búin að hekla svo mörg falleg snjókorn eftir Deborah Atkinson að mig langaði til að prófa að hanna eitt sjálf. Ég perlaði snjókorn um daginn með frændsystkinum mínum sem ég var mjög ánægð með og var það fyrirmynd mín að þessu snjókorni :)

Heklað snjókorn - Nýárs snjókorn
Nýárs snjókorn 

Efni og áhöld:
1,5 mm heklunál
heklugarn nr. 10

Stærð: tæplega 12 cm frá armi til arms

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
st = stuðull,
L = lykkja,
umf = umferð,
( ) x = hversu oft á að gera innihald svigans,
þrí-hnútur = 2 ll, (2 ll, kl. í 2. L frá nálinni) x 3, kl í næstu 2 ll.

Aðferð:
1. umf: 6 ll, tengja í hring með kl í 1. ll.

2. umf: 3 ll (telur sem st), * 1 ll, þrí-hnútur, 1 ll, st í hringinn, endurtaka frá * 5 sinnum til viðbótar en sleppið síðasta st í síðustu endurtekningunni og gerið kl í 3. ll í upphafi umf (samtals 6 þrí-hnútar).

3. umf: 3 ll (telur sem st), * stór armur gerður: 4 ll, kl í 2. L frá nálinni, 5 ll, kl í 2. L frá nálinni, 6 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 2 ll, þrí-hnútur, (unnið niður arminn aftur) 4 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 2 ll, kl í næstu ll fyrir neðan, 2 ll, kl í 2. L frá nálinni, 1 ll, kl í 2. ll af 3 ll sem eru á milli hnútanna tveggja í fyrri helmingi armsins (efri tígullinn gerður), 3 ll, kl í 2. L frá nálinni, 2 ll, kl í toppinn á st sem var gerður (neðri tígullinn gerður), minni armur gerður: 4 ll, þrí-hnútur, 4 ll, st í næsta st úr fyrri umf, endurtaka frá * 5 sinnum til viðbótar en sleppið síðasta st í síðustu endurtekningunni og gerið kl í 3. ll í upphafi umf sem er þar sem fyrsti armurinn byrjar (samtals 6 stórir armar og 6 minni armar). Klippið og gangið frá endum.

Stífið svo snjókornið eftir myndinni með þeim hætti sem ykkur líkar, en ég nota sykurvatn til þess (leysi upp í jöfnum hlutföllum strásykur og sjóðandi vatn). Skapalón eru nauðsynleg að mínu mati til að hjálpa við að hafa snjókornin bein. Í þessu tilfelli notaði ég 6 arma skapalón og ég vinn mig út frá miðjunni en mér fannst gott að móta stjörnuna áður en ég fór að strekkja á örmunum.

 © Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta án míns samþykkis.

Hér er svo linkur á uppskriftina á Ravlery fyrir þau ykkar sem eru þar:
http://www.ravelry.com/patterns/library/new-year-snowflake

Happy new year! - Snowflake pattern

I wanted to give the readers of my blog a little present... a snowflake pattern made by me :) I hope you like it but it's my first attempt to design a crochet snowflake pattern. I have been crocheting so many of Deborah Atkinson beautiful snowflakes that I wanted to try for myself. I was inspired by a one I made with Hama beads a while ago when I was beading with my nieces :)

Crochet snowflake - free pattern

A new year snowflake
Materials:
1,5 mm hook,
size 10 crochet yarn

size: approximately 12 cm from point to point.

Abbreviations (US terms):
ch = chain,
sl st = slip stitch,
sc = single crochet,
dc = double crochet,
rnd = round,
( ) x = how many times you do what parentheses contains,
tri-picot = ch 2, (ch 2, sl st in 2nd ch from hook) x 3, sl st in next 2 ch.

Instructions:
Round 1: ch 6, sl st into 1st ch.

Round 2: ch 3 (counts as dc), * ch 1, tri-picot, dc into ring, repeat from * 5 times more, omitting last dc of final repeat, sl st in 3rd ch of starting ch 3 (total 6 tri-picots).

Round 3: ch 3 (counts as dc), * bigger arm made: ch 4, sl st in 2nd ch from hook, ch 6, sl st in 2nd ch from hook and in next 2 ch, tri-picot, (worked back down arm) ch 4, sl st in 2nd ch from hook, ch 4, sl st in 2nd ch from hook and in next 2 ch,  sl st in next ch below, ch 2, sl st in 2nd ch from hook, ch 1, sl st in 2nd ch (of 3) between the two picots (upper diamond made), ch 3, sl st in 2nd ch from hook, ch 2, sl st in top of dc made (lower diamond made), smaller arm made: ch 4, tri-picot, ch 4, dc into next dc from previous rnd, repeat from * 5 times more, omitting last dc of final repeat, sl st in 3rd ch of starting ch 3 which is where the first arm begins (total 6 bigger arms and 6 smaller ones). Bind off and weave in ends.

Stiff and block your snowflake, I used sugar water (50/50 sugar and boiling water). I think templates are necessary so your snowflake will be straight. I used a 6 arm template and I think it’s best to start in the middle and work from there. I think it's good to pin the star before starting on the bigger arms.

© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - you may not copy this pattern in any way (for example translating) without my permission.

