31. mars 2013

Falleg hekluð taska með blómum

Ég rakst á svo fallega tösku á einni síðu á netinu... svo fallega að ég varð bara að gera eina svipaða :) Ég var svo ástfangin af henni að ég leitaði mikið að einhverjum upplýsingum og rakst á síðu þar sem var linkur á uppskrift af blómunum og myndband á youtube... eini gallinn var að þetta var á portúgölsku.

Hér eru svo myndir af afrakstrinum og ég bara segi það grínlaust að þetta er fallegasta heklaða taska sem ég hef séð.

Sjúklega flott taska :)

Falleg hekluð taska

Blómin setja mikinn svip

Hekluð taska - fóðruð og með segulsmellu


Mamma mín kom í heimsókn ásamt fjölskyldunni í gær og hún bara saumaði fóðrið (í stað þess að hjálpa mér) enda er hún snillingur á saumavélinni ólíkt mér :) Efnabúðin hérna var lokuð en ég átti efni sem ég keypti fyrir 10 árum síðan og ætlaði að sauma gardínur úr (bjó annars staðar þá) og liturinn passaði einstaklega vel við þannig að það reddaðist, þá átti ég ekki til rennilás og maðurinn minn renndi í næsta bæjarfélag til að redda því og svo var góð kona sem reddaði mér smellulásnum... allt þetta varð til þess að taskan kláraðist í gærkvöldi eftir auma putta við að sauma fóðrið við töskuna :)

Ég viðurkenni alveg að ég eyddi miklum tíma í að finna út úr þessu og þurfti að rekja nokkrum sinnum upp. Byrjaði fyrst og fannst eins og hún yrði svo lítil að ég rakti upp, svo notaði ég garnið tvöfalt og þá fannst mér taskan verða alltof stór og á endanum varð hún eins og ég vildi.

Þannig að það er í raun engin uppskrift en ég setti samt linkinn á uppskriftina á portúgölsku sem ég byggði töskuna mína á ef einhverjir vilja spreyta sig á henni :)

Garn: Mandarin classic
Heklunál: 3,0 mm. og 3,5 mm.
Uppskrift byggð á: http://www.mimosdacin.blogspot.com/2011/12/bolsa-fat-bag-areia.html

23. mars 2013

Yndislegt garn frá Knit Picks

Ég er sjalaóð... og núna finnst mér ekkert fallegra en lace sjöl... eftir að ég heklaði Miðnætursumarsjalið mitt :) Garnið í því var samt tæpt enda hef ég þurft að laga það tvisvar :/ En ég er búin að birgja mig upp af garni en maðurinn minn var að koma frá Ameríku og ég pantaði garn og lét senda það á hótelið sem hann gisti á (finnst ég vera rosalega sniðug) ;)

Hér er svo mynd af þessari dásemd:

Yndislegt garn frá Knit Picks

Ég hefði auðveldlega getað fyllt töskuna hans en ég varð bara að velja mína uppáhaldsliti... þetta eru þrjár tegundir og tveir litir úr hverri tegund en í sumum tegundum var ekkert rosalega mikið úrval... hefði t.d. alveg viljað meira af bleikum því að það er minn litur ;) Þetta er garn í sjö sjöl... en mamma pantaði bleikt sjal og þess vegna er tvöfaldur skammtur af bleika garninu ;)

Svo er bara spurning hvenær ég hef tíma til að hekla úr þessu... en það verður amk ekki fyrr en eftir próf! Þó að það sé freistandi að byrja að hekla núna um páskana ;) En þangað til get ég klappað því (eða eftir tvo daga þegar það kemur úr frystinum... vil vera viss um að það komi engir ferðafélagar með hehehe) og spáð í hverju þeirra ég eigi að byrja á :)

Ef þið eruð að spá í hvaða týpur og litir þetta eru þá er þetta það sem ég keypti:

Gloss Lace - litir: Lilac & Marina (lengst til hægri á myndinni)
http://www.knitpicks.com/yarns/Gloss_Lace_Yarn__D5420172.html

Shadow Tonal - litir: Springtime & Summer Blooms (fyrir miðju á myndinni)
http://www.knitpicks.com/yarns/Shadow_Tonal_Lace_Yarn__D5420166.html

Shimmer - litir: Elderberry & Shallows  (lengst til vinstri á myndinni)
http://www.knitpicks.com/yarns/Shimmer_Hand_Dyed_Lace_Yarn__D5420112.html

