Skrapp á tónleika í London og kíkti auðvitað í leikhús og í búðir í leiðinni :) Aldrei þessu vant þá fór ég inn í allar bókarbúðir sem ég fann og leitaði líka að föndurbúðum... verslaði svolítið en hefði alveg verið til í að kaupa allan heiminn :)
Ég ákvað að skella inn einni færslu þar sem ég fann nú ekki mikið þegar ég var að googla prjónabúðir og föndurbúðir í London.
All the Fun of the Fair er pínkuponsu búð sem selur garn og smáhluti og er nálægt Regent Street við Oxford Street. Ég ætlaði aldrei að finna búðina... en næsta gata á bakvið Hamley´s við Regent Street heitir Kingly Street en búðin stendur við Kingly Court sem er eiginlega á bak við Kingly Street.... maður kemur inn í svona port með veitingahúsum og búðum og svo eru svalir með búðum og búðin er uppi á þriðju hæð :)
John Lewis á Oxford Street selur fullt fullt af garni, prjónum, tölum, perlum, tvinna og ég veit ekki hvað og hvað :)
Loops í Islington sýndist mér vera lítil búð... ég tók metróið þangað en kom að luktum dyrum... búðin er lokuð á mánudögum *sniffsniff*... mun pottþétt kíkja þangað þegar ég fer næst til Lundúna. Lestarstöðin heitir Angel og tilheyrir
Northern line (svarta leiðin).
Þetta er það sem ég fann af föndurbúðum í þessari ferð minni til Lundúna... ef einhver veit um fleiri sem eru í hjarta Lundúna þá megið þið endilega láta mig vita :)