Here is a link to the pattern for those who are using Ravelry:
http://www.ravelry.com/patterns/library/new-year-snowflake

14. desember 2014

Föndrað í desember

Heklað utan um krukkur

Ég tók í dag myndir af nýjustu krukkunni sem ég var að hekla utan um og setti inn á Facebooksíðuna en svo langaði mig að bæta við einni mynd af henni í myrkri því að mér finnst skugginn af henni vera geðveikur... þannig að ég endaði bara á að taka fullt af myndum og skella í einn bloggpóst enda er ég búin að vera frekar löt að blogga :)

Hekluð krukka og heklaðar bjöllur

Flottur skuggi af heklinu

Ég sem sagt datt í heklgírinn í desember og var sko ekkert að hekla jólagjafir handa neinum heldur bara kósídót handa mér :) Mér datt í hug að hafa heklaðar hvítar krukkur á bakka og langaði að hekla úr fínna garni en ég hafði gert. Þrjár þeirra sem sjást hérna eru úr Satúrnus garninu og sú nýjasta er úr Solberg garni.

Heklaðar krukkur á bakka

Hér er svo mynd af bakkanum en núna langar mig bara í hvítar krukkur þannig að ég á örugglega eftir að hekla fleiri úr Solberg garninu ;) Hinar krukkurnar heklaði ég úr Satúrnus garninu en mér fannst það ekki nógu fínlegt.

Í fyrra var ég með fullt af hekluðum snjókornum í gluggunum og svo hafði ég heklað utan um nokkrar jólakúlur sem héngu á trénu ásamt nokkrum hekluðum stjörnum sem ég keypti í IKEA. Þannig að þegar ég byrjaði að tína fram smá skraut þá langaði mig svolítið til að halda í hvítt heklþema um jólin. Ég dró því fram hekluðu jólabjöllurnar sem voru það fyrsta sem ég heklaði eftir að ég lærði að hekla fyrir tæpum fimm árum (og var ástæðan fyrir að ég skellti mér á heklnámskeið eins og ég hef nú áður skrifað um) og skellti ofan á grenilengju. Ég varð auðvitað að draga fram uppskriftina og hekla nýjar bjöllur í hinn gluggann svo að þetta gæti verið í stíl. Ég þurfti reyndar að skipta um seríu þar sem hin var með hvítri snúru en þá var svo svakalega stutt á milli peranna í 10 ljósa seríunum þannig að ég keypti 20 ljósa en setti þá bara bjöllur á aðra hverja peru. Þá fannst mér þessar gömlu vera ekki nógu hvítar eins og nýju bjöllurnar þannig að þá bara varð maður að hekla fleiri bjöllur en ég tók bara Game of Thrones maraþon á meðan :)

Heklaðar bjöllur og greni

Hekluðu bjöllurnar skreyta svo mikið að mér fannst eiginlega ekki pláss fyrir mikið meira en nokkra köngla og pínku pons skraut :)

Glugginn minn

Jól 2014 - báðir gluggarnir

Skellti einni mynd af gluggunum mínum svo að þið sjáið afhverju ég gat ekki verið með "gular" bjöllur öðrum megin en það sást þó meira í dagsbirtunni ;)

Bjöllur:
Garn: Solberg 12/4
Heklunál: 1,75 mm
Uppskrift: https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advtype=59&advid=16385444

Krukkur:
Garn: Satúrnus og Solberg 12/4
Heklunál: 2,5 mm og 1,75 mm
Uppskrift: engin

29. nóvember 2014

Perlað snjókorn

Ég verð nú að viðurkenna að mér þykir gaman að perla og sest gjarnan niður með systurbörnum mínum og perla með þeim þegar þau eru í heimsókn :) Ég var búin að segja við frænku mína að það væri sniðugt að perla snjókorn og því var sest niður í dag og perlað þegar þau komu í heimsókn. Ég leitaði að myndum á pinterest fyrir hana en perlaði svo sjálf bara eitthvað út í loftið enda miklu skemmtilegra en að fylgja mynd ;)

Perlað snjókorn

Efni og áhöld eru einföld en það eru perlur, mót og svo smjörpappír og straujárn... tja og kannski smá þolinmæði líka :)

Perlað

Frænku minni langaði til að eiga snjókornið mitt en ég vildi frekar að hún myndi bara herma eftir mínu... þannig að hér er mynd af afrakstrinum hennar en hún bað sérstaklega eftir að fá að perla meira eftir kvöldmatinn :)

Perlað jólaskraut

22. nóvember 2014

Heklað snjókorn # 4

Second Down Snowflake - heklað snjókorn

Það hefur lítið líf verið á síðunni minni að undanförnu en ástæðan er nú sú að ég er búin að vera í síðbúnu "sumarfríi"... en nú rætist úr því þar sem ég er hér með íslenska þýðingu af snjókorni eftir Deborah Atkinsson. Þetta snjókorn er mun einfaldara en þetta sem ég birti síðast. Ég tel mig hafa rekist á smávægilega villu í uppskriftinni sem ég sleppti í þýðingunni :) 

Ég mun svo vera með samhekl á þessu snjókorni eins og hinum inni á Facebooksíðu bloggsins en það mun standa yfir til 30. nóvember 2014. Ef þið viljið vera með þá endilega skráið ykkur á viðburðinn:
https://www.facebook.com/events/585620231567557/

Second Down Snowflake

Höfundur að þessari uppskrift er Deborah Atkinsson (http://www.snowcatcher.net/). Uppskriftin er þýdd og birt hér með leyfi höfundar. Það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta nema með leyfi höfundar.

Upprunaleg uppskrift:
http://www.snowcatcher.net/2014/01/snowflake-monday_27.html
Uppskriftin á Ravlery:
http://www.ravelry.com/patterns/library/second-down-snowflake

Mælt með: heklugarn nr. 10 og 1,5 mm heklunál.

