25. maí 2011

Lopapeysan Valdís

Var að klára að prjóna þessa lopapeysu handa mér... og mér finnst hún svakalega flott :) Eini gallinn er að hún er prjónuð venjulega og urðu ermarnar 10 cm of langar og þar af leiðandi varð peysan líka 10 cm síðari en ég gerði ráð fyrir... þarf því að stytta ermarnar og peysan nær mér næstum niður að hnjám... þannig að þetta er svona lopapeysukápa :) Þetta hefði aldrei gerst ef peysan hefði verið prjónuð ofan frá því að þá getur maður svo auðveldlega mátað hana ;)

Flott peysa

 Finnst mynsturbekkurinn svo fallegur

Skellti einni með af henni nýþveginni þar sem sniðið á henni sést vel

Garn: Tvöfaldur plötulopi
Prjónar: 5,5 mm og 6,0 mm
Heklunál: 5,0 mm
Uppskrift: Prjónakistan 

18. maí 2011

Verslað í London

Skrapp á tónleika í London og kíkti auðvitað í leikhús og í búðir í leiðinni :) Aldrei þessu vant þá fór ég inn í allar bókarbúðir sem ég fann og leitaði líka að föndurbúðum... verslaði svolítið en hefði alveg verið til í að kaupa allan heiminn :)


Ég ákvað að skella inn einni færslu þar sem ég fann nú ekki mikið þegar ég var að googla prjónabúðir og föndurbúðir í London.

All the Fun of the Fair er pínkuponsu búð sem selur garn og smáhluti og er nálægt Regent Street við Oxford Street. Ég ætlaði aldrei að finna búðina... en næsta gata á bakvið Hamley´s við Regent Street heitir Kingly Street en búðin stendur við Kingly Court sem er eiginlega á bak við Kingly Street.... maður kemur inn í svona port með veitingahúsum og búðum og svo eru svalir með búðum og búðin er uppi á þriðju hæð :)

John Lewis á Oxford Street selur fullt fullt af garni, prjónum, tölum, perlum, tvinna og ég veit ekki hvað og hvað :)

Loops í Islington sýndist mér vera lítil búð... ég tók metróið þangað en kom að luktum dyrum... búðin er lokuð á mánudögum *sniffsniff*... mun pottþétt kíkja þangað þegar ég fer næst til Lundúna. Lestarstöðin heitir Angel og tilheyrir Northern line (svarta leiðin).

Þetta er það sem ég fann af föndurbúðum í þessari ferð minni til Lundúna... ef einhver veit um fleiri sem eru í hjarta Lundúna þá megið þið endilega láta mig vita :)

11. maí 2011

Ungbarnahúfa úr silki

Prjónaði þessa hjálmhúfu úr Maharaja silkigarni en ég fékk uppskriftina með garninu. Ég er svo vön að vera að prjóna úr grófu að mér fannst ég vera að prjóna með títuprjónum :) Garnið var svakalega fallegt en lét rosalega mikinn lit þegar ég þvoði húfuna. Ætla að prjóna aðra og prófa að skola úr henni úr köldu vatni... fannst þessi litur nefnilega svo djúpur og fallegur fyrir þvott... ekki það að mér finnist hún ekki falleg núna eftir þvott... bara hefði verið enn fallegri :) Ég er samt ekki frá því að áferðin hafi líka breyst en hún var svo svakalega glansandi fyrir þvott :(


Garn: Maharaja silkigarn
Prjónar: 2,0 mm og 2,5 mm
Uppskrift: fylgdi með kaupum á garninu (Bót.is)