Sýnir færslur með efnisorðinu Uppskriftir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Uppskriftir. Sýna allar færslur

3. ágúst 2020

Prjónaðar tuskur - Waffle Love


Ég á svo mikið af garni og ætla að minnka eitthvað af bómullargarninu með því að prjóna tuskur... svo þægilegt að prjóna svona lítil stykki og þægilegt að hafa eitthvað í höndunum yfir sjónvarpinu. 


Ég byrjaði á að prjóna þessa uppskrift og er hún fín... eina að hún er ekki eins falleg á bakhliðinni 😋 Mjög einföld uppskrift og mjög fljótprjónuð.


Garn: Mandarin Petit
Prjónar: 3,5 mm
Uppskrift: Waffle Love

2. ágúst 2020

Prjónað vesti


Þetta vesti var ég að gefa bara í gær en önnur frænka mín bað mig að prjóna á sig vesti sem átti ekki að vera með v-hálsmáli og átti að vera stutt. Þar sem frænka mín býr ekki á landinu þá gat ég ekki fengið hana til að máta. Ég byrjaði á að finna uppskrift til að styðjast við en ég valdi fíngerðara garn þar sem hún er bara 12 ára og vestið þurfti því að vera ca í stærð XS😊


Ég studdist því við uppskriftina og miðaði lykkjufjöldann í stærð S en svo þurfti ég að breyta nánast öllu öðru... en það varð að vera styttra og því þurfti ég líka að finna bara út úr ca hvenær ég átti að byrja á handveginum og hálsmálinu og svo varð ég líka að hafa axlirnar aðeins mjórri. Þegar hún kom svo til landsins þá kom í ljós að vestið var of stutt og handvegurinn að mínu mati pínu of þröngur þannig að ég rakti upp og bætti við 6 umferðum og þá passaði það fínt.

Eina sem ég er ekki sátt við að mér finnst allt önnur áferð á þegar ég prjóna fram og til baka eða í hring... þarf kannski að æfa mig meira í því 😎

Garn: King Cole Anti-Tickle Merino Blend DK
Prjónar: 4,5 og 5,0 mm
Uppskrift: College Days

16. mars 2019

Undurfagurt ungbarnateppi #2

Ég heklaði þetta teppi fyrir nokkuð löngu síðan en átti alltaf eftir að þvo það og strekkja. Ég var að bíða eftir að lítill strákur myndi fæðast í kringum mig en mér þykir mjög gott að eiga ungbarnateppi á lager svo að maður sé ekkert í stressi að hekla 😃

Mayflower baby blanket

Mayflower baby blanket

Mayflower baby blanket

Mayflower baby blanket

Ég fékk loksins tækifæri til að hitta litla manninn í dag og því get ég loksins bloggað um þetta... en ég sé að það er komið meira en ár síðan ég bloggaði síðast... svo að ég get líka óskað ykkur gleðilegs árs 😜

Þetta er í annað sinn sem ég hekla þetta teppi en þið getið skoðað það fyrra hér. Mér finnst þetta enn vera fallegasta ungbarnateppið en ég á alltaf í smá vandræðum með kantinn... mynstrið er smá snúið í upphafi en svo þegar maður fattar það þá er þetta ekkert mál 😉

Garn: King Cole Cottonsoft
Heklunál: 5,5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/mayflower-baby-blanket

24. september 2017

Ljósmóðurteppið #2

Vá þetta er fyrsta bloggfærsla ársins. Ég hef lítið verið í að föndra á árinu enda komin með nýtt áhugamál sem er búið að eiga hug minn allan... en það er ég sjálf en ég ákvað í byrjun þessa árs að breyta um lífstíl :) Hvað um það þá er ég samt ekkert hætt í handavinnunni heldur bara afkasta ég mun minna en ég hef gert áður.

Mér finnst nauðsynlegt að hafa eitthvað í höndunum þegar ég horfi á sjónvarpið og því ákvað ég að skella í eitt ljósmóðursteppi en ég hafði áður gert eitt slíkt. Ég hafði séð teppi þar sem búið var að þræða silkiborða í slíkt og ákvað ég því að gera eitt slíkt.


Það er ótrúlega fljótlegt að hekla þetta teppi og ætli ég bara endi ekki með lager ef ég finn mér ekki eitthvað annað til að hekla... en það er ótrúlegt hvað silkiborðinn setur mikinn svip á teppið að mér finnst ;)


Kantinn ætlaði ég að gera úr bókinni Around the Corner - Crochet Borders eftir Edie Eckman en hætti svo við að halda áfram þegar ég var búin með fyrstu umferðina því að mér fannst þetta bara vera nóg :)


Garn: King Cole Big Value Baby DK
Heklunál: 4,0 mm
Uppskrift: http://littlemonkeyscrochet.com/call-the-midwife-inspired-baby-blanket-free-pattern/

16. nóvember 2016

Salmon Glacier Snowflake

Salmon Glacier Snowflake

Þriðja snjókornið er tilbúið og ég náði að smella mynd af því í smá dagsbirtu... en birtuskilyrðin fyrir myndatökur eru ekki góðar á þessum árstíma þannig að stundum þarf maður bara að vera þolinmóður ;)

Ég persónulega er ekkert sérstaklega hrifin af þessu snjókorni og fannst ekki gaman að strekkja það... kannski er það bara fullkomnunaráráttan að hrjá mann... en ekki misskilja mig að mér finnist það ljótt en ég hef bara gert svo mörg önnur flottari ;)

*fliss* ég sé núna þegar ég er að blogga að ég hef greinilega ekki skoðað myndina sem er í uppskriftinni þegar ég var að strekkja... því að mitt lítur allt öðruvísi út því að ég strekkti það greinilega öðruvísi... það liggur við að ég bleyti það og strekki upp á nýtt... hvað finnst ykkur?