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
fl = fastalykkja,
hst = hálfstuðull,
st = stuðull,
L =  lykkja
llb = loftlykkjubogi,
sl = sleppa


ATHUGIÐ! Þegar höfundurinn talar um að endurtaka frá * X sinnum þá þýðir það í raun að þið gerið þetta einu sinni og svo eigið þið að endurtaka það sem þið voruð að gera X sinnum til viðbótar. Dæmi: endurtakið frá * 4 sinnum þýðir að þið gerið hlutinn 5 sinnum.

Aðferð:
Gerið galdralykkju.

1. umf: 2 ll (telur sem 1 st), 11 st í hringinn; kl í 2. L af byrjunar 2 ll. Þrengið galdralykkjuna vel, en hafið opið nógu vítt til að lykkjurnar inn í liggi sléttar.

2. umf: *1 fl í næsta st, 5 ll, sl næsta st; endurtaka frá * 5 sinnum, kl í byrjunar fl.

3. umf: *3 fl í næsta 5 llb, 5 ll, 2 st í 3. L frá nálinni (2 st hnútur gerður), 6 ll. kl í 2. L frá  nálinni, [dragið upp bandið í næstu ll, dagið upp bandið í næstu ll, sláið upp á og dragið í gegnum allar 3 L á nálinni] 2 sinnum (fl úrtaka gerð), 1 hst í sömu ll og úrtakan var gerð, 4 ll, 1 hst í 3. L frá  nálinni (hst hnútur gerður), [3 ll, kl í 2. L frá nálinni] 2 sinnum (kl hnútar gerðir), 5 ll, unnið aftur niður arminn kl í 2. L frá nálinni og í hverja af næstu 3 L, 2 ll, kl í 2. L frá nálinni (kl hnútur gerður), kl í ll á milli kl hnútanna á arminum, 2 ll, kl í 2. L á nálinni, kl í ll á milli kl hnútsins og hst hnútsins, 3 ll, 1 hst í 3. L frá nálinni, kl í næstu ll á eftir hst hnútunum á sitthvorum arminum, 4 ll, kl í 2. L frá nálinni, 2 fl í næstu ll, 2 fl í næstu ll, 1 hst í sömu L, kl í toppinn á 2. st í tveggja st hnútinum á arminum, 3 ll, 2 st í 3. L frá nálinni, kl í næstu ll á eftir 2/st hnútinum,1 ll, 3 fl í sama 5 llb; endurtaka frá * 5 sinnum, kl í byrjunar fl; klippa og ganga frá endum.

Þýðing: Ólöf Lilja Eyþórsdóttir

Stífið svo snjókornið, en ég nota sykurvatn (50/50 sykur og sjóðandi vatn. Skapalón eru nauðsynleg að mínu mati til að hjálpa við að hafa snjókornin bein. Ég set skapalónin ofan á frauðplast og set svo bökunarpappír yfir. Nauðsynlegt er að nota ryðfría títuprjóna til verksins (ef þið eruð ekki viss þá endilega gerið prufu svo að snjókornið skemmist ekki).

Hér má finna góð ráð varðandi stífingar: http://handverkskunst.wordpress.com/2012/10/22/5-god-rad-thegar-stifa-a-hekl-eda-prjon/

12. október 2014

Heklað snjókorn #3

Heklað snjókorn - íslensk þýðing

Ég er með samhekl samhliða því sem ég birti þýðingar af snjókornunum inni á Facebooksíðu bloggsins.
Ég er búin að stofna viðburð fyrir þetta snjókorn og stendur samheklið til 19. október 2014. Ef þið viljið vera með þá endilega skráið ykkur á viðburðinn: https://www.facebook.com/events/860064340678723/

San Rafael Swell Snowflake

Höfundur að þessari uppskrift er Deborah Atkinsson (http://www.snowcatcher.net/). Uppskriftin er þýdd og birt hér með leyfi höfundar. Það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta nema með leyfi höfundar.

Upprunaleg uppskrift:
http://www.snowcatcher.net/2014/03/snowflake-monday.html
Uppskriftin á Ravlery:
http://www.ravelry.com/patterns/library/san-rafael-swell-snowflake

Mælt með: heklugarn nr. 10 og 1,5 mm heklunál.

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
fl = fastalykkja,
hst = hálfstuðull,
st = stuðull,
tbst = tvöfaldur stuðull,
L =  lykkja
llb = loftlykkjubogi,
sl = sleppa


ATHUGIÐ! Þegar höfundurinn talar um að endurtaka frá * X sinnum þá þýðir það í raun að þið gerið þetta einu sinni og svo eigið þið að endurtaka það sem þið voruð að gera X sinnum til viðbótar. Dæmi: endurtakið frá * 4 sinnum þýðir að þið gerið hlutinn 5 sinnum.

Aðferð:
Gerið galdralykkju.

1. umf: 7 ll (telur sem tbst og 3 ll), *2 tbst í hringinn, 3 ll; endurtaka frá * 4 sinnum; 1 tbst í hringinn; kl í 4. ll af byrjunar 7 ll. Þrengið galdralykkjuna vel, en hafið opið nógu vítt til að lykkjurnar inn í liggi sléttar.

2. umf: *3 fl í næsta 3 llb, 11 ll, 1 fl í 2. L frá nálinni og í hverja af næstu 9 ll, 3 fl í sama bil; endurtaka frá * 5 sinnum; kl í byrjunar fl.

