5. desember 2015

Hekluð grýlukerti - frí uppskrift

Hekluð grýlukerti

Hekluð grýlukerti

Ég var búin að sjá svo falleg grýlukerti á Pinterest en fann enga uppskrift þannig að ég bara gerði mína eigin... þetta er mjög einfalt en ég ákvað samt að skrifa hana niður svo að fleiri gætu notið hennar :)

Ekki afrita og dreifa uppskriftinni sjálfri en þið megið að sjálfsögðu deila linknum á uppskriftina að vild.

Efni og áhöld:
1,5 mm heklunál
Solberg 12/4 Mercerisert

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
tbst = tvöfaldur stuðull,
llb = loftlykkjubogi
L = lykkja,
umf = umferð.

Athugið að í byrjun umferðar gerið 4 ll í staðinn fyrir fyrsta tbst. Í lok hverrar umf er stykkinu snúið við.

Aðferð: 
10 ll, tengja í hring með kl. 
1. umf: kl utan um hringinn, 6 tbst í hringinn, 6 ll, 6 tbst í hringinn.
2. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 6 tbst í llb, 5 ll, 6 tbst í llb.
3. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 5 tbst í llb, 5 ll, 5 tbst í llb.
4. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 5 tbst í llb, 4 ll, 5 tbst í llb.
5. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 4 tbst í llb, 4 ll, 4 tbst í llb.
6. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 4 tbst í llb, 3 ll, 4 tbst í llb.
7. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 3 tbst í llb, 3 ll, 3 tbst í llb.
8. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 3 tbst í llb, 2 ll, 3 tbst í llb.
9. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 2 tbst í llb, 2 ll, 2 tbst í llb.
10. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 2 tbst í llb, 1 ll, 2 tbst í llb.
11. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 2 tbst í llb.
12. umf: kl á milli tbst í umf á undan, 4 ll.

Minni útgáfan mín er gerð þannig að ég geri bara eina umf af hverjum fjölda af tbst eða 6 tbst, 5 ll, 6 tbst, 5 tbst, 4 ll, 5 tbst osfrv.

Klippið og gangið frá endum. Ég stífði mín upp úr sykurvatni  (leysi upp í jöfnum hlutföllum strásykur og sjóðandi vatn) og pinnaði þau niður á frauðplast með smjörpappír á milli.

© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta án míns samþykkis.

Hér er svo linkur á uppskriftina á Ravlery fyrir þau ykkar sem eru þar:
http://www.ravelry.com/patterns/library/crochet-icicles

Hekluð snjókorn og grýlukerti

2 comments:

Tora´s Vintage Dream sagði...

Takk kærlega fyrir að deila þessu, finnst þetta æðislega fallegt og er alveg ákveðin í að gera nokkur

Nafnlaus sagði...

takk ;)

Skrifa ummæli