Salmon Glacier Snowflake

Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: https://snowflakepatterns.wordpress.com/salmon-glacier-snowflake/

7. nóvember 2016

Mill Creek Snowflake

Mill Creek Snowflake

Þetta snjókorn heklaði ég líka í september og stífði það loksins á laugardaginn. Þetta snjókorn er eftir sama hönnuð og ég mæli með því að þið kíkið á síðuna hennar... snjókornin hennar eru hvert öðru fallegra og ég skil ekki hvernig hún nær að afkasta svona miklu :)

Mill Creek Snowflake

Ég lenti í svolitlum vandræðum með þessa uppskrift og fékk hana ekki til að ganga upp... eftir smá höfuðverk fann ég út úr þessu amk gekk þetta upp hjá mér. Ef þið ætlið að hekla þetta snjókorn og lendið í vandræðum þá getið þið kíkt á punktana mína á "projectinu" inn á Ravelry. Engu að síður er þetta gullfallegt snjókorn en dálítið í stærri kantinum ;)

Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2016/02/snowflake-tuesday.html

6. nóvember 2016

Big Top Snowflake

Big Top Snowflake

Heklaði þetta snjókorn í september en dreif mig loksins í að stífa það í gærkvöldi. Fallegt snjókorn úr smiðju Deborah Atkinson. Frekar auðvelt að stífa það en ég var á báðum áttum með hvort að ég ætti að hafa það oddhvassara en ákvað að stífa það eins og Deborah gerði :)

Ef þið gerið þetta snjókorn þá fannst mér vera smávægileg villa í uppskriftinni en þið getið lesið um það í punktum mínum inn á Ravelry.

Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2016/01/snowflake-sunday.html

27. mars 2016

Gleðilega páska!

Páskaskraut

Ég elska að skreyta fyrir jólin og páskana... mér finnst alltaf svo gaman að fá gula litinn inn með litlu páskaliljunum, gulum túlípönum, gulum kertum og föndraða páskaskrautinu frá ömmu :) Reyndar að þessu sinni var ég búin að hekla utan um nokkur egg en það er einmitt tilefni bloggfærslunnar í dag.... varð reyndar að smella einni mynd af krukkubakkanum mínum um páskana :)

Krukkubakkinn í páskafíling

En já aftur að hekluðu páskaeggjunum... hérna sjást þau öll saman á greininni minni. Amma gerði litlu fuglana fyrir ansi mörgum árum síðan og mér finnst þeir alltaf jafn sætir :)

Hekluðu páskaeggin

Ég setti inn uppskriftina mína af "skeljapáskaegginu" í gær og vonandi eiga einhverjir eftir að nýta sér hana. En ég átti eftir að blogga um hin tvö eggin sem ég heklaði utan um eftir uppskriftum sem ég fann á netinu.

Skeljapáskaegg


Það var mjög gaman að hekla eggin en ég þurfti að aðlaga uppskriftirnar svolítið. Fyrsta eggið sem ég gerði var netaeggið.

Heklað utan um egg

Uppskriftin var mynsturteikning og maður heklaði tvo helminga en svo fannst mér ekki segja mikið frá því hvernig maður átti að tengja þá saman... ég bætti því við einni umferð þar sem ég tengdi stykkin saman.

Heklað utan um egg

Svo var það seinna eggið en þarna var ég ekki nógu hrifin af uppskriftinni því að það var ekki fallegt á bakhliðinni því að þetta var svona svipað og þegar verið er að hekla utan um steina en þá var bara op á bakhliðinni... ég ákvað því að hekla tvö svona hjól og tengja saman á hliðinni í kross.

Ég á örugglega eftir að hekla fleiri egg í framtíðinni og þá held ég að ég væri til í að mála eggin... gæti alveg séð þau fyrir mér ljósbleik eða ljósgrá með hvítu heklugarni :)

Garn: DMC Babylo heklugarn nr. 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskriftir: http://www.fondrari.blogspot.is/2016/03/hekla-paskaegg-uppskrift.html,
http://lvly.nl/en/crochet-easter-eggs-pattern/ og http://www.flaxandtwine.com/2012/04/crochet-covered-easter-eggs-a-diy-tutorial/

25. mars 2016

Heklað páskaegg - uppskrift

Hekluð páskaegg - uppskrift

Ég er föndrari af lífi og sál eins og nafn bloggsins gefur til kynna og fyrir ansi mörgum árum dundaði ég mér við að blása úr eggjum sem ég svo málaði og skreytti fyrir páska. Þið getið séð myndir sem ég tók af þeim hér. Mig langaði því til að prófa að hekla utan um egg sem ég væri búin að blása úr. Ég rakst á nokkrar uppskriftir á netinu og prófaði að hekla tvö sem voru mjög sæt (sýni ykkur þau von bráðar) en svo langaði mig til að hekla bara upp úr mér með Skeljakrukku mynstrinu.

Heklað páskaskraut

Ég var mjög ánægð með útkomuna og ákvað að hekla utan um annað egg og skrifa uppskriftina niður og gefa ykkur í tilefni páskanna :) Ég komst að því að egg eru mjög mismunandi að stærð og því var seinna eggið mun stærra en hið fyrra. Þið gætuð því þurft að aðlaga uppskriftina að egginu sem þið eruð að hekla utan um hverju sinni.


Heklað páskaegg

Ekki afrita og dreifa uppskriftinni sjálfri en þið megið að sjálfsögðu deila linknum á uppskriftina að vild.

Efni og áhöld:
1,5 mm heklunál,
Heklugarn nr. 10,
1 hænuegg.