3. umf: *1 fl í hverja af næstu 2 fl, sl næstu fl, [1 fl í næstu fl, 1 ll, sl. næstu fl] 2 sinnum, 1 hst í næstu fl, 1 ll, sl. næstu fl, 1 st í næstu fl, 1 ll, sl. næstu fl, 1 tbst í 1 ll oddinn, 3 ll, [3 tbst í sama bil, 3 ll] 2 sinnum, 1 tbst í sama bil, 1 ll, sl. næstu fl, 1 st í næstu fl, 1 ll, sl. næstu fl, 1 hst í næstu fl, [1 ll, sl. næstu fl, 1 fl í næstu fl] 2 sinnum, sl. næstu fl, 1 fl í hverja af næstu 2 fl, sl. næstu 2 fl; endurtaka frá * 5 sinnum; kl í byrjunar fl.

4. umf: *2 ll, 2 fl í næsta 1 llb, 2 ll, 2 hst í næsta 1 llb, 2 ll, [2 st í næsta 1 llb, 2 ll] 2 sinnum, kl í sama 1 llb, kl í næsta 3 llb, 4 ll, 1 fl í 2. L frá nálinni (hnútur gerður), 2 st í sama 3 llb, 5 ll, 1 hst í 3. L frá nálinni og í hverja af næstu 2 ll, 2 st í sama 3 llb, 4 ll, kl í 2. L frá nálinni, 1 fl í hverja af næstu 2 ll, sl. næsta tbst, 1 st í næsta tbst, 1 hst í næsta tbst, 1 fl í næsta 3 llb, 6 ll, kl í 2. L frá nálinni og í hverja af næstu 2 ll, 4 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu ll, 3 ll, kl í 2. L frá nálinni, 5 ll, 1 fl í 3. L frá nálinni, 6 ll, unnið aftur niður arminn, kl í 3. L frá nálinni og í hverja af næstu 3 ll, 3 ll, 1 fl í 3. L frá nálinni, kl í hverja af næstu 2 ll á milli fl hnútsins og kl hnútsins, 2 ll, kl í 2. L frá nálinni, kl í ll á milli kl hnútsins og 2/kl hnútsins, 3 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu ll, kl í ll á milli 2/kl hnútsins og 3/kl hnútsins, 4 ll, kl í 2. L frá nálinni og í hverja af næstu 2 ll, kl í næstu ll strax á eftir 3/kl hnútsins, 1 ll, 1 fl í sama 3 llb og fl á undan, 1 hst í næsta tbst, 1 st í næsta tbst, 4 ll, kl í 2. L frá nálinni og í hverja af næstu 2 ll, 2 st í næsta 3 llb, 5 ll, 1 hst í 3. L frá nálinni og í hverja af næstu 2 ll, 2 st í sama 3 llb, 2 ll, 1 fl í 2. L frá nállinni, 2 ll, kl í sama 3 llb, kl í næsta 1 llb, 2 ll, 2 st í sama bil, 2 ll, 2 st í næsta 1 llb, 2 ll, 2 hst í næsta 1 llb, 2 ll, 2 fl í næsta 1 llb, 2 ll, sl. næstu 3 fl, kl í litlu samskeytin á milli 2/fl hópanna (á milli armanna) ; endurtaka frá * 5 sinnum; Klippa og ganga frá endum.

Þýðing: Ólöf Lilja Eyþórsdóttir

Stífið svo snjókornið, en ég nota sykurvatn (50/50 sykur og sjóðandi vatn. Skapalón eru nauðsynleg að mínu mati til að hjálpa við að hafa snjókornin bein. Ég set skapalónin ofan á frauðplast og set svo bökunarpappír yfir. Nauðsynlegt er að nota ryðfría títuprjóna til verksins (ef þið eruð ekki viss þá endilega gerið prufu svo að snjókornið skemmist ekki).

Hér má finna góð ráð varðandi stífingar: http://handverkskunst.wordpress.com/2012/10/22/5-god-rad-thegar-stifa-a-hekl-eda-prjon/


4. október 2014

Heklað snjókorn #2

Teocalli Snowflake - heklað snjókorn

Ég er með samhekl samhliða því sem ég birti þýðingar af snjókornunum inni á Facebooksíðu bloggsins.
Ég er búin að stofna viðburð fyrir þetta snjókorn og stendur samheklið til 12. október 2014. Ef þið viljið vera með þá endilega skráið ykkur á viðburðinn: https://www.facebook.com/events/1473217676283309/

Teocalli Snowflake

Höfundur að þessari uppskrift er Deborah Atkinsson (http://www.snowcatcher.net/). Uppskriftin er þýdd og birt hér með leyfi höfundar. Það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta nema með leyfi höfundar.

Upprunaleg uppskrift:
http://www.snowcatcher.net/2014/07/snowflake-monday_14.html
Uppskriftin á Ravlery:
http://www.ravelry.com/patterns/library/teocalli-snowflake

Mælt með: heklugarn nr. 10 og 1,5 mm heklunál.

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
fl = fastalykkja,
hst = hálfstuðull,
st = stuðull,
L =  lykkja
llb = loftlykkjubogi,
sl = sleppa


ATHUGIÐ! Þegar höfundurinn talar um að endurtaka frá * X sinnum þá þýðir það í raun að þið gerið þetta einu sinni og svo eigið þið að endurtaka það sem þið voruð að gera X sinnum til viðbótar. Dæmi: endurtakið frá * 4 sinnum þýðir að þið gerið hlutinn 5 sinnum. Í upprunalegu uppskriftinni var smávægileg villa í 3. umf. sem ég leyfði mér að leiðrétta í þýðingunni.

