19. apríl 2021

Heklaðar buxur

 


Frænka mín bað mig að hekla á sig buxur í líkingu við þær sem hún hafði séð á TikTok og auðvitað varð ég við því þrátt fyrir að mér þættu þær ekki fallegar... ekki frekar en Harry Styles peysan sem hún slefar yfir. Ég hafði ekki gert neitt í höndunum í langan tíma og þetta var bara gaman og mér þykir þær hafa komið rosalega vel út og mun fallegri en ég bjóst við að þær yrðu 

Maður hafði svo sem ekkert til að styðjast við og smá vesen að finna hvernig væri best að gera þetta þar sem maður þarf að láta ömmuferningana passa sem best og ekkert hægt að bæta smá við hér og þar. Ég taldi best að hafa hanka á buxunum og band og það væri þá hægt að skipta því út fyrir belti síðar ef hún vill.


Ég held bara að þetta hafi tekist vel upp hjá mér en eina sem ég lenti í var að buxurnar síkkuðu talsvert eftir þvottinn þannig að það er ein röð af ferningum sem ég faldaði inn á... það er þá amk hægt að síkka þær aftur ef þær styttast í næsta þvotti 😆

Garn: Kambgarn
Heklunál: 3,5 mm
Uppskrift: engin