8. apríl 2013

Dalíusjal

Þá er ég búin með fyrsta sjalið úr Knit Picks garninu. Ég var lengi búin að slefa yfir Dahlia Shawl en það er eftir sama hönnuð og gerði uppskriftina af Miðnætursumarsjalinu. Þannig að ég var ekkert í vafa hvað yrði fyrsta sjalið sem ég myndi hekla úr garninu sem ég keypti... eina sem ég átti í erfiðleikum með var að velja litinn. Ég fékk hjálp við litavalið á Facebooksíðunni (endilega líkið við síðuna því að ég set stundum eitthvað skemmtilegt þar inn sem ekki ratar á bloggið) og varð þessi skæri limegræni litur fyrir valinu (verst hvað hann myndast illa).

Dalíusjal - Dahlia Shawl

Hér sést dúlleríið betur

Stórt sjal

Heklað sjal

Ég bað manninn minn þegar hann kom úr vinnunni að taka eina mynd af mér með sjalið til að sýna hversu stórt það er :)

Ein af mér með Dalíusjalið


Ég var frekar fljót að hekla sjalið enda er mynstrið alltaf eins nema eina sem breytist er byrjunin, miðjan og endirinn í hverri umferð :) Ég lenti í engum erfiðleikum með uppskriftina en ég las hana ansi lítið enda þykir mér best að hekla bara eftir teikningum sé það í boði. Ég gerði mitt heldur stærra en segir í uppskriftinni.

Það var svolítið puð að strekkja sjalið og það er algjört möst að eiga nóg af títuprjónum því að nóg er af dúllerí sem maður þarf að títa niður.

Garn: Knit Picks Shadow Tonal
Heklunál: 4,0 mm.
Uppskrift: Dahlia Shawl

1 comments:

Áslaug sagði...

Sumarlegt og flott. Ekki slæmt að eiga svona á fallegi vorkvöldi.

Skrifa ummæli