Aðferð:
Gerið galdralykkju.

1. umf: 2 ll (telur sem 1 st), 1 st í hringinn, *8 ll, 2 st í hringinn; endurtaka frá * 4 sinnum; 8 ll, kl í 2. L á byrjunar 2 ll. Þrengið galdralykkjuna vel, en hafið opið nógu vítt til að lykkjurnar liggi sléttar.

2. umf: 2 ll (telur sem 1 st), *1 fl í næsta 8 llb, 1 hst í sama llb, 2 st í sama llb, 10 ll, 1 fl í 2. L frá nálinni og í hverja af næstu 2 L, 1 hst í hverja af næstu 3 L, 1 st í hverja af næstu 3 L (armur gerður), 2 st í sama 8 llb, 1 hst í sama bil, 1 fl í sama bil, 1 st á milli næstu tveggja st; endurtaka frá * 5 sinnum, sl síðasta st í síðustu endurtekningunni; kl í 2. L af byrjunar 2 ll.

3. umf: 2 ll (telur sem 1 st), *sl næstu 2 L, 1 fl í hverja af næstu 2 st, unnið upp frá neðsta hluta armsins 1 fl í hverja af næstu 2 st, 5 ll, sl næstu L, 1 fl í næstu L, 2 ll, sl næstu 2 L, 1 st í næstu L, 4 ll, 1 fl í 2. L frá nálinni, 3 ll, sl næstu L, 1 fl í oddinn á arminum, 6 ll, 1 st í 6. L frá nálinni, 8 ll, 1 fl í 8. L frá nálinni, 6 ll, 1 st í 6. L frá nálinni, 1 fl í oddinn á arminum, unnið aftur niður arminn 5 ll, 1 fl í 2. L frá nálinni, 2 ll, sl. næstu L í arminum, 1 st í næstu L (ætti að vera beint á móti st á hinni hlið armsins), 2 ll, sl næstu 2 L, 1 fl í næstu L (ætti að vera beint á móti fl á hinni hlið armsins), 5 ll, sl næstu L, 1 fl í hverja af næstu 4 L, 1 st í st á milli armanna, 3 ll, kl í topp st (hnútur gerður); endurtaka frá * 5 sinnum, sleppið síðasta st í síðustu endurtekningunni, kl í 2. L af byrjunar 2 ll, 3 ll, kl í sömu ll til að mynda hnút; klippa og ganga frá endum.

Þýðing: Ólöf Lilja Eyþórsdóttir

Stífið svo snjókornið, en ég nota sykurvatn (50/50 sykur og sjóðandi vatn. Skapalón eru nauðsynleg að mínu mati til að hjálpa við að hafa snjókornin bein. Ég set skapalónin ofan á frauðplast og set svo bökunarpappír yfir. Nauðsynlegt er að nota ryðfría títuprjóna til verksins (ef þið eruð ekki viss þá endilega gerið prufu svo að snjókornið skemmist ekki).

Hér má finna góð ráð varðandi stífingar: http://handverkskunst.wordpress.com/2012/10/22/5-god-rad-thegar-stifa-a-hekl-eda-prjon/

28. september 2014

Fyrsta snjókorn haustsins

Í fyrra stóð ég fyrir samhekli á snjókornum eftir Deborah Atkinson inni á Handóðum heklurum en ég er með pínu æði fyrir hekluðum snjókornum og snjókornin hennar eru æði! Þar sem ég er ekki lengur stjórnandi í hópnum (hafði ekki tíma fyrir það) þá datt mér í hug að fá leyfi frá henni til að þýða nokkrar uppskriftir og birta á blogginu mínu sem hún veitti mér góðfúslega :)

Það er úr nógu að velja enda eru snjókornin hennar hvert öðru fallegra en fyrsta snjókornið vildi ég hafa fremur auðvelt þó að auðvitað getur ekki talist auðvelt að hekla snjókorn en það er þolinmælisvinna og þarf maður að lesa textann vel og gera nákvæmlega eins og sagt er :)  

Ég ætla að hafa samhekl samhliða því sem ég birti þýðingar af snjókornunum inni á Facebooksíðu bloggsins.
Ég er búin að stofna viðburð fyrir þetta snjókorn og stendur samheklið til 5. október 2014. Ef þið viljið vera með þá endilega skráið ykkur á viðburðinn: https://www.facebook.com/events/1478382999107798/


Enchanted Forest Snowflake

Enchanted Forest Snowflake

Höfundur að þessari uppskrift er Deborah Atkinsson (http://www.snowcatcher.net/). Uppskriftin er þýdd og birt hér með leyfi höfundar. Það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta nema með leyfi höfundar.

Upprunaleg uppskrift:
http://www.snowcatcher.net/2013/12/snowflake-monday_16.html
Uppskriftin á Ravlery:
http://www.ravelry.com/patterns/library/enchanted-forest-snowflake-and-tree

Mælt með: heklugarn nr. 10 og 1,5 mm heklunál (garnið sem ég notaði er DMC Babylo)

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
fl = fastalykkja,
hst = hálfstuðull,
st = stuðull,
L =  lykkja
llb = loftlykkjubogi,
sl = sleppa


ATHUGIÐ! Þegar höfundurinn talar um að endurtaka frá * X sinnum þá þýðir það í raun að þið gerið þetta einu sinni og svo eigið þið að endurtaka það sem þið voruð að gera X sinnum til viðbótar. Dæmi: endurtakið frá * 4 sinnum þýðir að þið gerið hlutinn 5 sinnum.