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
fl = fastalykkja,
st = stuðull,
llb = loftlykkjubogi,
L = Lykkja,
umf = umferð,
2hstsam = úrtaka, fara með nálina í næstu L og ná í bandið, slá bandinu upp á og fara með nálina í næstu L og ná í bandið, slá bandinu upp á og fara í gegnum allar 4 L á nálinni.

Athugið í byrjun umferðar gerið þá 3 ll í staðinn fyrir st.

Aðferð:
Skolið eggið og þurrkið. Blásið úr egginu en það er gert með því að gera gat á breiðari enda eggsins með grófri nál eða títuprjóni, stingið nokkrum sinnum þannig að gatið verði ca 2-3 mm í radíus, gerið svo annað gat að ofanverðu en hafið það minna. Passið að það komi ekki sprunga í eggið því að ef það gerist þá fáið þið allt gumsið framan í ykkur. Blásið því næst í minna gatið yfir skál og þá ætti eggjahvítan og svo rauðan að leka út úr egginu. Skolið vel og látið þorna.

Þegar eggið er orðið þurrt þá er hægt að fara að hekla utan um það en athugið að eggið er að sjálfsögðu viðkvæmt þannig að þið þurfið að fara blíðum höndum um það :) Þið getið málað eggið áður eða einfaldlega heklað utan um það með heklugarni sem er ekki samlitt. Ég notaði stór brún vistvæn egg og hvítt heklugarn.

Heklað utan um egg:
Gerið galdralykkju (magic ring).
1. umf: 20 stuðlar í hringinn. Dragið galdralykkjuna saman, kl í fyrsta st.
2. umf: *st, ll, hopppa yfir næstu L, (2 st, ll, 2 st) í næstu L, ll, hoppa yfir næstu L*, endurtaka það sem er á milli * * 4 sinnum til viðbótar, kl í 3. ll í upphafi umf. (samtals 5 stuðlahópar og 5 stuðlar).
3. umf: *st í st frá fyrri umf, 2 ll, (2 st, ll, 2 st) í gatið á milli stuðlahópanna, 2 ll*, endurtakið það sem er á milli * * út umf, kl í 3. ll í upphafi umf.
4. umf: *st, 2 ll, (3 st, ll, 3 st) í gatið á milli stuðlahópanna, 2 ll*, endurtakið það sem er á milli * * út umf, kl í 3. ll í upphafi umf.
5. umf: *st, 3 ll, (3 st, ll, 3 st) í gatið á milli stuðlahópanna, 3 ll*, endurtakið það sem er á milli * * út umf, kl í 3. ll í upphafi umf.
6. umf: eins og 4. umf.
7. umf: eins og 4. umf (þið gætuð þurft að sleppa þessari umf ef eggið er minna).
8. umf: *st, ll, (3 st, ll, 3 st) í gatið á milli stuðlahópanna, ll*, endurtakið það sem er á milli * * út umf, kl í 3. ll í upphafi umf.
9. umf: eins og 8. umf (þið gætuð þurft að sleppa þessari umf ef eggið er minna).
10. umf: eins og 2. umf. Þarna þurfti ég að setja eggið inn í stykkið áður en ég kláraði umferðina. Gott að ganga frá upphafsendanum áður.
11. umf: *st í næsta st, 2 ll, fl í gatið á milli stuðlahópanna, 2 ll*, endurtakið það sem er á milli * * út umf, kl í 3. ll í upphafi umf.
12. umf: ll, *2 fl í llb, hoppa yfir fl, 2 fl í llb, hoppa yfir st*, endurtakið það sem er á milli * * út umf, tengið með kl í ll í upphafi umf.
13. umf: ll, 2hstsam út umf, tengið með kl. Endið á því að gera 2-3 ll og tengið með kl þvert yfir opið en þetta nota ég sem upphengilykkju sem ég festi skrautborða í til að geta hengt eggið upp. Klippið og gangið frá enda.

© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta án míns samþykkis.

Hér er svo linkur á uppskriftina á Ravlery fyrir þau ykkar sem eru þar:

http://www.ravelry.com/patterns/library/easter-egg-15

Hekluð egg

2. janúar 2016

Gleðilegt ár

Ég ætla bara að setja mér það markmið að klára nokkur ókláruð stykki á árinu... þar má m.a. finna prjónað sjal, heklað teppi, heklað ungbarnateppi og heklaðar eldhúsgardínur :)

En póstur dagsins er heklað snjókorn sem ég sá á Ravelry að ég hafði aldrei tekið mynd af... þar sem ég er byrjuð að pakka niður jólunum þá var ekki úr vegi að smella mynd af því. Þetta er gullfallegt snjókorn úr smiðju Deborah Atkinson og heitir Savanna Snowflake. Ég kláraði það 21. september 2014 en ég man ekki hvort að ég gerði tvö en í skýringunum við snjókornið skrifaði ég að ég ætlaði að hekla annað með 1,5 mm heklunál og að ég hefði notað 1,25 mm... þannig veit ég ekki hvor heklunálin var notuð í verkið.

Heklað snjókorn

Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,25 mm eða 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2014/06/snowflake-monday.html

16. desember 2015

Ljósmóðurteppið

Loksins get ég bloggað um ljósmóðurteppið eða The Midwife blanket, sem ég heklaði í síðasta mánuði handa litlum krúttmola, þar sem ég gaf það í dag :) Ég er sem sagt ekki alveg bara að hekla snjókorn og jólaskraut... þó að það sé bjölluframleiðsla í gangi þessa dagana ;)

The Midwife Blanket

Það var svakalega gaman að hekla þetta teppi og uppskriftin mjög auðveld og góð... eða kannski þar til kom að kantinum en mér fannst hann ekki koma alveg nógu vel út... þannig að ég gerði bara mína útgáfu að kanti. Ég gæti alveg hugsað mér að hekla fleiri svona og jafnvel prófa að hekla úr mjúku akrýlgarni.