18. mars 2013

Hekluð krókódílataska

Ég held að ég hafi ekki erft saumagenin hennar móður minnar... mér finnst ég vera miklu flínkari að hekla en að sauma og reyndar finnst mér það líka miklu skemmtilegra... þannig að það er ástæðan fyrir því að ég er fyrst núna að klára þessa tösku :)

Ég var sem sagt að sauma fóður inn í hana í dag og setja rennilás... ætlaði að hafa þetta mjög einfalt en ég náði samt að flækja þetta fyrir mér og þurfti að rekja upp tvisvar þar sem ég var t.d. allt í einu komin með saum inn í töskuna... jæja ég þarf bara að æfa mig meira enda komin önnur taska á nálina sem ég mun þurfa líka að fóðra síðar ;)

Hekluð krókódílataska

Saumaði fóður inn í hana

Hekluð taska


Taskan er mjög fljóthekluð ef þið kunnið krókódílahekl (ef ekki þá getið þið séð hvernig á að gera það undir leiðbeiningar) og mér finnst hún bara mjög sæt :)

Garn: Marks & Kattens Big Trend
Heklunál: 5,0 mm
Uppskrift: byggt á http://www.ravelry.com/patterns/library/mermaid-tears-purse

13. mars 2013

Sjampóbrúsi fær nýtt líf


Eins og kom fram í síðustu færslu þá er ég mjög hrifin af því þegar hægt er að búa til einhverja nytsamlega hluti úr hlutum sem annars færu í ruslið.

Ég kláraði hentugan sjampóbrúsa og ætlaði reyndar að reyna að gera hulstur undir símann þegar hann er í hleðslu en sá að síminn var of breiður... en ég fann önnur not fyrir hann eða sem hirsla sem hangir á veggnum við hliðina á töflunni minni og geymir núna töflutússið.

Brúsinn var mjög heppilegur því að það voru bara límmiðar á honum sem ég gat plokkað af... en hér kemur mynd af töflutússgeymslunni.Hugmynd fengin héðan:
http://www.makeit-loveit.com/2011/12/holder-for-charging-cell-phone-made-from-lotion-bottle.html

7. mars 2013

Heklaður hitaplatti úr stuttermabol

Ég elska þegar hægt er að endurnýta hluti... nota hluti í stað þess að henda þeim og gefa þeim þannig framhaldslíf sem eitthvað allt annað :)

Ég var búin að hugsa um lengi að safna saman stuttermabolum sem voru orðnir lúnir af eiginmanninum og hekla mottu... en einhverra hluta vegna hafði ég ekki komið því í verk... núna þegar ég var að ganga frá þvotti þá ákvað ég að taka einn lúinn úr umferð og prófa að endurnýta hann. Ég hafði séð á netinu hvernig hægt væri að klippa boli til að fá langa ræmu sem er svo nýtt sem garn. Reyndar varð garnið mitt ekki eins fínt þar sem bolurinn sem ég var með var saumaður í hliðunum... en ég lét það duga... spurning um að versla framvegis bara saumalausa boli ;)

Hér er afraksturinn:

Heklaður hitaplatti úr stuttermabol

Heklaður hitaplatti úr stuttermabol


Garn: Stuttermabolur klipptur niður í ræmur
Heklunál: 12 mm.
Uppskrift: engin

Uppfært 24.04.2013
Hægt er að sjá hvernig gera má garn úr stuttermabolum hér:
http://www.fondrari.blogspot.com/2013/04/bolagarn-garn-gert-ur-stuttermabol.html

1. mars 2013

Hekluð páskalilja

Ég les oft handavinnublogg... og eitt af bloggunum sem ég elska er bloggið hennar Lucy :) Hún setti inn í gærkvöldi uppskrift af hekluðum páskaliljum... og auðvitað smellti ég í eina en ég var búin að skoða mikið af uppskriftum og hafði ekkert fundið sem ég féll alveg fyrir :)


Mjög auðveld uppskrift en hún er einnig með mikið af myndum... ef ég myndi gera fleiri þá held ég að ég myndi vilja hafa bikarinn hærri og svo er spurning með annað garn... fræbblanir rakna bara upp :)

Hekluð páskalilja

Garn: Kambgarn
Heklunál: 3,5 mm
Uppskrift: http://attic24.typepad.com/weblog/crochet-daffodil.html