Aðferð:
6 ll, kl í 1. ll EÐA gerið galdralykkju.

1. umf: 12 fl í hringinn; kl í byrjunar fl. Þrengið galdralykkjuna vel, en hafið opið nógu vítt til að lykkjurnar inn í liggi sléttar.

2. umf: 3 ll (telur sem 1 st),* sl 1 fl, 1 st í næstu fl, 6 ll, 1 st í sömu fl; endurtaka frá * 4 sinnum; sl 1 næstu fl, 1 st í sömu fl og kl, 6 ll, kl í 3. ll af byrjunar 3 ll.

3. umf: *3 fl í næsta 6 llb, 10 ll, 3 fl í sama bil; endurtaka frá * 5 sinnum; kl í byrjunar fl.

4. umf: *2 ll, 2 st í næsta 10 llb, *[3 ll, kl í toppinn á st sem var verið að gera, 2 st í sama llb/L] 3 sinnum, 3 ll, 2 st í 3. L frá nálinni, 5 ll, 1 fl í 5. L frá nálinni, 6 ll, kl í fl, 4 ll, kl í fl, 3 ll, 2 st í 3. L frá nálinni, [2 st í sama llb, 3 ll, kl í st sem var verið að gera] 3 sinnum, 2 st í sama llb, 2 ll, kl í bilið á milli næstu tveggja 3/fl hópa; endurtaka frá * 5 sinnum, enda á kl í byrjunar fl í umf. 3. Klippa og ganga frá endum.

Þýðing: Ólöf Lilja Eyþórsdóttir

Stífið svo snjókornið, en ég nota sykurvatn (50/50 sykur og sjóðandi vatn. Skapalón eru nauðsynleg að mínu mati til að hjálpa við að hafa snjókornin bein. Ég set skapalónin ofan á frauðplast og set svo bökunarpappír yfir. Nauðsynlegt er að nota ryðfría títuprjóna til verksins (ef þið eruð ekki viss þá endilega gerið prufu svo að snjókornið skemmist ekki).

Hér má finna góð ráð varðandi stífingar: http://handverkskunst.wordpress.com/2012/10/22/5-god-rad-thegar-stifa-a-hekl-eda-prjon/

2. september 2014

Oops I did it again

...  mig langaði líka í fjólublátt sjal svo að ég heklaði annað stærra handa mér eftir að ég heklaði fjólubláa afmælissjalið handa frænku minni en ég ákvað að nota fíngerðara garn en gefið var upp til að mynstrið nyti sín betur en mér fannst það vera heldur þétt.

Piquant Shawl Fjólublátt sjal
Ég fann yndislega mjúkt og fallegt garn í Rósu ömmu sem er frá Mayflower og heitir Merino 400. Ég ákvað að kaupa ríflega af því eða 4 dokkur en já ég á næstum afgang í annað sjal en ég þurfti að taka smávegis af þeirri þriðju :)

Ég breytti aðeins út af uppskriftinni þegar ég heklaði þetta í annað sinn en ég ákvað að hafa frekar fleiri enda til að ganga frá en að hafa það ekki eins báðum megin og svo þorði ég ekki öðru en að stækka aðeins uppskriftina þar sem ég var að nota fíngerðar garn. Engar stórkostlegar breytingar sem sagt.

Heklað sjal

Liturinn myndast ekki nógu vel hjá mér en það er fjólublátt ekki ljósfjólublátt eða dökkblátt :) Ég ákvað að taka myndir við gluggann svo að birtan næði að skína í gegn og þá sést mynstrið enn betur. 

Ef ég myndi gera þetta sjal í þriðja sinn... sem ég gæti alveg hugsað mér þar sem það er mjög gaman að hekla það... þá myndi ég nota minni heklunál í dúlleríið eða kantinn en mér þótti vera fullþröngt á þingi þegar ég var að strekkja sjalið og kanturinn ekki alveg njóta sín eins vel og á fyrra sjalinu.

Kanturinn

Garn: Merino 400 frá Mayflower
Heklunál: 3,5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/piquant

19. maí 2014

Fjólublátt afmælissjal

Frænka mín sem verður 6 ára eftir nokkra daga óskaði eftir að ég heklaði handa henni fjólublátt sjal :) Ég var ekkert smá ánægð með þá ósk en ég hef mjöööög gaman af því að hekla sjöl :) Vandinn var bara að gera eitthvað sem væri ekki alltof stórt handa lítilli skvísu og því fannst mér þessi klassíska sjalalögun ekki passa.

