Var að klára að prjóna þessa lopapeysu handa mér... og mér finnst hún svakalega flott :) Eini gallinn er að hún er prjónuð venjulega og urðu ermarnar 10 cm of langar og þar af leiðandi varð peysan líka 10 cm síðari en ég gerði ráð fyrir... þarf því að stytta ermarnar og peysan nær mér næstum niður að hnjám... þannig að þetta er svona lopapeysukápa :) Þetta hefði aldrei gerst ef peysan hefði verið prjónuð ofan frá því að þá getur maður svo auðveldlega mátað hana ;)
Flott peysa
Finnst mynsturbekkurinn svo fallegur
Skellti einni með af henni nýþveginni þar sem sniðið á henni sést vel
Garn: Tvöfaldur plötulopi
Prjónar: 5,5 mm og 6,0 mm
Heklunál: 5,0 mm
2 comments:
Peysan er alveg gullfalleg hjá þér snillingur.
Takk fyrir það :)
Er að glíma við að lykkja saman... en það er smá snúið þar sem það voru nokkrar útaukningar í þessum 12 cm kafla sem raktur var upp... en ég hef góða konu mér til halds og trausts í þessu :)
Skrifa ummæli