18. maí 2011

Verslað í London

Skrapp á tónleika í London og kíkti auðvitað í leikhús og í búðir í leiðinni :) Aldrei þessu vant þá fór ég inn í allar bókarbúðir sem ég fann og leitaði líka að föndurbúðum... verslaði svolítið en hefði alveg verið til í að kaupa allan heiminn :)


Ég ákvað að skella inn einni færslu þar sem ég fann nú ekki mikið þegar ég var að googla prjónabúðir og föndurbúðir í London.

All the Fun of the Fair er pínkuponsu búð sem selur garn og smáhluti og er nálægt Regent Street við Oxford Street. Ég ætlaði aldrei að finna búðina... en næsta gata á bakvið Hamley´s við Regent Street heitir Kingly Street en búðin stendur við Kingly Court sem er eiginlega á bak við Kingly Street.... maður kemur inn í svona port með veitingahúsum og búðum og svo eru svalir með búðum og búðin er uppi á þriðju hæð :)

John Lewis á Oxford Street selur fullt fullt af garni, prjónum, tölum, perlum, tvinna og ég veit ekki hvað og hvað :)

Loops í Islington sýndist mér vera lítil búð... ég tók metróið þangað en kom að luktum dyrum... búðin er lokuð á mánudögum *sniffsniff*... mun pottþétt kíkja þangað þegar ég fer næst til Lundúna. Lestarstöðin heitir Angel og tilheyrir Northern line (svarta leiðin).

Þetta er það sem ég fann af föndurbúðum í þessari ferð minni til Lundúna... ef einhver veit um fleiri sem eru í hjarta Lundúna þá megið þið endilega láta mig vita :)

5 comments:

Elín sagði...

Sweet. Til hamingju með bækurnar!
Á einmitt þessar 2 eftir Jan Eaton...hún er frábær heklari.
Þessi hvíta með öllum "stitck-unum" er einmitt á Amazon óskalistanum.

Ólöf Lilja sagði...

Já takk fyrir það... þessi hvíta er æði... var alltaf að leita að svoleiðis bók en fann ekki fyrr en daginn sem ég fór heim.... en var auðvitað búin að versla hinar sem eru líka flottar... en hvíta er sko flottust ;)

(skrýtið get ekki kommentað þegar ég vel Google Account)

Elín sagði...

Þessi komment eru því miður svo oft í drasli hérna á blospot.
Ég actually download-a stundum hekl bókum og blöðum á sama stað og ég næ í þætti og bíómyndir.
Það er alls ekki jafn gaman og að eiga bækur...en það linar þjáninguna þar til ég get keypt mér þær c",)

Elín sagði...

Ég fór btw í Barnes n Nobles þegar ég var í USA og ég ætlaði að missa það. Svo ótrúlega mikið af handavinnubókum...mig langaði helst í þær allar. Endaði svo með því að kaupa bara 3 því ég var ekki með meiri pening.

Ólöf Lilja sagði...

Ég downloada aldrei myndum hehehe en já sennilega er hægt að finna ýmislegt á netinu.... skil mjög að langa í allar bækurnar... ég myndi líka vilja það en já vildi nú ekki fara að borga yfirvigt ;)

Skrifa ummæli