Ég var búin að setja þessa uppskrift í favorites hjá mér á Ravelry og reyndar slatta af öðrum fallegum uppskriftum af sjölum og var því ekki lengi að velja uppskriftina. Garnið var bara valið út af því að þessi fjólublái litur er svo bjartur og fallegur... reyndar skilar hann sér ekki alveg nógu vel út á myndunum enda var síminn brúkaður og kvöldsólin aðeins að skemma fyrir birtunni en ég hafði ekki þolinmæði til að bíða lengur enda þarf ég að fara að gefa sjalið ;)

Piquant - heklað sjal

Heklað sjal

Uppskriftin er fín en hún er bæði skrifuð og með teikningum. Mér fannst mjög skemmtilegt að hekla þetta sjal en ég hef ekki heklað sjöl með þessum hætti áður en maður byrjaði á kantinum og svo var það heklað allt í einu og því fáir endar til að ganga frá :) Ég á örugglega eftir að hekla annað mun stærra handa mér sjálfri og örugglega eftir að hekla fleiri sjöl frá þessum hönnuði enda sjölin hennar gullfalleg :)

Garn: Heritage Silk frá Cascade Yarns
Heklunál: 3,5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/piquant

22. febrúar 2014

Trölladeig

Þegar maður er að pakka niður búslóðinni þá rekst maður á ýmislegt gamalt mis eigulegt dót. Í kassa sem ég opnaði ekki í þegar ég flutti síðast fann ég gamalt föndur sem ég hef líklegast verið að gera fljótlega upp úr aldarmótunum :) Góð vinkona mín var algjör trölladeigssnillingur og kenndi mér réttu handtökin :) 

Trölladeig - engill

Trölladeig - kokkapar

Mér finnst mjög gaman að þessu þó að ég muni sennilega ekki setja þetta upp á vegg hjá mér... en ég hef lært það í gegnum tíðina að maður á aldrei að segja aldrei... en það er samt gaman að eiga gamalt föndur og pakkaði ég þessu því mun betur inn núna en það hafði verið gert síðast :)

26. janúar 2014

Lítið prjónað sjal

Afsakið hvað það er langt síðan það hefur heyrst frá mér... en bara búin að vera svolítið upptekin og sé jafnvel fram á að vera það áfram þar sem flutningar eru framundan.

Eitt af áramótaheitunum var að vera duglegri að prjóna á árinu og ég er búin að prjóna nokkra ferninga og reyndar hekla líka sem munu svo fara í teppi handa börnum í Sýrlandi í gegnum LILY. Svo er ég búin að prjóna handa mér eitt pínkulítið sjal... en ég hef bara einu sinni prjónað svona lítið sjal eða shawlette áður en það var Skorradalssjalið... en núna var ég með mjög fíngert garn eða lace garn. Mér finnst miklu fallegra að hekla úr svona fíngerðu garni en að prjóna því að mér finnst ég sjá allar ójafnar lykkjur og svo voru notaðar styttri umferðir (short rows) og þar sem ég get ekki talið mig vera mjög vanan prjónara þá vissi ég ekki alveg hvaða aðferð myndi henta best og mér finnst ég alveg sjá hvar þetta var gert... en ég apaði eftir öðrum á Ravelry en það sést líka hjá hinum... kannski er þetta alltaf svona í fíngerðu garni :)

Annis shawl - lítið prjónað sjal

Annis shawl - lítið prjónað sjal - nærmynd


Þetta gekk samt ekki alveg þrautarlaust fyrir sig... en ég á það til að vera pínu fljótfær þegar kemur að hannyrðum og vil bara drífa í hlutunum og þá stundum gleymist að lesa uppskriftina og þurfti ég því að rekja upp svolítið í upphafi :) En eftir það þá gekk þetta fínt en ég notaði bara trilljón prjónamerki og setti eftir hverja mynsturendurtekningu og gat þá alltaf talið lykkjunar og ég þurfti ekkert að rekja upp nema þarna í byrjun :) Reyndar finnst mér líka mér þessir hnútar ekki koma nógu vel út hjá mér en ég notaðist við "heklunálaraðferðina" sem ég sá að vinsælt var að nota.

Garnið var fínt en ég ákvað að prjóna úr því þar sem ég keypti það fyrir nokkuð löngu síðan og ætlaði að hekla sjal en held að ég hafi keypt einni hespu of lítið til að ná í ágætt sjal.... það fór næstum ekkert í þetta litla sjal en það vegur 31 gramm :)

Garn: Alpaca Lace frá Cascade
Prjónar: 4,0 mm og 5,0 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/annis

1. janúar 2014

Árið 2013 kvatt

Gleðilegt ár kæru lesendur bloggsins :)

Það er ekki úr vegi að hefja nýja árið á því að klára að blogga um nokkra hluti sem ég gleymdi eða hafði ekki tíma til að blogga um :)

Mamma á afmæli á jóladag og fékk þetta sjal í afmælisgjöf. Þetta var önnur tilraun mín við þetta fallega sjal en ég á enn eitt sjal sem ég henti frá mér þar sem ég í fyrsta lagi heklaði þrefalda stuðla í stað tvöfalda og svo dugði ekki garnið þannig að ég þarf að rekja það upp einhvern daginn. Þessi tilraun hepnaðist mjög vel þrátt fyrir að þurfa að rekja svolítið upp þar sem garnið kláraðist áður en ég náði að klára kantinn... ég virðist eiga mjög erfitt með að sjá hvað það fer mikið garn í kantana ;) Þegar ég hekla þetta sjalt næst þá ætla ég að nota aðeins stærri hekunál þar sem ég fíla betur opin sjöl en mömmu er oft svo kalt þannig að þetta hentar henni vel.

