12. apríl 2013

Hekluð snyrtibudda

Heklaði buddu utan um snyrtidótið mitt... rakst á fallega og mjög einfalda uppskrift sem hentar vel byrjendum :)

Hekluð snyrtibudda

Ég reyndar eins og svo oft áður fer ekki alveg 100% eftir þeim en ég gerði hana t.d. bara eins stóra og mig langaði til og svo var hekluður hnappur en ég kom honum nú ekki í gegnum gatið og fann mér því bara sæta tölu í staðinn... miklu flottara :)

Mér fannst garnið afskaplega fallegt og það er blár glitþráður í því... en mér þykir samt afskaplega leiðinlegt að vinna með akrílgarn... það einhvern veginn rispar svo á mér puttana sérstaklega þumlana.

Garn: Kartopu Kar-Sim
Heklunál: 3,5 mm.
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/perfect-purse

2 comments:

Guðný Ísaks. sagði...

Er þetta ekki eitt stykki saumað saman á hliðunum. Er hægt að lýsa fyrir mér uppskriftinni í fljótu bragði, sé ekki alveg hvernig hún er. Er doldið með uppskriftafælni :)

Ólöf Lilja Eyþórsdóttir sagði...

Jújú þetta er bara stykki sem þú heklar og saumar svo saman (eða heklar) í hliðunum :) Það er alltaf mjög gott að lesa vel yfir það sem maður á að gera... og bara að gefast ekki upp þó að maður þurfi að rekja svolítið upp... Gangi þér vel :)

Skrifa ummæli