Ljósmóðurteppið

Ég gerði 10 x 17 ferninga og teppið varð ca 84 x 113 cm að stærð... sem mér fannst ágæt stærð en auðvitað er þetta smekksatriði... en ég hef heklað teppi sem mér fannst vera of lítil og vildi ekki hætta á það... held að það sé mun betra að hafa þau of stór en of lítil ;)

Heklað ungbarnateppi - The Midwife Blanket

Garn: Kambgarn
Heklunál: 3,5 mm
Uppskrift: http://littlemonkeyscrochet.com/call-the-midwife-inspired-baby-blanket-free-pattern/

5. desember 2015

Arininn með hekluðum snjókornum og grýlukertum

Arininn í jólabúningi

Ég ákvað að sýna ykkur mynd af arninum þar sem sést vel hvernig snjókornin og grýlukertin hanga í greninu sem ég hengdi á hann.

Uppskriftina af grýlukertunum má finna hér:
http://goo.gl/oI8oSK

Uppskriftina af snjókornunum má finna hér:
http://goo.gl/M0W3Y3

Það getur samt vel verið að ég muni breyta einhverju því að ég er enn að velkjast í vafa með hvort að ég eigi að setja smá pínu skraut á jólatréð :)

Hekluð grýlukerti - frí uppskrift

Hekluð grýlukerti

Hekluð grýlukerti

Ég var búin að sjá svo falleg grýlukerti á Pinterest en fann enga uppskrift þannig að ég bara gerði mína eigin... þetta er mjög einfalt en ég ákvað samt að skrifa hana niður svo að fleiri gætu notið hennar :)

Ekki afrita og dreifa uppskriftinni sjálfri en þið megið að sjálfsögðu deila linknum á uppskriftina að vild.

Efni og áhöld:
1,5 mm heklunál
Solberg 12/4 Mercerisert

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
tbst = tvöfaldur stuðull,
llb = loftlykkjubogi
L = lykkja,
umf = umferð.

Athugið að í byrjun umferðar gerið 4 ll í staðinn fyrir fyrsta tbst. Í lok hverrar umf er stykkinu snúið við.

Aðferð: 
10 ll, tengja í hring með kl. 
1. umf: kl utan um hringinn, 6 tbst í hringinn, 6 ll, 6 tbst í hringinn.
2. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 6 tbst í llb, 5 ll, 6 tbst í llb.
3. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 5 tbst í llb, 5 ll, 5 tbst í llb.
4. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 5 tbst í llb, 4 ll, 5 tbst í llb.
5. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 4 tbst í llb, 4 ll, 4 tbst í llb.
6. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 4 tbst í llb, 3 ll, 4 tbst í llb.
7. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 3 tbst í llb, 3 ll, 3 tbst í llb.
8. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 3 tbst í llb, 2 ll, 3 tbst í llb.
9. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 2 tbst í llb, 2 ll, 2 tbst í llb.
10. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 2 tbst í llb, 1 ll, 2 tbst í llb.
11. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 2 tbst í llb.
12. umf: kl á milli tbst í umf á undan, 4 ll.

Minni útgáfan mín er gerð þannig að ég geri bara eina umf af hverjum fjölda af tbst eða 6 tbst, 5 ll, 6 tbst, 5 tbst, 4 ll, 5 tbst osfrv.

Klippið og gangið frá endum. Ég stífði mín upp úr sykurvatni  (leysi upp í jöfnum hlutföllum strásykur og sjóðandi vatn) og pinnaði þau niður á frauðplast með smjörpappír á milli.

© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta án míns samþykkis.

Hér er svo linkur á uppskriftina á Ravlery fyrir þau ykkar sem eru þar:
http://www.ravelry.com/patterns/library/crochet-icicles

Hekluð snjókorn og grýlukerti

25. september 2015

Heklað hjarta

Hér kemur eitt sem ég heklaði í janúar en var loksins að stífa það um leið og ég gerði snjókornið :) Reyndar á ég tvö svona og ég hafði ákveðið að hengja þau í gluggann í stofunni og hengja kristal í þau... en ég er aðeins að melta þetta... en ég er þó amk búin að stífa þau ;) Stærðin er ca. 28,5 x 28 cm.

Heklað hjarta

Ég reyndar heklaði fleiri en tvö... það fyrsta var úr DMC Babylo nr. 10 og notaði ég 1,75 mm heklunál en mér þótti það vera of lítið... næsta sem ég heklaði var eins og þessi nema ég ákvað að prófa að stífa það með útþynntu trélími... auðvitað tímdi ég ekki að nota títuprjónana mína í límið og fór og keypti nýja en gat ekki séð á umbúðunum hvort að þeir væru ryðfríir eða ekki... óþolinmóða ég gat auðvitað ekki gert prufu og auðvitað voru þeir ekki ryðfríir... það hjarta fór því í ruslið reyndar ekki fyrr en ég stífaði þessi og var það orðið tölvuvert gulnað... ætla sko ekki að nota lím aftur því að mér finnst það vera svo subbulegt ;)

Garn: Satúrnus
Heklunál: 2,0 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/whimsical-heart-doily

20. september 2015

Heklað snjókorn: Tvær stjörnur - uppskrift

Heklað snjókorn - Tvær stjörnur

Tvær stjörnur

Ekki afrita og dreifa uppskriftinni sjálfri en þið megið að sjálfsögðu deila linknum á uppskriftina að vild.