Shawl Of The Moirae


Garn: Knit Picks Shadow Tonal
Heklunál: 3,5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/shawl-of-the-moirae

Ein hekluð Kría fór í einn jólapakkann... ég get ekki hugsað mér að hekla hana úr einbandi og litaskipt garn kemur mjög vel út :)

Hekluð Kría

Garn: Kunstgarn
Heklunál: 5,5 mm
Uppskrift: Kría úr Þóru-heklbók

Mér sýnist ég hafa gleymt að minnast nokkuð á fyrstu kríuna sem ég heklaði og ætlaði að gefa frænku minni... svo fannst mér hún eitthvað of stór á hana að ég ákvað að eiga hana sjálf :)

Kría


Garn: King Cole Galaxy
Heklunál: 8 mm
Uppskrift: Kría úr Þóru-heklbók

Svo heklaði ég utan um viskustykki.... ég mæli nú með því að þið leggið viskastykkið saman og tékkið hvort að það sé jafnt á alla kanta áður en þið byrjið að hekla. Ég var svo svekkt þegar ég uppgötvaði að annað viskastykkið var ramskakkt. Ég gerði skeljakrukkumynstrið í annað en svo fannst mér það svolítið gróft þannig að hitt fékk bara pínulítinn kant :)

Heklað utan um viskustykki og skeljakrukka


Garn: Mandarin Petit
Heklunál: 2,0 mm og 3,0 mm

Svo fóru þessar krukkur ásamt einu snjókorni í smá pakka í jólapakkaleik í einum saumaklúbbunum. Ég breytti uppskriftinni aðeins en þarna heklaði ég hálfstuðla í toppinn án þessa að taka úr... finnst þetta vera miklu flottara :)

Heklað utan um krukkur - skeljakrukkur

Garn: Mandarin Petit
Heklunál: 2,5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/skeljakrukka---crochet-jar-cover

Þessar jólakúlur heklaði ég svo og hengdi á jólatréð... ég væri alveg til í að hekla utan um fleiri en því miður vannst ekki tími til þess fyrir þessi jól :)

Heklað utan um jólakúlu
 
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,75 mm
Uppskrift: http://kvennabladid.is/2013/12/01/heklud-jolakula-alveg-otrulega-falleg/


Heklað utan um jólakúlu

Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,75 mm
Uppskrift: http://www.youtube.com/watch?v=SlpgXdNaE4A

Svo föndraði ég þessi tvö vetrarkerti en myndirnar fékk ég að láni af netinu en þær fann ég bara með aðstoð Google.
Vetrarkerti

Jæja nú held ég að ég sé búin að telja upp það sem ég er búin að klára á árinu án þess að blogga um það :)

Markmið á nýja árinu er svo að prjóna svolítið meira en ég tók eftir því þegar ég skoðaði hvað ég hefði verið að gera á árinu að þá hefur allt greinilega snúist um að munda heklunálina. Annað markmið sem ég ætla að setja mér er að klára nokkur ókláruð verkefni sem eru í vinnslu m.a. heklaður dúkur á borðstofuborðið, hekla kant á teppi sem hefur setið á hakanum því að ég veit ekki hvernig kant ég vil, klára tvö sjöl og klára að prjóna lopapeysu á mig sem ég fór í fýlu út í :)

Hér er það sem ég hef heklað á árinu:
24 snjókorn:
July 26 Snowflake
Ravalanche Snowflake
12.12.12. Snowflake
Spindrift I
Crystal Fantasy Snowflake
Golden Anniversary Snowflake
Columbia Point Snowflake (2)
Crystal Peak Snowflake
Fancy Snowflake
Pine Tree Doily
Stand Out Snowflake
Snoqualmie Snowflake
Third Red Mug Snowflake
Ellingwood Point Snowflake
Grays Peak Snowflake (2)
Mount Eva Snowflake (3)
Transitions Snowflake
Gothic Daisy Snowflake
Snowmass Mountain Snowflake (2)

4 jólakúlur:
Leppur
Skreppur
Jólakúla frá Handverkskúnst (í þessum pósti)
Jólakúla af youtube (í þessum pósti)

6 sjöl:
Shawl Of The Moirae (í þessum pósti)
Kríur (2) (í þessum pósti)
Midsummer Night's Shawl #2
Dahlia Shawl
Midsummer Night's Shawl #1

2 teppi:
Mayflower Baby blanket
Heklað teppi

26 krukkur:
Heklað utan um ýmsar krukkur (12)
Heklaðar skeljakrukkur (14)

2 vettlingapör:
Barnavettlingar úr Maríu
Warm Crocheted Mittens for the Whole Family (barnavettlingar) - á eftir að blogga um

3 heklaðar tuskur:
Trigrit Dishcloth
Nubbie Scrubbies (2)

Ýmislegt:
Heklað utan um viskastykki (2) (í þessum pósti)
Tóta (sparisvunta) - á eftir að blogga um
Waterfall (peysa á mig)
Twisting Lace Socks (sokkar á mig)
Ungbarnahúfa úr Þóru
Crochet round doily (dúkur sem hangir upp á vegg)
Perfect Purse (budda/snyrtibudda)
Fat Bottom Bag (taska)
Krókódílataska
Pottaleppur úr stuttermabol (2)
Daffodil eftir Lucy (blóm)
Nokkrir ferningar til að skreyta ljósastaura
Veifur
Sugar Mouse (amigurumi)
Barbie kápur - á eftir að blogga um
Vesti og Húfa á Ken - á eftir að blogga um
Fléttaður hringtrefill
Heklaður 20x20 ferningur fyrir LILY - á eftir að blogga um
Valdi Kaldi (húfa) - á eftir að blogga um
Jóhanna af Örk (kragi) - gaf frænku minni áður en ég tók mynd

Það sem ég prjónaði á árinu:
3 tuskur:
The Grand Finale
Juniper (Einer)
Pottaleppur septembers hjá Prjónasmiðju Tínu - á eftir að blogga um

Annað:
4 20x20 ferningar fyrir LILY - á eftir að blogga um