Þetta gerði ég fyrir matarboð með íslensku þema í einum saumaklúbbnum í byrjun árs 2010. Ég prjónaði bindið einfalt og straujaði flísilín aftan á og saumaði kantinn. Kannski væri flottara að hafa það tvöfalt og pressa það svo niður. Maðurinn minn var sem sagt með bindið... og ég með eyrnabandið.
Efni: Álafoss léttlopi
Sýnir færslur með efnisorðinu Eyrnabönd. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Eyrnabönd. Sýna allar færslur
29. janúar 2011
Prjónuð eyrnabönd
Ég prjónaði þessi eyrnabönd á systurbörn mín. Ég gerði þau bara upp úr mér en mynstrið af Hello Kitty sá ég einhvers staðar á netinu. Spiderman mynstrið gerði ég sjálf en vefinn á milli sá ég einhvers staðar á vettlingum.
Hello Kitty eyrnabandið gerði ég á 40 cm hringprjónn nr. 3,5. Garnið er 100% ullargarn úr Europris (kambgarn). Ég fitjaði upp á 98 lykkjur. 1 og 2 umf sl og br til skiptist, 3 umf. slétt, 4 -15 umf. mynstur, 16 umf. slétt, 17 og 18 umf sl. og br. til skiptist, fella af, hár og slaufa saumuð í eftir á.
Spiderman eyrnabandið er gert eins og Hello Kitty eyrnabandið. Ég endaði á því að sauma hvíta og svarta út í Spiderman eyrnabandið því að það rykktist svo... ef ég myndi gera svona aftur þá myndi ég hafa stroffkantinn rauðan líka eða sleppa þessum kóngurlóarvefjum á milli :) Það eru sem sagt þrjú Spiderman andlit á eyrnabandinu.
Hér má svo sjá frænku og frænda með eyrnaböndin
Hello Kitty eyrnabandið gerði ég á 40 cm hringprjónn nr. 3,5. Garnið er 100% ullargarn úr Europris (kambgarn). Ég fitjaði upp á 98 lykkjur. 1 og 2 umf sl og br til skiptist, 3 umf. slétt, 4 -15 umf. mynstur, 16 umf. slétt, 17 og 18 umf sl. og br. til skiptist, fella af, hár og slaufa saumuð í eftir á.
Hér má svo sjá frænku og frænda með eyrnaböndin
Labels:
Börn,
Eyrnabönd,
Hello Kitty,
Prjónað,
Spiderman
Hekluð eyrnabönd og stúkur
Mig langaði að gera handa mér eyrnaband... eitthvað gróft og flott... ég elska nefnilega gróft garn og grófar heklunálar og prjóna :) Ég hafði keypt mér tvær dokkur af Dale of Norway/Dalegarn Hubro og ætlaði þá að prjóna það þar sem ég var ekki búin að læra að hekla. Ég prjónaði perluprjón og á ekkert svakalega stóra prjóna að mig minnir en ég var ekki nógu ánægð. Eftir að lærði að hekla þá ákvað ég að prófa að hekla úr þessu garni og fannst það svo gaman og flott... og svo prófaði ég mig áfram með að gera þetta blóm en venjuleg hekluð blóm fannst mér ekki koma nógu vel út í svona grófu garni.
Mig langaði til að gera úr fleiri litum og gerði nokkur... prófaði bæði úr Eskimo og Iglo Soft. Gerði m.a. á systkinadætur mínar. Svo fór ég að þróa að gera stúkur í stíl...og setti svona blóm á líka... gerði svoleiðis sett handa mér í tveimur litum og svo handa mömmu og systur minni.
Margir hvöttu mig til að fara að selja svona og opnaði ég þá sölusíðu á Facebook en hef ekkert auglýst nema á barnalandi... þannig að það hefur nú ekkert verið brjáluð sala í þessu en eitt og eitt... er bara ekki að nenna að byggja upp einhvern lager og fara svo að leigja bás einhversstaðar :)
Hér getið þið skoðað fleiri myndir af eyrnaböndunum og stúkunum... og jafnvel pantað ef ykkur langar til að eignast slíkt: Hekluð eyrnabönd -ÓLE á Facebook
Hér er svo í lokin ein mynd af frænku með eyrnaband systur sinnar en það er gert úr Garnstudio DROPS Eskimo :)
Mig langaði til að gera úr fleiri litum og gerði nokkur... prófaði bæði úr Eskimo og Iglo Soft. Gerði m.a. á systkinadætur mínar. Svo fór ég að þróa að gera stúkur í stíl...og setti svona blóm á líka... gerði svoleiðis sett handa mér í tveimur litum og svo handa mömmu og systur minni.
Efni: Trysil Garn Iglo soft
Heklunál: 8,0
Margir hvöttu mig til að fara að selja svona og opnaði ég þá sölusíðu á Facebook en hef ekkert auglýst nema á barnalandi... þannig að það hefur nú ekkert verið brjáluð sala í þessu en eitt og eitt... er bara ekki að nenna að byggja upp einhvern lager og fara svo að leigja bás einhversstaðar :)
Hér getið þið skoðað fleiri myndir af eyrnaböndunum og stúkunum... og jafnvel pantað ef ykkur langar til að eignast slíkt: Hekluð eyrnabönd -ÓLE á Facebook
Hér er svo í lokin ein mynd af frænku með eyrnaband systur sinnar en það er gert úr Garnstudio DROPS Eskimo :)