Efni og áhöld:
1,5 mm heklunál
Solberg 12/4 Mercerisert eða heklugarn nr. 10

Stærð: ca 12,5 cm frá armi til arms

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
st = stuðull,
tbst = tvöfaldur stuðull,
L = lykkja,
umf = umferð.

Athugið að í byrjun umferðar gerið þá 3 ll í staðinn fyrir st og 4 ll í staðinn fyrir tbst.

Aðferð:
Gerið galdralykkju.

1. umf: *st, 5 ll, kl í 2. L frá nálinni, kl í næstu ll, 3 ll*, endurtaka það sem er á milli * * 5 sinnum til viðbótar og tengið með kl í 3. ll í upphafi umf (samtals 6 armar). Dragið galdralykkjuna saman.

2. umf: *tbst í næsta st, 9 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 4 ll, 6 ll kl í 2. L frá nálinni og í næstu 3 ll, 5 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 2 ll, 10 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 3 ll, 4 ll, kl í ll fyrir ofan 3 kl angann, 4 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 2 ll, kl í næstu ll (á milli 3 kl og 4 kl anganna), 5 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 3 ll, kl í næstu ll (á milli 4 kl og 5 kl anganna), 6 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 4 ll, kl í næstu 3 ll (fyrir neðan 5 kl anganna) og í tbst (stór armur gerður), 10 ll, kl í 2. L frá nálinni, kl í hverja af næstu 3 ll, 5 ll*, endurtaka það sem er á milli * * 5 sinnum til viðbótar og tengið með kl í 4. ll í upphafi umf (samtals 6 stórir armar og 6 sjörnuarmar). Klippið og gangið frá endum.

Stífið svo snjókornið eftir myndinni með þeim hætti sem ykkur líkar, en ég nota sykurvatn til þess (leysi upp í jöfnum hlutföllum strásykur og sjóðandi vatn). Skapalón eru nauðsynleg að mínu mati til að hjálpa við að hafa snjókornin bein og passið ykkur að nota ryðfría títuprjóna.

© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta án míns samþykkis.

Hér er svo linkur á uppskriftina á Ravlery fyrir þau ykkar sem eru þar:
http://www.ravelry.com/patterns/library/double-star-snowflake

2. september 2015

Heklað ungbarnateppi


Heklað ungbarnateppi

Þetta teppi var gjöf handa fallegri prinsessu sem fæddist í síðasta mánuði og þar sem ég búin að gefa það þá get ég loksins bloggað um það. Það lá við að ég hætti við í miðju kafi út af öllum endunum sem ég þurfti að ganga  frá en mér fannst það svo fallegt að það var alveg fyrirhafnarinnar virði :)

Heklað teppi

Ég hef áður heklað teppi með þessu mynstri eða eiginlega tvö... en þau voru annars vegar úr einföldum plötulopa og hins vegar úr tvöföldum. Þannig að þetta var mun fíngerðara en hin :) Ég prufaði líka að hafa mismunandi gróft garn og mér fannst það alls ekki koma illa út :) Ég elska hvað þetta er fallega bleikt og sætt.

Teppið útbreitt

Það er rosalega erfitt að taka flotta mynd með fínum bakgrunni af teppum... en læt þessa samt fylgja til að sýna teppið í heild sinni. Stærðin var ríflega 70 x 90 cm.

Garn: Kartopu Basak og Kartopu Junior Soft
Heklunál: 4,0 mm
Uppskrift: Ég kunni mynstrið en þegar ég var að spá í kantinum þá fann ég hér svipaða uppskrift: http://www.petalstopicots.com/2014/10/v-stitch-crochet-ripple-afghan-pattern/

20. ágúst 2015

Hekluð krukka #2 - uppskrift

Ég elska að hekla utan um krukkur og þar sem Skeljakrukku uppskriftin mín er búin að vera svo vinsæl þá ákvað ég að henda í aðra uppskrift handa ykkur :)

Ekki afrita og dreifa uppskriftinni sjálfri en þið megið að sjálfsögðu deila linknum á uppskriftina að vild.


Hekluð krukka #2

Það getur þurft að aðlaga svolítið uppskriftirnar eftir því hvernig krukku og/eða garn er verið að nota. Í þessa krukku notaði ég Satúrnus garnið (100% bómull - 200 g - ca 680 m) og 2,0 mm heklunál og krukku undan rauðbeðum eða rauðkáli (hún er ca 15 cm á hæðina og 28 cm að ummáli).

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
fl = fastalykkja,
st = stuðull,
tbst = tvöfaldur stuðull,
llb = loftlykkjubogi,
L = lykkja,
umf = umferð,
[...]x2 = gera innihaldið tvisvar sinnum.

Botn:
Gerið galdralykkju (magic ring).
1. umf. 3 ll (telur sem st), 11 st utan um hringinn, tengja með kl í 3. ll. Dragið galdralykkjuna saman (samtals 12 st).
2. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í sömu L, *2 st í hverja L* endurtaka út umf það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 24 st).
3. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í sömu L, 1 st, *2 st í sömu L, 1 st* endurtaka út umf það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 36 st).
4. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í sömu L, 2 st, *2 st í sömu L, 2 st* endurtaka út umf það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 48 st).
5. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í sömu L, 3 st, *2 st í sömu L, 3 st* endurtaka út umf það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 60 st).

Núna þekur stykkið nánast botn krukkunar en ef þið eruð með stærri krukku þá getið þið fjölgað umf með sama sniði þ.e. st á milli fjölgar um 1 í hverri umf þannig að næst yrði gert 2 st í sömu L, 4 st en athugið að enda á því að hafa fjölda lykkja þannig að 10 gangi upp í fjöldann.

