2. janúar 2016

Gleðilegt ár

Ég ætla bara að setja mér það markmið að klára nokkur ókláruð stykki á árinu... þar má m.a. finna prjónað sjal, heklað teppi, heklað ungbarnateppi og heklaðar eldhúsgardínur :)

En póstur dagsins er heklað snjókorn sem ég sá á Ravelry að ég hafði aldrei tekið mynd af... þar sem ég er byrjuð að pakka niður jólunum þá var ekki úr vegi að smella mynd af því. Þetta er gullfallegt snjókorn úr smiðju Deborah Atkinson og heitir Savanna Snowflake. Ég kláraði það 21. september 2014 en ég man ekki hvort að ég gerði tvö en í skýringunum við snjókornið skrifaði ég að ég ætlaði að hekla annað með 1,5 mm heklunál og að ég hefði notað 1,25 mm... þannig veit ég ekki hvor heklunálin var notuð í verkið.

Heklað snjókorn

Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,25 mm eða 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2014/06/snowflake-monday.html

0 comments:

Skrifa ummæli