31. mars 2013

Falleg hekluð taska með blómum

Ég rakst á svo fallega tösku á einni síðu á netinu... svo fallega að ég varð bara að gera eina svipaða :) Ég var svo ástfangin af henni að ég leitaði mikið að einhverjum upplýsingum og rakst á síðu þar sem var linkur á uppskrift af blómunum og myndband á youtube... eini gallinn var að þetta var á portúgölsku.

Hér eru svo myndir af afrakstrinum og ég bara segi það grínlaust að þetta er fallegasta heklaða taska sem ég hef séð.

Sjúklega flott taska :)

Falleg hekluð taska

Blómin setja mikinn svip

Hekluð taska - fóðruð og með segulsmellu


Mamma mín kom í heimsókn ásamt fjölskyldunni í gær og hún bara saumaði fóðrið (í stað þess að hjálpa mér) enda er hún snillingur á saumavélinni ólíkt mér :) Efnabúðin hérna var lokuð en ég átti efni sem ég keypti fyrir 10 árum síðan og ætlaði að sauma gardínur úr (bjó annars staðar þá) og liturinn passaði einstaklega vel við þannig að það reddaðist, þá átti ég ekki til rennilás og maðurinn minn renndi í næsta bæjarfélag til að redda því og svo var góð kona sem reddaði mér smellulásnum... allt þetta varð til þess að taskan kláraðist í gærkvöldi eftir auma putta við að sauma fóðrið við töskuna :)

Ég viðurkenni alveg að ég eyddi miklum tíma í að finna út úr þessu og þurfti að rekja nokkrum sinnum upp. Byrjaði fyrst og fannst eins og hún yrði svo lítil að ég rakti upp, svo notaði ég garnið tvöfalt og þá fannst mér taskan verða alltof stór og á endanum varð hún eins og ég vildi.

Þannig að það er í raun engin uppskrift en ég setti samt linkinn á uppskriftina á portúgölsku sem ég byggði töskuna mína á ef einhverjir vilja spreyta sig á henni :)

Garn: Mandarin classic
Heklunál: 3,0 mm. og 3,5 mm.
Uppskrift byggð á: http://www.mimosdacin.blogspot.com/2011/12/bolsa-fat-bag-areia.html

4 comments:

Unknown sagði...

Nei hættu nú alveg, en hvað þetta er falleg taska... græjuð á ca núll-einni.

kv Sólveig

Asta Sol sagði...

Þú segir alveg satt. Þetta er falleg taska. Og þú snillingur að ná að gera hana, þar sem fyrirmyndin var á útlensku. Eins og ég segi SNILLINGUR!!

Edda Soffía sagði...

Ohhhh hvað hún er falleg.

Áslaug sagði...

Mjög svo falleg. Það er svo gaman þegar allt smellur saman á endanum, stundum eftir svolitla þrautagöngu en ánægjan þeim mun meiri ;)

Skrifa ummæli