Krukkan:
Mynstrið sjálft er margfeldi af 10.
6. umf. 1 ll, fl í sömu L, 4 ll, hoppa yfir 3 L, fl í hverja af næstu 3 L, *4 ll, hoppa yfir 3 L, fl í næstu L, 4 ll, hoppa yfir 3 L, fl í hverja af næstu 3 L*, endurtaka út umf það sem er á milli * *, endið á að gera 2 ll og 1 st í fl í upphafi umf til að mynda síðasta llb (12 llb).
7. umf. fl utan um llb sem endað var á að mynda í síðustu umf, 4 ll, fl í næsta llb, 4 ll, hoppa yfir fl, fl í næstu fl (miðju fl af þremur í umf. á undan), *[4 ll, fl í næsta llb]x2, 4 ll, hoppa yfir fl, fl í næstu fl (miðju fl af þremur í umf. á undan)*, endurtaka út umf það sem er á milli * *, endið á 2 ll og 1 st í fl í upphafi umf (18 llb).
8. umf. fl utan um llb sem endað var á að mynda í síðustu umf, 9 tbst í næsta llb, fl í næsta llb, *4 ll, fl í næsta llb, 9 tbst í næsta llb, fl í næsta llb*, endurtaka út umf það sem er á milli * *, endið á að gera 2 ll og 1 st í fl í upphafi umf (samtals 6 skeljar og 6 llb).
9. umf. fl utan um llb sem endað var á að mynda í síðustu umf, 4 ll, hoppa yfir 3 tbst, fl í hvern af næstu 3 tbst (ég geri alltaf fl í þá sjálfa svo að þetta sé akkúrat í miðjunni), *4 ll, fl í næsta llb, 4 ll, hoppa yfir 3 tbst, fl í hvern af næstu 3 tbst,*, endurtaka út umf það sem er á milli * *, endið á að gera 2 ll og st. í fl í upphafi umf (12 llb).

Endurtakið umf. 7-9 þar til stykkið nær upp að háls krukkunar með því að toga það svolítið upp. Endið endurtekninguna á 8. umf.

Gangið frá upphafsenda og smeygið krukkunni í stykkið og gerið því næst 9. umf en hafið þó aðeins 3 ll á milli í stað 4 ll og endið á 3 ll og kl í upphafs fl.

Þá er komið að hálsinum sjálfum. Mér finnst fallegra að hekla yfir skrúfganginn á krukkunni en ef þið viljið frekar þá getið þið stoppað hér.

Háls:
1. umf. 1 ll, *2 hst í næsta llb, hst í hverja af næstu 3 fl, 2 hst í næsta llb, hst í næstu fl*, endurtaka út umf það sem er á milli * *.
2. umf. hst í hverja L (heklað í spíral).

Endurtakið 2. umf. þar til búið er hekla utan um hálsinn, endið svo á kl í L frá fyrri umf. Klippið og gangið frá enda.


© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta án míns samþykkis.

Hér er svo linkur á uppskriftina á Ravlery fyrir þau ykkar sem eru þar:
http://www.ravelry.com/patterns/library/crochet-jar-cover-2


31. desember 2014

Gleðilegt ár! - uppskrift að snjókorni

Mig langar til að gefa lesendum bloggsins míns smá gjöf sem er snjókornauppskrift eftir mig :) Ég vona að ykkur líki við hana en þetta er frumraun mín í að hanna heklað snjókorn. Ég er búin að hekla svo mörg falleg snjókorn eftir Deborah Atkinson að mig langaði til að prófa að hanna eitt sjálf. Ég perlaði snjókorn um daginn með frændsystkinum mínum sem ég var mjög ánægð með og var það fyrirmynd mín að þessu snjókorni :)

Heklað snjókorn - Nýárs snjókorn
Nýárs snjókorn 

Efni og áhöld:
1,5 mm heklunál
heklugarn nr. 10

Stærð: tæplega 12 cm frá armi til arms

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
st = stuðull,
L = lykkja,
umf = umferð,
( ) x = hversu oft á að gera innihald svigans,
þrí-hnútur = 2 ll, (2 ll, kl. í 2. L frá nálinni) x 3, kl í næstu 2 ll.

Aðferð:
1. umf: 6 ll, tengja í hring með kl í 1. ll.

2. umf: 3 ll (telur sem st), * 1 ll, þrí-hnútur, 1 ll, st í hringinn, endurtaka frá * 5 sinnum til viðbótar en sleppið síðasta st í síðustu endurtekningunni og gerið kl í 3. ll í upphafi umf (samtals 6 þrí-hnútar).

3. umf: 3 ll (telur sem st), * stór armur gerður: 4 ll, kl í 2. L frá nálinni, 5 ll, kl í 2. L frá nálinni, 6 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 2 ll, þrí-hnútur, (unnið niður arminn aftur) 4 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 2 ll, kl í næstu ll fyrir neðan, 2 ll, kl í 2. L frá nálinni, 1 ll, kl í 2. ll af 3 ll sem eru á milli hnútanna tveggja í fyrri helmingi armsins (efri tígullinn gerður), 3 ll, kl í 2. L frá nálinni, 2 ll, kl í toppinn á st sem var gerður (neðri tígullinn gerður), minni armur gerður: 4 ll, þrí-hnútur, 4 ll, st í næsta st úr fyrri umf, endurtaka frá * 5 sinnum til viðbótar en sleppið síðasta st í síðustu endurtekningunni og gerið kl í 3. ll í upphafi umf sem er þar sem fyrsti armurinn byrjar (samtals 6 stórir armar og 6 minni armar). Klippið og gangið frá endum.

Stífið svo snjókornið eftir myndinni með þeim hætti sem ykkur líkar, en ég nota sykurvatn til þess (leysi upp í jöfnum hlutföllum strásykur og sjóðandi vatn). Skapalón eru nauðsynleg að mínu mati til að hjálpa við að hafa snjókornin bein. Í þessu tilfelli notaði ég 6 arma skapalón og ég vinn mig út frá miðjunni en mér fannst gott að móta stjörnuna áður en ég fór að strekkja á örmunum.

 © Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta án míns samþykkis.

Hér er svo linkur á uppskriftina á Ravlery fyrir þau ykkar sem eru þar:
http://www.ravelry.com/patterns/library/new-year-snowflake

22. nóvember 2014

Heklað snjókorn # 4

Second Down Snowflake - heklað snjókorn

Það hefur lítið líf verið á síðunni minni að undanförnu en ástæðan er nú sú að ég er búin að vera í síðbúnu "sumarfríi"... en nú rætist úr því þar sem ég er hér með íslenska þýðingu af snjókorni eftir Deborah Atkinsson. Þetta snjókorn er mun einfaldara en þetta sem ég birti síðast. Ég tel mig hafa rekist á smávægilega villu í uppskriftinni sem ég sleppti í þýðingunni :) 

Ég mun svo vera með samhekl á þessu snjókorni eins og hinum inni á Facebooksíðu bloggsins en það mun standa yfir til 30. nóvember 2014. Ef þið viljið vera með þá endilega skráið ykkur á viðburðinn:
https://www.facebook.com/events/585620231567557/

Second Down Snowflake

Höfundur að þessari uppskrift er Deborah Atkinsson (http://www.snowcatcher.net/). Uppskriftin er þýdd og birt hér með leyfi höfundar. Það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta nema með leyfi höfundar.

Upprunaleg uppskrift:
http://www.snowcatcher.net/2014/01/snowflake-monday_27.html
Uppskriftin á Ravlery:
http://www.ravelry.com/patterns/library/second-down-snowflake

Mælt með: heklugarn nr. 10 og 1,5 mm heklunál.

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
fl = fastalykkja,
hst = hálfstuðull,
st = stuðull,
L =  lykkja
llb = loftlykkjubogi,
sl = sleppa


ATHUGIÐ! Þegar höfundurinn talar um að endurtaka frá * X sinnum þá þýðir það í raun að þið gerið þetta einu sinni og svo eigið þið að endurtaka það sem þið voruð að gera X sinnum til viðbótar. Dæmi: endurtakið frá * 4 sinnum þýðir að þið gerið hlutinn 5 sinnum.

Aðferð:
Gerið galdralykkju.

1. umf: 2 ll (telur sem 1 st), 11 st í hringinn; kl í 2. L af byrjunar 2 ll. Þrengið galdralykkjuna vel, en hafið opið nógu vítt til að lykkjurnar inn í liggi sléttar.

2. umf: *1 fl í næsta st, 5 ll, sl næsta st; endurtaka frá * 5 sinnum, kl í byrjunar fl.

3. umf: *3 fl í næsta 5 llb, 5 ll, 2 st í 3. L frá nálinni (2 st hnútur gerður), 6 ll. kl í 2. L frá  nálinni, [dragið upp bandið í næstu ll, dagið upp bandið í næstu ll, sláið upp á og dragið í gegnum allar 3 L á nálinni] 2 sinnum (fl úrtaka gerð), 1 hst í sömu ll og úrtakan var gerð, 4 ll, 1 hst í 3. L frá  nálinni (hst hnútur gerður), [3 ll, kl í 2. L frá nálinni] 2 sinnum (kl hnútar gerðir), 5 ll, unnið aftur niður arminn kl í 2. L frá nálinni og í hverja af næstu 3 L, 2 ll, kl í 2. L frá nálinni (kl hnútur gerður), kl í ll á milli kl hnútanna á arminum, 2 ll, kl í 2. L á nálinni, kl í ll á milli kl hnútsins og hst hnútsins, 3 ll, 1 hst í 3. L frá nálinni, kl í næstu ll á eftir hst hnútunum á sitthvorum arminum, 4 ll, kl í 2. L frá nálinni, 2 fl í næstu ll, 2 fl í næstu ll, 1 hst í sömu L, kl í toppinn á 2. st í tveggja st hnútinum á arminum, 3 ll, 2 st í 3. L frá nálinni, kl í næstu ll á eftir 2/st hnútinum,1 ll, 3 fl í sama 5 llb; endurtaka frá * 5 sinnum, kl í byrjunar fl; klippa og ganga frá endum.

Þýðing: Ólöf Lilja Eyþórsdóttir

Stífið svo snjókornið, en ég nota sykurvatn (50/50 sykur og sjóðandi vatn. Skapalón eru nauðsynleg að mínu mati til að hjálpa við að hafa snjókornin bein. Ég set skapalónin ofan á frauðplast og set svo bökunarpappír yfir. Nauðsynlegt er að nota ryðfría títuprjóna til verksins (ef þið eruð ekki viss þá endilega gerið prufu svo að snjókornið skemmist ekki).

Hér má finna góð ráð varðandi stífingar: http://handverkskunst.wordpress.com/2012/10/22/5-god-rad-thegar-stifa-a-hekl-eda-prjon/

12. október 2014

Heklað snjókorn #3

Heklað snjókorn - íslensk þýðing

Ég er með samhekl samhliða því sem ég birti þýðingar af snjókornunum inni á Facebooksíðu bloggsins.
Ég er búin að stofna viðburð fyrir þetta snjókorn og stendur samheklið til 19. október 2014. Ef þið viljið vera með þá endilega skráið ykkur á viðburðinn: https://www.facebook.com/events/860064340678723/

San Rafael Swell Snowflake

Höfundur að þessari uppskrift er Deborah Atkinsson (http://www.snowcatcher.net/). Uppskriftin er þýdd og birt hér með leyfi höfundar. Það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta nema með leyfi höfundar.

Upprunaleg uppskrift:
http://www.snowcatcher.net/2014/03/snowflake-monday.html
Uppskriftin á Ravlery:
http://www.ravelry.com/patterns/library/san-rafael-swell-snowflake

Mælt með: heklugarn nr. 10 og 1,5 mm heklunál.

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
fl = fastalykkja,
hst = hálfstuðull,
st = stuðull,
tbst = tvöfaldur stuðull,
L =  lykkja
llb = loftlykkjubogi,
sl = sleppa


ATHUGIÐ! Þegar höfundurinn talar um að endurtaka frá * X sinnum þá þýðir það í raun að þið gerið þetta einu sinni og svo eigið þið að endurtaka það sem þið voruð að gera X sinnum til viðbótar. Dæmi: endurtakið frá * 4 sinnum þýðir að þið gerið hlutinn 5 sinnum.

Aðferð:
Gerið galdralykkju.

1. umf: 7 ll (telur sem tbst og 3 ll), *2 tbst í hringinn, 3 ll; endurtaka frá * 4 sinnum; 1 tbst í hringinn; kl í 4. ll af byrjunar 7 ll. Þrengið galdralykkjuna vel, en hafið opið nógu vítt til að lykkjurnar inn í liggi sléttar.

2. umf: *3 fl í næsta 3 llb, 11 ll, 1 fl í 2. L frá nálinni og í hverja af næstu 9 ll, 3 fl í sama bil; endurtaka frá * 5 sinnum; kl í byrjunar fl.

3. umf: *1 fl í hverja af næstu 2 fl, sl næstu fl, [1 fl í næstu fl, 1 ll, sl. næstu fl] 2 sinnum, 1 hst í næstu fl, 1 ll, sl. næstu fl, 1 st í næstu fl, 1 ll, sl. næstu fl, 1 tbst í 1 ll oddinn, 3 ll, [3 tbst í sama bil, 3 ll] 2 sinnum, 1 tbst í sama bil, 1 ll, sl. næstu fl, 1 st í næstu fl, 1 ll, sl. næstu fl, 1 hst í næstu fl, [1 ll, sl. næstu fl, 1 fl í næstu fl] 2 sinnum, sl. næstu fl, 1 fl í hverja af næstu 2 fl, sl. næstu 2 fl; endurtaka frá * 5 sinnum; kl í byrjunar fl.

4. umf: *2 ll, 2 fl í næsta 1 llb, 2 ll, 2 hst í næsta 1 llb, 2 ll, [2 st í næsta 1 llb, 2 ll] 2 sinnum, kl í sama 1 llb, kl í næsta 3 llb, 4 ll, 1 fl í 2. L frá nálinni (hnútur gerður), 2 st í sama 3 llb, 5 ll, 1 hst í 3. L frá nálinni og í hverja af næstu 2 ll, 2 st í sama 3 llb, 4 ll, kl í 2. L frá nálinni, 1 fl í hverja af næstu 2 ll, sl. næsta tbst, 1 st í næsta tbst, 1 hst í næsta tbst, 1 fl í næsta 3 llb, 6 ll, kl í 2. L frá nálinni og í hverja af næstu 2 ll, 4 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu ll, 3 ll, kl í 2. L frá nálinni, 5 ll, 1 fl í 3. L frá nálinni, 6 ll, unnið aftur niður arminn, kl í 3. L frá nálinni og í hverja af næstu 3 ll, 3 ll, 1 fl í 3. L frá nálinni, kl í hverja af næstu 2 ll á milli fl hnútsins og kl hnútsins, 2 ll, kl í 2. L frá nálinni, kl í ll á milli kl hnútsins og 2/kl hnútsins, 3 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu ll, kl í ll á milli 2/kl hnútsins og 3/kl hnútsins, 4 ll, kl í 2. L frá nálinni og í hverja af næstu 2 ll, kl í næstu ll strax á eftir 3/kl hnútsins, 1 ll, 1 fl í sama 3 llb og fl á undan, 1 hst í næsta tbst, 1 st í næsta tbst, 4 ll, kl í 2. L frá nálinni og í hverja af næstu 2 ll, 2 st í næsta 3 llb, 5 ll, 1 hst í 3. L frá nálinni og í hverja af næstu 2 ll, 2 st í sama 3 llb, 2 ll, 1 fl í 2. L frá nállinni, 2 ll, kl í sama 3 llb, kl í næsta 1 llb, 2 ll, 2 st í sama bil, 2 ll, 2 st í næsta 1 llb, 2 ll, 2 hst í næsta 1 llb, 2 ll, 2 fl í næsta 1 llb, 2 ll, sl. næstu 3 fl, kl í litlu samskeytin á milli 2/fl hópanna (á milli armanna) ; endurtaka frá * 5 sinnum; Klippa og ganga frá endum.

Þýðing: Ólöf Lilja Eyþórsdóttir

Stífið svo snjókornið, en ég nota sykurvatn (50/50 sykur og sjóðandi vatn. Skapalón eru nauðsynleg að mínu mati til að hjálpa við að hafa snjókornin bein. Ég set skapalónin ofan á frauðplast og set svo bökunarpappír yfir. Nauðsynlegt er að nota ryðfría títuprjóna til verksins (ef þið eruð ekki viss þá endilega gerið prufu svo að snjókornið skemmist ekki).

Hér má finna góð ráð varðandi stífingar: http://handverkskunst.wordpress.com/2012/10/22/5-god-rad-thegar-stifa-a-hekl-eda-prjon/